Vorið - 01.08.1971, Side 28

Vorið - 01.08.1971, Side 28
„Jú, herra greifi. ÞaS yar um það leyti, sem Pepe fæddist . . . Það voru tveir menn.“ „Nei, þrír,“ sagði greifinn. „Tveir/1 endurtók höfuðsmaðurinn ákveðinn. „Tveir?“ spurði Glenvan alveg undrandi, — „tveir Englendingar?“ „Nei, nei,“ svaraði höfuðsmaðurinn. „Hver var að tala um Englendinga? Einn Erakki og einn ítali.“ „ítali, sem síðar var myrtur?“ bætti Paganel við. „Já, og það kom síðar í Ijós, að Frakkinn bjargaðist.“ „Bjargaðist?“ hrópaði Róbert, sem drakk í sig hvert orð, sem höfuðsmaðurinn sagði. Allra augu litu á prófessorinn, som barði sér á brjóst. „Hvað er að V ‘ spurði greifinn kvíðinn á svip. „Vinir mínir,“ mælti Paganel og tók um leið í hönd Róberts. „Örlögin leika okkur grátt. Við höfum verið á villigötum. Þessi maður er ekki Grant skipstjóri, heldur einn af löndum mínum, sem Indíánarnir myrtu. Þegar við trúðum því, að við værum komnir á slóð Grants skipstjóra, höfum við verið að eltast við ungan Prakka, Ginnard að nafni, sem hefur lengi verið fangi hjá Indíánunum, en er nú sloppinn og kominn heim til ErakklandsJ ‘ Allir hlýddu á orð Paganels i djúpri þögn. Misgripin voru greinilog. Allar upplýsingar höf- uðsmannsins gáfu ótvírætt til kynna, að leitar- mennirnir væru á rangri leið. Glenvan leit á Talkave, en Indíáninn sneri sér að höfuðsmann- inum og spurði: „Hafið þér aldrei heyrt talað um, að þrír Englendingar hafi verið teknir fastir. og verið í haldi hjá Indíámim?“ „Nei, aldrei,“ svaraði Manuel. „Ég lilyti að hafa heyrt þess getið, — nei, ómögulegt.“ Eftir þetta ákveðna svar var greinilegt, að leitarmonnirnir höfðu ekki meira að gera hér í virkinu. Glenvan kvaddi höfuðsmanninn inni- lega ásamt öllum félögum sínum og yfirgaf virkið. , Greifinn var óhuggandi eftir öll þessi sáru vonbrigði. Róbert gekk þögull við hlið hans. Tár blikuðu í augum hans, en Glenvan sjálfur fann engin orð til að hugga hann og hughreysta. Paganel talaði viðstöðulaust við sjálfan sig, en majórinn mælti ekki orð. Um Indíánann er það að sogja, að honum fannst það óbærileg niður- læging fyrir Indíána, að hafa gert sig sekan í slíkum misgáningi. Kvöldverðarins var neytt i dapurlegri þögn. Enginn sakaði að vísu annan um misgáning, en þeim var það víst öllum ljóst, að sá vonar- neisti, sem þeir höfðu alið í brjósti sér um að finna Grant skipstjóra á þessum slóðum, var nú með öllu slokknaður. Ef Indíánarnir hefðu haft evrópiska fanga á vegum sínum, hlaut höfuðs- maðurinn að hafa heyrt þess getið. Það virtist því ekki liggja annað fyrir en að taka sig upp hið skjótasta, halda austur um sléttuna og ná sambandi við „Duncan“ á tilteknum stað. Paganel bað Glenvan að lofa sér að sjá flöskuskeytið, sem verið hafði vegabréf þeirra á þessari misheppnuðu för. Hann las miðann enn einu sinni. Hann las hann hvað eftir annað, ef verða mætti, að hann fyndi þar einhverja nýja bendingu.. „Þetta virðist vera sæmilega ljóst,“ mælti greifinn. „Blaðið segir svo ljóst sem verða má frá skipsstrandinu og staðnum, þar sem hann var tekinn fastur.“ „Nei/1 mælti landfræðingurinn með áherzlu. „Ef Henry Grant er ekki hér í Pampas, er hann alls ekki í Ameríku. En þessi miði slcal leiða það í ljós, hvar hann er, og það mun hann gera, vinir mínir, svo sannarlega sem ég hoiti Jakob Paganel! ‘ ‘ EDLEFTI KAPÍTULI Vatnsflóðið. Pampasvirki liggur ekki allfjarri Atlanzhafs- strönd Suður-Ameríku. Ef ekki kæmu fyrir nein óhöpp, áttu Glenvan og félagar hans að geta verið búnir að ná sambandi við „Duncan“ eftir fjóra daga. En greifinn átti erfitt með að sætta sig við þá tilhugsun að snúa við hoimleiðis, án þess að hafa fundið Grant skipstjóra. Þegar lagt var af stað, voru allir í þungu skapi. Glen- van og Róbert riðu samsíða, en Paganel þreytt- ist aldroi á að velta blaðinu á milli handa sinna og reyna að fá einhverja nýja merkingu í þau orð, sem þar stóðu. Majórinn og Talkave létu ekki sjá á sér nein skapbrigði fremur venju, en Tom og félagar lians gátu ekki dulið vonbrig'ði sín. Ilrædd kanína hljóp yfir götuna, og liinir hjá- trúarfullu sjómenn litu hver á annan. 136 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.