Vorið - 01.08.1971, Síða 21

Vorið - 01.08.1971, Síða 21
Pabbi sagði honum nú alla söguna um það, hvernig hann hefði brunað austur á 'hjólinu, og fundið hann sofandi og skó- lausan á öðrum fæti í lítilli laut. Þegar pabbi hafði lokið sögunni, sagði mamma: „Og við sáum, að þú hafðir verið reglu- lega duglegur að tína, því dósin þín er alveg full af berjum. Svo nú skulum við öll flýta okkur að klæða okkur, og svo komum við öll niður í eldhús og gæðum okkur á berjum með sykri og rjóma. Og það samþykktu bæði pabbi og Dóri litli. ^***************************************************************** Skuldin mikla. Siggi litli var orðinn 10 ára. Ilann var duglegur og vann mikið fyr- ir mömmu sína. Hann hafði tekið eftir þvi, að þeir, sem unnu, fengu kaup. Nú langaði hann til að fá kaup líka. Hann fékk sér því pappírsblað og skrifaði reikning fyrir það, sem hann hafði unnið mn daginn: Pyrir að passa bróðir .... 2 krónur Fyrir fjórar sendiferðir .. 4 krónur Fyrir að vera góður og hlýðinn drengur .......... 2 krónur Alls 8 krónur Siggi. Þennan reikning lagði hann inn á borð- 1<K) í svefnherbergi mömmu sinnar. Næsta kvöld, þegar Siggi ætlaði að fara að sofa, þá fann hann reikninginn sinn á borðinu og átta krónur hjá; en þar var líka kominn annar reikningur, og hann var svona: Hyrir 10 ára uppeldi ....... Ekkert Hyrir að vaka margar nætur yfir drengnum sínum veik- Una ......................... Ekkert k'yrir að hafa alltaf verið góð við drenginn sinn ...... Ekkert Samtals Ekkert Mamma. Nú fann Siggi litli, að það var hann, sem skuldaði. Honum fannst hann skulda mömmu sinni svo mikið, að hann mundi aldrei geta borgað það. Tárin komu fram í augun á honum. Hann flýtti sér inn til mömrnu sinnar, lagði hendurnar upp um hálsinn á henni og bað hana fyrirgefn- ingar. Of sfór fil að gráfa. Maður nokkur gekk um grýttan veg og sá lítinn dreng sitja á steini. Hann lagði annan fótinn upp á hnéð og hélt utan um liann. Þannig sat hann og söng lag. „Er eitthvað að fætinum á þér, dreng- ur minn?“ spurði maðurinn. „Eg marði hann á steini,“ sagði dreng- urinn. „Hvers vegna ertu þá að syngja?“ „Af því að ég er of stór til að gráta, en mig svíður svo mikið, að ég get ekki hlegið, og þá er ekki um annað að gera en að syngja.“ Maðurinn hló og gekk leiðar sinnar. „Það verður einhvern tíma maður úr þessum snáða,“ sagði hann við sjálfan sig. A: „Finnst þér það ekki móðgun, að liann Jón skyldi kalla mig þorsk?“ B: „Jú, víst var það móðgun, en ekki fyrir þig, heldur þorskinn." voriÐ 129

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.