Vorið - 01.12.1971, Síða 38

Vorið - 01.12.1971, Síða 38
IV. Stundu síðar, í rökkrinu, stendur lióp- ur af smátelpum á hlaðinu fyrií utan bæinn, þar sem verðlaummum er úthlut- að. Telpur þessar höfðu skotið saman og keypt dálítinn gullskjöld. Þær afhentu hann formanni skíðafélagsins og sögðu, að sá drengur, sem stykki lengst og bezt, ætti að hljóta hann sem aukaverðlaun. Þær eru nú forvitnar að vita hver hljóti hann. Þarna koma drengirnir, þar á meðal Gvendur í Garði. „Hver fékk fyrstu verðlaun ?“ spurði ein telpan. „Hrólfur á Brekku,“ svaraði Gvendur. „En hvaða verðlaun fékkst þú?“ spyr önnur. „Ég fékk nú fjórðu verðlaun,“ sagði Gvendur hálfhreykinn, „og Nonni á Nesi fékk fimmtu verðlaun,“ bætti hann við. „En hver fékk verðlaunin okkar V ‘ spurði ein. Það var sú sem stungið hafði upp á því, að kaupa skjöldinn. „Hrólf- ur fékk þau einnig,“ sagði Gvendur. Skömmu síðar kemur Hrólfur. Hann stígur á skíðin og leggur á stað heim. „Nú skulum við kalla: Heill Hrólfi,“ sagði Ranka á Haugi. Og telpurnar hróp- uðu: „Heill Hrólfi!“ Það voru síðustu lofsorðin og ef til vill hin kærustu, sem Iírólfur hlaut að því sinni. Hann sneri sér við, veifaði húfunni og kallaði: „Þakka ykkur fyrir verðlaunin, stúlkur!“ Sneri sér svo við, stakk stafn- um niður og gekk svo heim löngum skref- um, til þess að sýna verðlaunin, sem voru silfurbúinn skeiðahnífur og gullskjöldur, og til þess að segja pabba og mömmu frá hamingju sinni. Lauslega þýtt úr norsku af Th. Á. Til kaupenda Vorsins Orsök pess, hve þessi tvö liefti koma seint út, er aðallega veikindi útgefandans í meira en þrjá mánuði. En vonandi verður liægt að láta Vorið koma reglulega út árið 1972. Af sömu ástæðu liafa ekki verið sendar póstkröfur fyrir árgjald- inu 1971 til kaupenda á Miðvestur- og Vestur- landi. En þegar þær koma, eru kaupendur beðnir að greiða þær fljótlega. Vorið þakkar öllum þeim kaupendum, víðs vegar um landið, sem greiddu póstkröfurnar. En nokkrir endursendu þær. Þeim verður sont blað- ið áfram, ÞVÍ UPPSÖGN ÁSKRFIFTAK ER BUNDIN VIÐ ÁRAMÓT. Það liefur verið marg-tilkynnt í Vorinu. Að endursenda póst- kröfu er ekki hægt að skoða sem skriflega upp- sögn áskriftar, enda liafa nokkrir sent árgjaldið (165 kr. með póstkröfugjaldinu) eftir að póst- krafan kom endursend. En þoir, sem enda skrif- lega uppsögn, eru beðnir að borga skuld sína um leið. Sýnið í verki lieiðarleg viðskipti. BRÉF TIL VORSINS KVEÐJA TIL FYRRI ÚTGEFENDA Reykjavík 6/9 1971. Kæra Vor! Eg biðst afsökunar á því hvað ég hef dregið að senda greiðslu fyrir Vorið. Ilér með greiði ég ársgjaldið 150,00 kr. Ég vil um leið þakka fyrrverandi útgefendum á Akureyri fyrir gott efni og fróðlegt, sem er- indi átti til eldri sem yngri. Ég óska einnig fyrrv. útgefendum alls góðs í framtíðinni, en einnig óska ég nýja útgefandanum velfarnaðnr í nýbyrjuðu starfi á komandi árum. Ólafía SigríÖur Sansdóttir, Hrefnugötu 1, Svik. 182 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.