Vorið - 01.08.1971, Qupperneq 4
BlRGIR KJARAN:
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
„Synir íslands, synir elds og klaka,
sofa ekki, heldur vaka.
Allir vilja að einu marki vinna.
Allir vilja neyta krafta sinna,
björgum lyfta, biðjast aldrei vœgðar,
brjóta leið til vegs og nýrrar frægðar,
fylgjast að og frjálsir stríðið heyja,
fyrir ísland lifa og deyja."
Það var 22. janúar 1895, sem þeim
hjónum Stefáni Baldvin Stefánssyni,
bónda að Fagraskógi við Eyjafjörð, og
konu hans Ragnheiði Davíðsdóttur fædd-
ist sonur, er heitinn var Davíð, í höfuð
móðurafa síns. — Fagriskógur er skammt
innan við miðjan Eyjafjörð, að vestan.
Að baki bæjarins er allhátt fjall, Kötlu-
fjall, en til austurs blasir við Eyjafjörð-
ur, fagurblár og lygn. Davíð ólst upp í
föðurgarði, á myndarlegu og menningar-
legu sveitaheimili. Honum var tíðreikað
um fjörurnar og fékk að sögn snemma
næmt auga fyrir náttúrunni og undrum
'hennar. Hefur móðurbröðir hans, Ólafur
Davíðsson fræðimaður, trúlega átt sinn
þátt í að vekja þann áhuga. í endurminn-
ingum sínum (Mælt mál) segir Davíð
smáþætti frá bernsku- og uppvaxtarárum
sínum:
„Fyrstu skipin mín voru hefilspænir,
sem ég lét sigla í þvottaskál eða í bala
inni á palli eða í eldhúsi." — Síðar átti
Davíð eftir að sigla á stórum skipum til
margra og fjarlægra landa. Er hann hafði
aldur til, var hann sendur í Akureyrar-
skóla. Þá gekk þar yfir skáldskaparalda
og Davíð tók að yrkja. Fyrst mun hann
hafa flutt ljóð sín opinberlega, þegar
Stephan 6. Stephansson var á ferð á Ak-
ureyri. Yar Stefáni þá haldið samsæti.
Þar hélt séra Matthías aðalræðuna og
sömuleiðis tóku þeir til máls Guðmundur
á Sandi og Páll Árdal. Þá gerðist ungl-
ingurinn frá Fagraskógi svo djarfur að
flytja Klettafjallaskáldinu kvæðiskorn.
Davíð dáði þegar á þessum árum mjög
þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Enn
sem komið var áttu þeir ekki samleið,
því að eins og Davíð kemst að orði:
„Ég bjó í þakherbergi í innbænum,
hann úti á Sigurhæðum." — Eitt sinn
heimsótti hann þó séra Matthías ásamt
nokkrum skólafélögum sínum, og var er-
indið að biðja skáldið að tala á skólasam-
komu. Það þótti viðurhlutamikill erindis-
rekstur.
„Við vorum auðvitað í okkar skárstu
fötum, greiddum okkur vandlega fyrir
spegli og létum hárið í öðrum vanganum
lafa niður undir augu, það þótti fínt og
var skólasiður þá. — Við vorum allir
sveitamenn, gersamlega óvanir bukti og
beygingum." — En séra .Matthías tók
þeim ljúfmannlega og sagði:
„Og hvað heitið þið nú, elskurnar mín-
ar?“ og bað Guð að blessa þá, er þeir
kvöddu.
Davíð hóf svo menntaskólanám í höf-
uðstaðnum, en það geklt ekki með öllo
snurðulaust, því að „haustið 1917 ákváðu
stjórnvöldin, að fimmti bekkur Mennta-
112
VORIÐ