Vorið - 01.12.1971, Side 15
Kynnti hann Thorvaldsen íyrir Frans
Austurríkiskeisara, sem tók honum vel
og fól honum að gera minnisvarða. Um
síðir lauk þessari sigurför Thorvaldsens
um Evrópu, og til Rómar kom hann 16.
desember og var vel fagnað við heim-
komuna af vinum og nemendum.
Þegar hér var komið sögu Alberts
Thorvaldsen, var vinnustofa lians ekki
lengur þröngt verkstæði, þar sem liann
var einn að kúldrast, eða með tvo þrjá
nema og aðstoðarmenn. Nú unnu þar um
40 menn, nemendur og starfsmenn.
Thorvaldsen gerði frumdrætti og að-
stoðarmenn unnu úr teikningum og
stækkuðu smámyndir, því hann var mesti
stóriðjuhöldur í listverkaframleiðslu frá
því á dögum Miehelangelós. Samfara
frægðinni varð vinnutími hans ó-
drýgri, því að heimsóknir stórmenna
gerðust tíðari og tímafrekari og sumum
þeirra varð hann sjálfur að sýna myndir
sínar; meðal þessara gesta var hans heil-
agleiki Leó páfi XII, sem kom í heimsólui
til hans árið 1826.
Sem áður getur, gerði Albert skírnar-
font fyrir Brahetrolleborg, en síðar lét
hann höggva annan svipaðan, sem hann
œtlaði að gefa kirkjunni á Miklabæ í
Skagafirði, þar sem afi hans var prestur.
^ar liann ákvarðaður sem gjöf til feðra-
eyjar hans, „til þess íslands, sem gaf
fronum það nafn, sem nú er nefnt með
svo mikilli virðingu í veröldinni." —
Sá skírnarfontur var seldur til Noregs.
sá þriðji sömu tegundar komst til ís-
Wds 1839. Er talið að Thorvaldsen liafi
sjálfur lagt síðustu liönd á hann. í
■Máklabæjarkirkju komst liann að vísu
ekki, en stendur nú í Dómkirkjunni í
-Reykjavík.
Kirkjan leitaði til Thorvaldsens, bæði
Yerndarcngill i/arnsins
Með gætni leiðbeinir engillinn barninu og leggur
hendur sínar á liöfuð þcss og herðar, mcðan
harnið gengur biðjandi móti framtíð sinni
sú evangeliska og kaþólska. Daginn þann,
í nóvember 1823, sem Ercole Consalvi
kardínáli kvaddi hann til fundar við sig,
taldi Thorvaldsen einn mestan merkisdag
ævi sinnar. Kardínálinn bað liann um að
gera minnismerki yfir Píus páfa sjöunda,
sem setja skyldi í sjálfa Péturskirkjuna
við hlið allra þeirra aldagömlu og ódauð-
legu listaverka, sem þar eru. Það var
ekki aðeins staðsetningin, sem hrifningu
hans vakti, iieldur fremur sú staðreynd,
að öll önnur listaverk þar höfðu verið
gerð af listamönnum, sem voru ítalir og
lcaþólskrar trúar.
En þrátt fyrir alla frægð og frama
stóð Tliorvaldsen einn og einmana í
^orið
159