Vorið - 01.08.1971, Qupperneq 24

Vorið - 01.08.1971, Qupperneq 24
vildi ekki að neinn stigi ofan á þá. Hún var að því komin að hætta við sundið og fara heim, þegar kötturinn hennar talaði við hana og sagði:: „Hvers vegna seturðu þá ekki upp á rófuna á mér f 1 „Þakka þér fyrir, kæri köttur, en ef þér dytti nú í hug að fara á músaveiðar ? Hringirnir myndu þá detta og týnast.“ Litla prins- essan andvarpaði. „dSTei, ég verð bara að gleyma þessu með sund- ið.“ „Hæ, nú dettur mér gott ráð í hug,“ sagði kötturinn. „Ef þú set- ur hringina upp á skottið á mér og beygir upp á endann, þá muntu sjá, að þessir fallegu hringir munu ekki detta af, jafnvel þótt mér dytti í hug að fara á músa- veiðar. „Þú ert svo sniðugur. Ég ætla að gera það. Þarna, þá eru þeir komnir. Nu máttu veiða hvað sem þú villt, kæri köttur. Hringirnir munu sitja kyrrir, þangað til að ég tek þá.“ Að svo mæltu stakk prinsessan sér í tjörnina og synti og lék sér allan daginn. TJpp frá þessu setti prinsessan hringana alltaf upp á rófu katt- arins, ef hún tók þá af sér. Og þegar kötturinn eignaðist kettl- inga, höfðu allir kettlingarnir hlykk á rófunni, og aðrar prins- essur settu sína hringi á rófur þeirra. Þetta hefur alltaf verið svona. Og þetta er ástæðan fyrir því, að ég og allir aðrir síams- kettir eru með hlykk á rófunni. Þetta sagði móðir mín mér, en hún heyrði það hjá móður sinni, sem heyrði það aftur hjá sinni móður — og þannig endalaust, Mamma: „Tommi, þú verður að lofa bróður þínum að hafa sleðann helminginn af tímanum.“ Tommi: „Ég geri það. Ég nota sleðann niður brekkuna, en hann fær að hafa sleðann upp brekkuna.'' SLÆM MISGRIP Kona átti tvær litlar dætur, sem lágu í mislingum. Ilún skrifaði gamalli og reyndri konu og bað hana um ráð við veikinni. Gamla konan skrifaði óðar og gaf ráð við veikinni, en hún þurfti einnig að skrifa annari konu, sem hafði spurt, hvernig hún ætti að fara með agúrkur. Nú vildi svo óheppilega til, að konan fór bréfavillt, og fékk því móðir harnanna þessi ráð : „Leggið þær í edik. Sjóðið þær í þrjár klukkustundir. Salíið þær ræki- lega, og eftir nokkra daga verða þær orðnar góðar“. Gestur: „Hvers vegua hefurðu flutt páfagauk- inn þinn fast að rúminu þínu?“ Heimamaður: „Ég geri það til þess að láta hann segja mér á morgnana það, som ég hof talað upp úr svefninum á nóttunni.1 ‘ 132 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.