Vorið - 01.12.1971, Page 44
rykið var svo mikið, að hann mátti til
með að hreinsa kverkarnar.
Beba greip aftur um kverkar hans og
hristi hann, þangað til að söng í eyrun-
um. „Hvað hefurðu gert við rokkinn
minn?“ öskraði hún bálreið.
„Hvar er hann?“
Kötturinn stóð á öndinni, svo dró hann
djúpt að sér andann.
„Bg, ég — — “, byrjaði hann laf-
hræddur.
Galdranornin hristi hann svo ofboðs-
lega, að kötturinn óttaðist, að beinin í
sér mundu hrökkva í sundur.
„Ifaltu áfram,“ urraði hún framan í
hann.
„Manstu, þegar við fórum til úthérð-
anna, þegar það var svo kalt, að allar ár
í Rússlandi botnfrusu?“ kjökraði hann.
„Þegar þú varst í burtu, kom þjónustu-
stúlka og bað um að lána sér rokkinn.
Hinn grimmi húsbóndi hennar hafði sett
henni það óleysanlega verkefni fyrir, að
spinna band og prjóna tólf peysur fyrir
sig á þremur dögum. Aumingja stúlkan
var viti sínu fjær. Iiún óttaðist um líf
sitt, ef hún léti ekki í té peysurnar. Hún
hafði heyrt um töfrarokkinn þinn og
bað um að fá hann lánaðan.“
Andlit Behu Jóku varð blóðrautt. „Pá-
bjáninn þinn,“ hvæsti hún. „Gafstu þess-
um volæðisaumingja rokkinn minn?“
Kötturinn kinkaði kolli aumingjalega.
„Hún heitir Nanna,“ áræddi hann að
segja. „Hún lofaði að skila honum heil-
um. Ó, Beba Jóka, ef þú hefðir séð tár
hennar, myndir þú jafnvel hafa hjálpað
henni.“
Galdranornin dró köttinn niður á gólf
og einblíndi á hann.
„Nú skaltu heyra, köttur,“ sagði hún.
„Bf ég verð ekki búin að fá rokkinn í
188
hendur mínar í dögun á morgun, þá
skalt þú eyða því, sem eftir er af þínum
níu lífum, hangandi á afturfótunum eins
og grýlukerti í hæsta t.ré Rússlands.11
Aumingja kötturinn batt trefil um
hálsinn, um leið og hann mjakaði sér að
hurðinni.
„En Be'ba Jóka,“ sagði hann í bænar-
rómi. „Eg veit ekki, hvar húsbóndi
Nönnu býr. Það er komið fram yfir miðj-
an dag. Gefðu mér dálítið lengri frest.“
Galdranornin þreif hurðina upp á gátt
og sparkaði kettinu út á frosna jörðina
fyrir utan. „Við dögun,“ öskraði hún á
eftir honum. „Boggi frændi bíður ekki til
eilífðar eftir nýja teppinu sínu og BG
VIL PÁ KRYSTALSKÚLUNA.“ Hún
skellti hurðinni.
Kötturinn skreið í skjól og gróf and-
litið í skafl. „Nanna sagði, að húsbóndi
hennar ætti fallegustu höllina í Norður-
héraðinu,“ muldraði hann, um leið og
hann dustaði snjóinn af veiðihárunum-
„Bg verð að minnsta kosti að ná til út-
kjálka héraðsins fyrir myrkur.“
Síðustu geislar hinnar veiku vetrarsól-
ar höfðu fölnað í vestri, þegar hann kom
til hins fjarlæga Norður-héraðs. IJann
fór yfir héraðsmörkin og nam staðar hja
timburkofa. Kannski getur eigandi hans
hjálpað mér, hugsaði hann vongóður.
Ilann barði þrisvar að dyrum.
„Hver er þar?“ kallaði rödd.
„Þreyttur ferðalangur, sem biður þif?
um aðstoð, góði herra,“ svaraði köttur-
inn.
Dyrnar opnuðust, og gamall maðui'
stóð í bjartri dyragættinni.
„Komdu inn,“ sagði hann. „Bg er
einn og fátækur, en ég skal skipta brauð-
skorpu á milli okkar.“
Kötturinn staulaðist inn í herberg-
Vo Rl Ð
j