Vorið - 01.12.1971, Síða 26

Vorið - 01.12.1971, Síða 26
KRISTJÁN JÓNSSON: P o r i r L j Það var fremnr þungbúið veður á Ak- ureyri þennan dag og leit út fyrir rign- ingu með kvöldinu. Skýin höfðu tyllt sér ,á brún Vaðlaheiðar og skátarnir í Fálka- felli bjuggust til heimferðar, enda var komin þoka þar efra. Sigurður kennari í Byrarskólanum var að ljúka við síðustu kennslustund dagsins. „Já, börnin góð, þannig endaði sagan af honum Fjöru- borða, sem skreið upp í fjöruna, þegar skyggja tók. Það síðasta, sem menn vita af Fjöruborða er það, að strákurinn hann Steini slapp naumlega undan lion- um í fyrra, þegar hann var einn á ferð í fjörunni eftir að dimma tók. Mamma hans hafði varað hann við, að vera ekki einn á ferð niðri í fjöru, en hann gegndi aldrei mömmu sinni, þess vegna var nærri farið illa fyrir honum. Nú bið ég ykkur, börnin góð, að hlýða ávallt for- eldrum ykkar og kennurum, þá þurfið þið ekki að óttast að neitt illt hendi ykk- ur.“ Kennarinn reis úr sæti sínu og kvaddi börnin, sem lofuðu að læra vel lexíurnar sínar fyrir morgundaginn. Þórir tók töskmia sína og hélt heirn- leiðis. Reyndar langaði hann mest til að biðja kennarann að geyma töskuna í skól- anum, því .enginn vissi betur en hann sjálfur, að hann lærði aldrei heima, það sem sett var fyrir. — Þórir átti heima í gömlu timburhúsi á Oddeyrinni. Það var klætt bárujárni að utan og var ehi hæð og kjallari. I kjall- aranum var geymsla og þvottahús. A liæðinni bjó hann einn með móður sinni, því að pabbi hans hafði dáið, þegar hann var tveggja ára. Þegar hann var komhin út á skólalóð- ina, var hann búinn að gleyma sögunni af bonum Fjöruborða og orðum kennar- ans, að maður ætti að læra vel heima- verkefnin sín og vera góður foreldrum sínum, en mömmu sinni hafði hann aldrei gegnt, þegar liún bað hann að fara í sendiferðir fyrir sig eða hjálpa til við heimilisstörfin og alltaf neitaði hann henni um að læra heimaverkefni sín. Þórir var nú kominn að húsinu, sem Jiari]] átti heima í. Þegar hann kom inn í ganginn, tók ha'nn töskuna af bakinu og henti henni ofan á skóna í ganginum. Þetta var hann vanur að gera og þar var taskan oftast þangað til •næsta dag, að liann fór í skólann. Oft hafði mamma lians beðið hann að gera þetta ekki, held- ur taka bækurnar upp og fara að lesa, en aldrei gegndi Þórir henni í þessu eða öðru. Rúna, móðir hans, var í eldhúsinu. ITún gaf Þóri mjólk að drekka og bita með. „Þórir minn,“ sagði hún, „viltu nú ekki vera svo vænn að fara út í balcarí og kaupa fyrir mig brauð. Bg hef verið að þvo í dag og ekki getað komizt út. 170 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.