Vorið - 01.12.1971, Síða 55

Vorið - 01.12.1971, Síða 55
Þó til þess hugsa aö koma þangað án Grants skipstjöra og félaga hans. ijVesalings María/‘ andvarpaði Bóbert. jjbetta verður mikið áfall fyrir hana.“ í fyrsta skipti átti greifinn engin orð til að hughreysta Itóbert. „Hlustaðu nú á mig/ ‘ mælti hann loksins, „og taktu vel eftir því, sem ég -segi. Ég mun gera allt, sem í mínu valdi stendur, til að finna Grant skipstjóra; ég hef lofað því áður. Ég þekki skyldu mína, og ég mun verja öllu lífi oiínu til að uppfylla þá skyldu, ef þess gerist þörf. Ég vænti stuðnings allrar skozku þjóðar- mnar til að bjarga þessum hrausta syni Skot- lands. Og við hikum eklci við að ferðast um- hverfis allan hnöttinn eftir 37. breiddargráðu Gil að finna föður þinn. En nú blasir við okk- Ur að ráða fram úr miklu vandamáli: Eigum Vlð að sleppa allri von um, að faðir þiun sé hér í Ameríku, og hætta allri leit á meginlandi álfunnanr?" Enginn vildi verða til að svara þessari spurningu. Allir þögðu. „Jæja,“ hélt greifinn áfram, um leið og iiann S11eri sér að majórnum. „Það er mikill ábyrgðarliluti að svara þessari spurningu án alvarlegrar umhugsunar, Eðvarð,“ ^œlti majórinn. „En mér þætti mikils um vert fá að vita, um hvaða lönd þessi breiddar- gráða liggur.' ‘ „Því verður Paganel að svara,' ‘ mælti Glen- van. „Við skulum spyrja hann,“ sagði majórinn. „Paganel! Papanel!“ kallaði Glenvan. „Eg er hér!“ svaraði rödd frá himni. „Hvar eruð þér?“ „í varðturni mínum.“ „Hvað hafizt þér þar að?“ „Ég horfi á himininn.' ‘ „Getið þór ekki komið niður til okkar?“ „Er það nauðsynlegt?" „Já.“ „Hvers vegna?“ j,Þér þurfið að segja okkur, um hvaða lönd hreiddargráðan liggur.“ „Það er næsta auðvelt/ ‘ svaraði Paganol. „l'.n þjg þurfið ekki að. hrekja mig niður . til 1 hkar þess vegna.‘ ‘ „Ágætt. Segið okkur þá það, sem okkur fýsir a‘ð vita.“ „Þegar við höfum farið meðfram 37. breidd- Vorið argráðu austur yfir þvera Ameríku, liggur hún yfir Atlantshafið.“ „Þetta vitum við.“ „Þar næst liggur hún um eyna Tristan.“ „Ágætt, og svo?“ „Því næst liggur hún tveimur gráðum sunnan við Góðvænishöfða.‘ ‘ „Og svo?“ „Yfir Indlandshafið." „Og svo?“ „Næst snertir hún Amsterdam-eyjaklasann." „Áf ram.‘ ‘ „Næst liggur liún um fylkið Viktoría í Ástral- íu.“ „Haldið áfram.‘ ‘ „En þegar Ástralíu sleppir. . . “ Prófessorinn lauk ekki við setninguna. Hvers vegna hikaði landfræðingurinn? Yissi haíin ekki meira um hina 37. breiddargráðu? Jú, en í sama bili lieyrðist hrópað á hjálp ofan úr trjákrón- unni. Glenvan og vinir hans fölnuðu og litlu hver á annan. Hafði prófessorinn dottið niður úr trénu? Wilson og Mulrady voru þegar viðbúnir að koma prófessornum til lijálpar, þegar langur og grannur mannslíkami kom í ljós. Paganel hrap- aði grein af grein og reyndi árangxrrslaust að ná handfestu. Var hann lifandi eða dauður? Því var ekki hægt að svara, og liann hefði ef- laust lirapað í beljandi vatnsflauminn, ef liinn liraustlegi armleggur majórsins hefði ekki stöðv- að liann á fallinu. „Ég stend í mikilli þakkarskuld við yður, herra majór,‘ ‘ mælti Paganel, eins og ekkert hefði í skorizt. „Hvað kom fyrir yður?“ spurði majórinn. „Hafið þér nú aftur orðið viðutan?" „Já,“ mælti Paganel, og röddin var nokkuð óstyrk. „Já, hugsunarleysi af lakasta tagi.“ „Hvernig var þvi liáttað?“ „Við höfum farið villtir vegar, og við förum það enn. Við erum á bandvitlausri leið.“ „Gerið svo vel að skýra þetta nánar.“ „Glenvan, majór, líóbert! Hlýðið allir á mál mitt,“ lirópaði Paganel. „Við erum að leita að Grant skipstjóra þar, sem liann alls ekki er.“ „Hvað eruð þér að segja?‘ ‘ kallaði Glenvan. „Ég er að segja það, að við erum að leita að Grant skipstjóra þar, sem liann ekki er og hef- ur aldrei verið.“ 199

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.