Vorið - 01.12.1971, Page 46

Vorið - 01.12.1971, Page 46
„Það er ég, kötturinn. Beba Jóka vill fá rokkinn sinn tafarlaust.“ „Ó, köttur,“ sagði Nanna grátandi „Eg get aldrei skilað honum. Þegar hús- bóndi minn sá, hve fallega þræði hann spann, þá læsti hann mig inni í þessu herbergi og skipaði mér að spinna föt á sig og alla fjölskylduna í tíu ár. Hendur mínar eru sprungnar af vinnu og mig verkjar í handleggina, samt hleypir hann mér ekki út.“ Hún hvíldi höfuðið á gluggakistunni og snökkti brjóstumkenn- anlega. Ljós vir glugganum kastaðist á stór grýlukerti, sem héngu í háu tré nálægt höllinni. Við þá sýn fóru hné kattarins að skjálfa. Þegar Beba eJóka lætur verða alvöru úr hótun sinni, er ekkert skjól í treflinum gegn ísköldum norðanvindin- um, sem næðir í gegnum greinarnar. Hann kom auga á eina grein, sem var sveigð niður af vindinum og hallaðist í áttina að glugganum, þar sem Nanna stóð. Þetta var veik von en betri en eng- in. „Eg kem upp til þín,“ kallaði hann „kannski getum við skipulagt flótta sam- an.“ Kötturinn klifraði upp hrjúfan trjá- bolinn. Skref fyrir skref nálgaðist hann opna gluggann. Greinin svignaði hættu- lega mikið undan þunga hans. Eg má ekki líta niður, tautaði hann við sjálfan sig. Nanna teygði sig eins langt út uin gluggann og hún gat með útrétta hand- leggina. „Eg get nærri því náð þér,“ hvíslaði hún. Kötturinn tók undir sig örvæntingar- fullt stökk yfir autt svæðið. Iíún var að draga hann í öruggt skjól yfir glugga- kistuna, þegar skerandi brothljóð rauf kyrrðina. Nanna lét köttinn detta á gólf- ið. Hann stóð á fætur og kom út að glugganum til að sjá, hvað um væri að vera. Þarna efst í trénu sat loðinn álfur í skærrauðri kápu. Hann hélt á lítilli silfursög í hendinni. „Þetta er álfur húsbóndans,“ stundi Nanna. Álfurinn skellti á lærin og hljóp grein af grein, á meðan flyksaðist langa skegg- ið hans upp og niður. „Hæ,“ hló hann og leit með fyrirlitn- ingu á Nönnu og köttinn. „Eg sagaði af greinina, sem þú komst inn á. Nú hefur húsbóndi þessarar hallar tvo fanga.“ Álfurinn veifaði handleggjunum eins og þeir væru vængir og stökk úr trjá- toppnum. Léttur eins og fis flaug hann inn um opna gluggann og inn í herberg- ið. Kötturinn flýtti sér að brjóta horn af brauðinu, sem hann bar í treflinum og rétti litla, loðna álfinum. „Ég er hérna með dálítið af uppáhaldsmatnum þín- um,“ sagði hann, „en þig langar kannski ekki í það núna.“ Álfurinn þreif bitann úr útréttri loppu kattarins og reif hann í sig græðgislega. „Meira,“ öskraði hann, um leið og hann var búinn að kingja. Kötturinn braut annan lítinn bita af brauðinu og rétti álfinum. Hann hrifsaði það til sín og hlunkaði §ér niður úti í einu horni herbergisins. „Þú varst skyn- samur að færa mér svona góða gjöf, köttur,“ muldraði hann, um leið og hann smjattaði á brauðinu. „J>að er langt síð- an ég hef fengið slíkar góðgerðir. Hús- bóndinn hefur gleymt því, hvernig hægt er að hafa mig ánægðan, og hann er orð- inn kærulaus um venjur sínar. Nú orðið finn ég sjaldan brauðmola undir þrep- 190 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.