Vorið - 01.08.1971, Qupperneq 17

Vorið - 01.08.1971, Qupperneq 17
Dóri var fljótur aS klæða sig. Kvöldið áður hafði mamma tekið til hlý föt, sem hann átti að fara í, svo honum yrði ekki kalt. Að því loknu fór hann fram í baðherbergið og þvoði sér, bæði um hendur og andlit, eins og öll vel upp alin börn gera. Þegar hann hafði burstað tennurnar, þaut hann niður í eldhús. Mamma hans var þegar komin á fætur. Hún var að enda við að útbúa nestis- pakkann hans. Dóri bauð góðan daginn, og settist svo við eldhúsborðið, þar sem rujólkurglas og brauðsneið- ar biðu hans. „Þið eruð aldeilis heppin með veðrið,“ sagði mamma. Dóri mátti naumast vera að því að svara henni. Hann hafði nú loldð við morgun- matinn sinn. Hann tók nest- rspakkann og dósina, lcvaddi mömmu sína með kossi og hélt svo af stað í átt til skólans. Skólinn var ekki mjög langt í burtu, svo ekki leið löng stund þar til Dóri var kominn þangað. Nokkrir krakkanna voru ókomnir, en þeir komu að vörmu spori, því enginn vildi missa af berjaferðinni. Degar kennarinn hafði fullvissað sig um, að allir væru mættir, sagði hann börnun- Uni að fara inn í stóra rútubifreið, sem stóð fyrir utan sltólann. Degar öll börnin voru komin inn, ók bílstjórinn af stað. Út úr borginni fóru þau, og síðan lá leiðin upp í Mosfells- sveit. Alltaf var sama góða veðrið. Börn- lcom þó Óli loTcbrá og spennti regnhlífina sína yfir höfuð hans. in gerðu sér það til dundurs á leiðinni að syngja. Þau höfðu lært að syngja ým- islegt í skólanum, svo sem „Það búa litlir dvergar“, „Frjálst er í fjallasal“, „Gamli Nói“, ög fleiri skemmtileg lög og vísur. Þeim þótti þetta svo gaman, að tíminn leið án þess að þau tækju eftir því. Allt í einu hægði bíllinn á sér. Þau voru kom- in að Almannagjá. Það er svo langt síð- an sagan gerðist, að þá var ekki búið að loka Almannagjá fyrir allri bílaumferð. Mikið þótti nú krökkunum gaman að aka niður í gjána, með bratta hamraveggina á báðar hliðar. Svo óku þau yfir brúna á Öxará, og áfram var haldið. Þau stönz- Vorið 125

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.