Vorið - 01.08.1971, Side 31
vatnsflóðið æðandi með ægihraða. Sléttan var
allt í einu orðin að ólgandi liafi. Mannliæðar-
hátt grasið var horfið eins og það liefði á einu
andartaki verið slegið með ljá. Það var nú ljóst,
að liinar miklu ár höfðu flætt yfir bakka sína,
og nú æddi vatnið út yfir Pampassléttuna. Plóð-
bylgjan nálgaðist nú óðum, en ferðamennirnir
riðu undan eins og liestarnir gátu komizt. A -
rangurslaust skimuðu þeir eftir einhverju hæli,
sem borgið gæti lífi þeirra, og nú voru liest-
arnir orðnir svo trylltir af ótta, að mennirnir
áttu fullt í fangi með að sitja þá.
G-lenvan leit við og við um öxl.
„Flóðbylgjan nær okkur,‘1 hugsaði hann.
„Áfram! Áfram!“ lirópaði Talkave.
Vatnið hækkaði með hverri sekúndu, sem leið.
Oldurnar voru að verða stærri og stærri. Það
hoðaði ótvirætt, að líöfuðbylgjan færðist nær
og nær. Enn stóð baráttan við þessa trylltu liöf-
uðskepnu í fjórðung stundar. Plóttamcnnirnir
gátu ekki gert sér grein fyrir, live langa leið
þeir liöfðu lialdið þannig áfram, en það hlaut
að vera löng leið. Vatnið náði nú liestunum S
brjóst, og þeir áttu orðið erfitt um gang. Allir
voru farnir að búast við dauða sínum, einir og
yfirgefnir úti á þessu mikla reginliafi.
Hestarnir gátu nú naumast liaklið sér niðri
lengur. Eftir litla stund hlutu þeir að grípa til
sunds.
Hér verður ekki gerð tilraun til að lýsa jreim
skelfingum, sem ferðamennirnir urðu að ganga
1 gegnum næstu mínútur. Allar vonir um björg-
un voru að engu orðnar. Enginn mannlegur
máttur gat lengur afstýrt liræðilegum dauðdaga
þessara ógæfusömu manna. Enginn gat hjálpað
— nema Guð einn.
Hestarnir liöfðu nú lagzt til sunds, en bár-
ust aðeins með straumnum með ægihraða. Björg-
un virtist með öllu óhugsandi. En þegar öll
sund virtust lokuð, kallaði majórinn: „Tré!“
„Tré! Hvar?“ spurði Glenvan.
„Þarna! Þarna!“ kallaði Talkave.
Hann benti á risavaxið tré, sem stóð upp úr
vatnsflaumnum eins og klettur úr hafi.
Þessu tré urðu þeir að ná. Straumurinn bar
þá líka óðfluga í sömu átt. í þessum svifum
heyrðist veikt hnegg frá hesti Tom Austins, og
eftir andartak var hann horfinn, en húsbóndi
hans, sem hafði getað losað sig úr ístöðunum,
synti knálega áfram.
Vorið
„Haltu þér í linakkinn minn,“ kallaði greif-
inn til hans.
„Þakka, ég hef það af hjálparlaust/ ‘ kallaði
Tom.
„En þinn hestur, Eóbert?“ spurði Glenvan.
„Hann er ágætur. Hann syndir eins og fisk-
ur.“
„Gætið ykkar!“ kallaði majórinn af öllum
kröftum.
Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar aðal-
flóðbylgjan skall á þá. Þessi risavaxna hrönn
féll yfir menn og liesta með slíkum ægikrafti,
að allt hvarf í hringiðuna í einni svipan, en
þungur og dimmur niður fyllti loftið válegum
óhugnaði.
Þegar mesta flóðbylgjau var um garð geng-
in, komu mennirnir aftur upp á yfirborðið, en
allir hestarnir voru gersamlega liorfnir, nema
Toka, sem enn bar húsbónda sinn á bakinu.
„Verið hugrakkir! Verið hugrakkir!" kallaði
Glenvan, um leið og hann náði til Paganels og
synti með hann að trénu.
Nú var tréð á að gizka í níu faðma fjarlægð,
og eftir skamma stund höfðu allir komizt þang-
að heilu og liöldnu. Þetta mátti heita mikil Guðs
mildi, þegar ekki var annað sjáanlegt en að all-
ir drukknuðu í vatnsflóðinu.
Vatnið náði upp á móts við neðstu greinarn-
ar á trénu. Það var því auðvelt að halda sér
þarna föstum. Talkave varð að skilja sig við
hest sinn og hóf sig léttilega upp á neðstu
greinarnar, er hann hafði bjargað Eóbert og
öllum hinum á „þurrt land' ‘.
„Þú skilur við Toka?“ mælti Paganel við Tal-
kave.
„Ég!“ kallaði Indíáninn.
Hann fleygði sér samstundis út í hringiðuna
og kom aftur upp spölkorn frá trénu. Eftir and-
artak hafði hann vafið hinum sterku örmurn
sínum um hálsinn á Toka, og maður og hestur
bárust með leifturliraða hlið við hlið út í
straumiðuna og liurfu brátt sjónum þeirra, sem
höfðust við í trénu.
Næst: TÓLPTI KAPÍTULI
Sem fuglar himinsins.
„Kennarinn: „Hvers vegna -komstu ekki í
enskutímann í gær, Einar?“
Einar: „Ég var svo kvefaður, að ég gat okki
oinu sinni talað íslenzku, hvað þá onsku.‘ ‘
139