Vorið - 01.06.1973, Blaðsíða 4

Vorið - 01.06.1973, Blaðsíða 4
Þokukóngurinn ÆVINTÝRI SÍÐARI HLUTI. Mynd: Katrín Briem Gamli maðurinn þarna við eldinn er þokukóngurinn, en gamla konan, sem þú sást fyrsta kvöldið er móðir jörð, og við erum dætur hennar. Eg ætla nú að gefa þér aðra brjóstnál, miklu fallegri. Þú get- ur sagt, að þú hafir fundið hana. I dag má ég ekki segja þér meira. En gættu tungu þinnar. Þá skaltu seinna fá að vita meira. Flýttu þér nú heim áður en for- eldrar þínir sakna þín.“ Morguninn eftir vildi Tíó helzt trúa því, að allt, sem fyrir hana hafði borið, væri draumur. En silfurnálin á brjósti hennar bar vitni um hið gagnstæða. En merkilegt var það, að heima fannst henni allt vera sér ókunnugt og óviðkom- andi. I ríki þokukóngsins féll henni svo vel, bæði þegar hún lék sér í klettunum með dætrum móður jarðar, og eins þegar hún fór með þeim til herbergja þeirra niðri í jörðinni. Hún læddist oft á nótt- unni til að hitta vinkonur sínar, sem hún unni. Dag eftir dag varð hún meir og meir fáskiptin og dreymandi. Hún þráði næt- urnar, því að þá fannst henni hún geta lifað eðlilegu lífi. Hún var mjög falleg stúlka. Það voru því ekki fáir ungir menn, sem báðu henn- ar. En henni var sama um þá alla. Þó var það um síðir, að hún fór að vilja foreldra sinna og lofaði að giftast unga mannin- um, sem hún Tiitti fyrst, þegar hún kom heim. En foreldrar hennar unnu þeim manni eins og hann liefði verið sonur þeirra. Eftir brúðkaupið tóku ungu hjónin við búinu, þar sem að þau gömlu voru ekki orðin fær um að stjórna því. Ari síðar eignast Tíó litla elskulega dótt- ur. En þó að hún elskaði barn sitt mikið, gat hún þó ekki yfirunnið þrá sína eftir þokuríkinu. Hana langaði til að skjótast þangað við og við, en hún þorði ekki að fara frá barninu. En þegar barnið var orðið 7 ára, gat hún ekki frestað því lengur. Hún blés í nálina, og var svo komin til þokukóngsins á svipstundu. Dætur móður jarðar tóku henni mjög fagnandi. Tíó sagði þeim grátandi, að hún hefði ekki getað komið fyrr, þó að hún hefði liðið kvalir af þrá til þeirra. „Þokukóngurinn Verður að hjálpa okk- ur,“ sögðu þær. Og þær báðu Tíó að koma aftur eftir tvær vikur og taka þá barnið með sér. Tíó loíaði því, svo framarlega að henni væri það mögulegt. En þegar að því kom, svaf barnið svo vært við brjóst föður síns, að hún gat ekki fengið sig til að vekja það. Hún fór því 4 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.