Vorið - 01.08.1971, Síða 12
BJÖRN RONGEN:
KÍNVERJINN
jónIna steinþórsdóttir þýddi
Það var mikið um dýrðir, þegar Óli
byrjaði í skólanum. Hann eignaðist nýja
skólatösku, jafnvel þótt Andrés hefði
gjarnan viljað fá hana vegna þess, að
hann var ári eldri.
„Þú ert syo lítill, þér ætti að nægja mín
taska,“ sagði Andrés.
„Já, vissulega gæti Óli...“
„Nei,“ sagði pabbi. „Þegar þú byrjaðir
í skóla, fékkst þú nýja tösku. Nú er Óli
líka að byrja og þess vegna fær hann líka
nýja tösku. Það á ekki að gera upp á
milli bræðra, er það?“
„Alveg rétt,“ sagði Óli.
„Tja, en hann er minni,“ sagði Andrés
og varð fýldur á svipinn. Honum fannst
nýja taskan hans Óla fallegri en sín, sem
var farin að láta á sjá og með stórri blek-
klessu framan á.
Dagarnir liðu. Óla fannst gaman í skól-
anum. Hann vissi ýmislegt, því hann hafði
fylgzt með Andrési síðastliðinn vetur, þeg-
ar hann var að læra lexíurnar sínar. Hann
var greindur, svo hann mundi bæði tölur
og bókstafi. Pabbi og mamma spurðu hann
hvernig hann kynni við sig, og Óli svar-
aði: — Jú-ú, það væri gaman. En mörg
börnin voru á eftir, þau þekktu ekki einu
sinni stafina. Svo slæmt var það.
„En þú stríðir þeim samt ekki á því?“
spurði mamma.
„Nei,“ svaraði ÓIi. „Þau læra þetta
fljótlega.“
En dag nokkurn, þegar hann kom heim
úr skólanum, fleygði hann töskunni frá
sér, eins og hann væri reiður. Mamma
sagði ekkert, en þegar pabbi kom heiin,
spurði hann:
„Jæja, Óli minn, gekk eitthvað illa í
skólanum í dag? Yiltu að við hjálpum þér
með heimaverkefnin ?“
„Nei,“ sagði Óli.
„Þú veizt það, að Óla hefur aldrei ver-
ið sagt til,“ sagði mamma. „Hann vill
bjarga sér sjálfur, alveg eins og Andrés.
En samt er eitthvað að, Óli minn, er það
ekki?“
Eftir mikla eftirgangsmuni gátu þau
lokkað út úr honum, að börnin höfðu upp-
nefnt hann og það var ekki fallegt. Hvað
höfðu þau kallað hann ? 0, þau höfðu
kallað hann Kínverjann! Hver hafði
fundið upp á því, hann var enginn Kín-
verji, eða hvað ?
„Nei,“ sagði Óli. „Ég er það alls ekki.
Og það hefði ekki verið neitt við það að
athuga að vera kallaður Kínverji, ef ég
hefði verið fæddur í Kína, er það?“
„Nei, þetta er alveg rétt,“ sagði pabbi.
„Kínverji er jafngóður og Norðmaður, að-
eins fæddur í öðru landi.“
Óli varð hugsi um stund. Hann vildi
ekki heldur klaga neinn. En mömmu og
pabba gat hann sagt frá öllti. Hann leit
upp — gott að Andrés var ekki inni, svo
hann gæti heyrt það.
„Það var kennarinn,“ sagði hann.
„Kennarinn! Kallaði kennarinn þig
Kínverja? Hvað átti liann við með því?“
„Veit það ekki!“
„Jæja,“ sagði pabbi, og „jæja“, sagði
mamma líka, og svo horfðu þau hvort á
120
VORIÐ