Vorið - 01.08.1971, Qupperneq 9
fljótt, það er komixin snjór á fjöllin, og
ég vil ekki láta Botnu deyja úti.
Mamma: Kindurnar verða sóttar, börn-
in mín. En nú skuluð þið vera fljót á
fætur.
Börnin: Já, við skulum reyna okkur.
3. ÞÁTTUR
Mamma: Ernð þið nú búin að leika
ykkur vel, börnin mín ?
Ella: Já, við fórnm í skollablindu.
Siggi: Já, og í útilegumannaleik.
Bína: Og í fuglaleik.
Steini: Já, og marga fleiri leiki, það
hefir verið dæmalaust gaman í dag.
Mamma: Þið hafið öll verið fjarska
góð börn í sumar. Þið hafið öll hjálpað
til við heyskapinn eftir mætti. Nú fer
veturinn að byrja, og þá fáið þið nægan
tíma til að lesa. Pabbi ykkar kom með
nýjar bækur úr kaupstaðnum, sem við
ætlum að gefa ykkur.
Bína: O, Rauðhetta í fallegu bandi.
Steini: Nei, sjáið. Nonni og Manni.
Siggi: Og Mjallhvít með mörgum
myndum.
Ella: Ó, lítið á. Róbínson, Róbínson.
Öll börnin (Jcyssa mömmu sína); Þakka
þér fyrir, mamma mín.
Mamma: Njótið bókanna vei. Geymið
þær vandlega og látið engan blett sjást
á þeim. Því að þið munuð vilja lesa þær
oft og mörgum sinnum.
Öll börnin: Já, ég skal fara vel með
mína bók. Eg skal aldrei brjóta neitt
horn á neinu blaði, eða láta nokkurn
blett sjást.
4. ÞÁTTUR
Mamma: Bráðum er slægjudagurinn á
enda. Þið hafið skemmt ykkur vel.
Öll börnin: Já, fjarska vel, mamma.
Mamma: Nú skulum við hugsa um allt,
sem við eigum að vera þakklát fyrir. Iíér
er blýantur og blað handa ykkur. Skrif-
ið nú í röð og tölusetjið allt, sem við
eigum að vera þakklát fyrir.
Siggi: Má ég skrifa allt, sem ég man!
Mamma: Já, ég ætla að sjá, hver býr
til lengstan og fallegastan lista á 15 mín-
útum. Byrjið. —
Mamma: Nú eru 15 mínútur á enda.
Eruð þið nú búin?
Sum börnin: Nei, ekki alveg.
Mamma: Yiltu lesa þinn lista, Steini.
Steini: Já, mamma. Fyrst vil ég þakka
fyrir heimilið mitt, pabba og mömmu og
systkini mín, bæinn og fötin, sem skýla
mér. Matinn, sem ég vex af. Svo taldi ég
allt, sem ég á: gullin mín, kindina, fol-
aldið. Næst taldi ég sveitina mína fal-
legu fjöllin, engið, ána og vatnið. Næst
nefndi ég ísland, og að við erum frjáls
þjóð, svo sjóinn í kring um landið, og
allt, sem við fáum úr honum af auðæf-
um. Loks vil ég þakka Guði fyrir augun,
sem hann hefur gefið mér, til þess að
sjá, hvað allt er fallegt, og eyrun til að
heyra með. Seinast þakka ég Guði fyrir,
að hann hefur gefið mér góða heilsu og
vit til að fara vel með allar gjafir hans.
Þetta er tuttugu og eitt, mamma mín.
Bína: Já, en ég hefi þrjátíu og sjö.
Siggi: Ég hefi átján.
Ella: Ég hefi fimmtán. Ég þakkaði
fyrir brúðuna mína og að henni Bíldu
minni batnaði.
Mamma: Nú er dagurinn búinn, nú
förum við öll að sofa. Guð gefi ykkur
góðar nætur.
Börnin: Góðar nætur, mamma mín.
Vorið
117