Vorið - 01.12.1971, Page 36

Vorið - 01.12.1971, Page 36
stóru tána. Hún hafði nefnilega í óað- gætni gægst fram undan sænginni, en svo var kalt, að andgufan fraus við vit manns. Hrólfur mundi jiegar eftir skíð- unum og kapplilaupinu og ætlaði strax að klæða sig. En mamma hans, sem var nýbúin að kveikja upp í ofninum, sagði, að hann yrði að bíða þangað til hlýn- aði í stofunni; og Hrólfur gegndi því. Og svo sofnaði hann aftur, þegar hann var búinn að fela ógætnu stórutána. Skömmu síðar kom Nonni á Nesi og spyr eftir Iírólfi. „Hann er ekki kominn á fætur enn,“ sagði mamma hans. „En hvað er að sjá jng, barn! Ég held að nef- ið á þér sér frosið.“ „Nefið,“ át Nonni eftir, og tók af sér vettlingana og þreif- aði á jjví; og það var satt, nefið var hvítt, dautt og dofið og Nonni varð að fara út aftur til að þýða það með snjó. Kuldinn rénaði nú samt er á leið dag- inn og sólin fór að skína, og um miðdeg- isleytið lögðu þeir félagarnir þrír — Ilrólfur, Nonni og Gvendur — af stað og stika stórum, og ætluðu þeir nú í fyrsta skipti á ævinni að keppa um gull og heiður. Þeir fara nú ekki alveg beinustu leið- ina að j)es.su sinni. Þeir liafa nægan tíma fyrir sér; þeir reyna hverja brekku og æfa allar mögulegar listir. Þeir verða að liðka limina og búkinn. En áfram berast jjeir og sjá brátt brekkuna fram undan sér, þar sem þrautin á að standa. Þeir verða allir þegjandi og þungbúnir, og herða á ferðinni. Þeir sjá fólksfjöldann. Páni er dreginn á stöng og jiað úir og gríiir af skíðamönnum, ungum og göml- um. Enginn þeirra hefur séð neitt slíkt áður. „Ég er næstum því hræddur,“ sagði Gvendur. „Ekki mikið held ég,“ sagði Hrólfur; „en áfram nú.“ Svo hverfa þeir iun í hópinn og engum þeirra kom til hugar að kvíða. Stundu síðar eru allir stóru drengirn- ir búnir, og Iírólfur, sem tilheyrir yngri flokknum, stendur uppi á breklrubrún- inni með stóran skjöld á brjóstinu og bíður jjess, að sín röð lromi. Á skildin- um stendur tölustafurinn 3. Þarna fer sá fyrsti! Hann ýtir liúf- unni vel niður á kollinn, ypptir öxlum og þýtur svo niður brekkuna. En lion- um hefur víst fallizt hugur á leiðinni. Hann missir jafnvægið og veltur langar leiðir, en staðnæmist loks Lijá fólksfjöld- anum. Þar ætlar hann að reyna að standa upp, en dettur aftur og veltir stórri feitri kerlingu um koll og fólkið rekur upp skellihlátur. „Víkið til liliðar!“ hrópar annar dreng- urinn, um leið og hann leggur af stað niður brekkmia svo hratt sem ör flygi- Eólkið hættir að hlæja. Vesliugs dreng- urinn! hann var ekki nógu fljótur að taka stökkið undir sig. Annað skíðið stakkst niður í snjóinn, og svo fór fyrir honum eins og hinum, að liann valt nið- ur alla brekkuna. Hann rís á fætur snar- lega og hristir höfuðið. Ilann er ómeidd- ur, en annað skíðið brotið! Þriðji drengurinn er Hrólfur. Hann hafði ætlað sér að leggja af stað frá brekkubrúninni, en þegar hann sá, hve illa fór fyrir hinum tveim fyrstu, þorði hann það ekki. Ilann byrjaði í miðri brekkunni eins og hinir. Hann heyrir að kallað er að neðan, að honum sé óhætt að koma. Hann jirýstir húfunni ofan á eyrun, tekur þrju löng skref fram og liendist svo niður brekkuna með vaxandi hraða. Mörg hundruð andlit, helblá af kulda, horfa með athygli á hann. Þarna! Nu 180 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.