Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 4

Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 4
til íslendinga að telja, og snður í Róm kallaði hann sig oft íslendinginn, og gekk gjarnan undir því heiti meðal vina og kunningja. Um ættir og uppruna Alberts Thorvald- sens er þetta helzt að segja. Faðir lians var Gottskálk Þorvaldsson, sem fæddur var að höfuðhólinu Reynistað í Skaga- firði árið 1741. Síðar fluttist hann að Miklabæ í Blönduhlíð. Afi Alberts, Þor- valdur, var fæddur að Möðruvöllum í Eyjafirði. Hann var kvæntur Guðrúnu Ásgrímsdóttur frá Hraunum í Fljótum. Þorvaldur gekk í Hólaskóla og var vígð- ur til Miklabæjar 1747 og þjónaði þar tii dauðadags. — Hann er talinn hafa verið hagur vel, listhneigður og skrifaði fagra rithönd. — Við má bæta, að Albert var áttundi maður frá Guðbrandi biskupi, hinum listliaga, svo að ekki var honum illa í ætt skotið, hvað listgáfuna snerti, eða sniðskæra hönd. Það mun hafa verið árið 1757, sem þau systkyn þrjú, börn séra Þorvaldar, Ólöf, Ari og Gottskálk, riðu til Ilofsóss til þess að taka skip til Kaupmannahafn- ar. Eftir það átti Gottskálk heima í Kaupmannahöfn, og þar tók hann sér ættarnafnið Thorvaldsen, að þeirrar tíð- ar hætti. í heimahúsum hafði hann lært nokkuð til tréskurðar og í Höfn gekk hann í læri hjá dönskum myndhöggvara. Árið 1770 kvæntist hann józkri stúlku, að nafni Karen, og haustið eftir eignuðust þau fyrsta og eina barnið, Albert. Faðir Kar- enar var organisti og djákni í Lemvig á Jótlandi. Um heimili og foreldra Alberts Thor- valdsens eru til nokkrar frásagnir. Heim- ilið mun hafa verið fátæklegt; foreldr- arnir ólík. Gottskálki er lýst þannig, að hann hafi verið hár maður vexti, grann- ur og oftsinnis gengið í bláum frakka. Vildi ganga vel til fara á mannamótum, taldi sig enda af böfðingjaættum kominn, þótt fátækur væri. Hann umgengst jafn- an íslenzka fyrirmenn í Ilöfn, svo sem Jón Eiríksson konferenzráð, Ólaf Olafs- son prófessor á Kóngsbergi o. fl. Aðalat- vinna hans var á skipaverkstæðum. Ilann vann í Hólminum og skar út fyrir flot- ann, aðallega stefnismyndir og bríkur. Einnig gerði liann útflúr og rammalista. Faðir Alberts kenndi lionum snemma að teilma. Ef ekki var pappír til, teiknaði hann bara á veggi og hurðir, og fékk litl- ar þakkir fyrir. Karen, móðir Alberts, var smávaxin og á yngri árum mjög fríð sýnum. Er sagt að sonurinn hafi verið líkur henni að andlitsfalli, en atgerfi og líkamsvöxt liafi liann erft ixr föðurætt. Með aldri breytt- ist Karen í útliti og innra, trúlega vegna fátæktar og lítils atlætis. Hún varð hirðu- laus um búnað sinn, nöldursöm og þrætu- kær við bónda sinn. — Umhverfið var heldur ekki skemmtilegt. Þau bjuggu lengstum í fátækrahverfinu í Höfn, Grönnegade, Laksegade og á svipuðum stöðum. Albert var baldinn strákur og tápmik- ill; stóð í áflogum, en var samt alltaf að teikna, jafnvel þótt enginn pappír væri til á heimilinu. Einhver heimilisvinanna sá þetta krass og fannst svo til um, að hann hvatti foreldrana til þess að senda Albert til náms. Gottskálki leyzt ekki illa á hugmyndina, því að liann sá sér hag í henni, þar sem hann var sjálfur næsta fá- kunnandi í teiknun, og datt í hug að sonurinn gæti orðið sér hjálplegur. — Þegar þetta skeði, að Albert hóf sína list- 148 VORIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.