Vorið - 01.06.1973, Blaðsíða 24

Vorið - 01.06.1973, Blaðsíða 24
hóp manna að ræða, verða allir að vinna, en einhver einn að hafa stjórn á hendi og skipta verkefnum milli manna. ÚtbúnaSur Þegar lagt er í langa gönguför, er vand- inn sá, að láta ekki lélegan eða rangan út- búnað eyðileggja ánægju fararinnar. Hver kannast ekki við örmagna mann, sem kemur úr gönguför með marið bak undan malnum, fleiður á hælum og tám undan of víðum eða of þröngum skóm, kal á fótum, sem einir þunnir sokkar skýldu, slig undan burði á niðursuðu og ölfangi, svangan maga, vegna þess að nestið fór saman við leðurfeitina — og sundurkram- ið hjarta vegna þess að liann dróst aftur úr ferðafélögunum. Allt þetta má forðast með réttu vali og notkun á útbúnaði. Bakpokinn á að vera rúmgóður, vatns- heldur og með grind. Inn í hann og smá- hólfin utan á honum er allur farangurinn settur, nema svefnpokinn (er á að vera í hóflega þröngum, olíubornum lérefts- poka), sem er spenntur með ólum utan á bakpokann. Þar er og regnkápan geymd. Hugsum okkur, að við séum að fara i gönguferð. Ilvernig er þá bezt að koma farangrinum fyrir í sjálfum pokanum? Neðst í aðalhólf pokans setjum við fyrst þann varning, sem gert er ráð fyrir að nota ekki á göngunni, svo sem ýmsan fatn- að og fleira. Vandlega verðum við að gæta þess, að láta enga hiuti næst bakinu, er meitt gætu mann á göngunni. Lyfjakassinn er auðvitað settur í eitthólf- ið utan á pokanum, því þar er fljótlegast að grípa til hans, ef með þarf. Sama er að segja um áttavitanp (ef hann er ekki hafður í treyjuvasanum), 24 landabréfið og fleira, er oft þarf að grípa til. Segjum svo, að mjólkurflaska eigi að vera með í förinni, þá megum við ekki fara að eins og viðvaningurinn, sem stakk henni í eitt hólfið utan á pokanum og braut svo ílöskuna um leið og hanu lagði af sér pokann, heldur mundum við kjósa að stinga flöskunni í sokkbol eða annan fatnað, sem hvort sem er á að vera með, og láta hana í miðjan pokann. Ekki fór betur fyrir smurða brauðinu, sem þessi sami viðvaningur liafði með sér, því þegai’ liann ætlaði að fara að grípa til þess, glor- liungraður, á einum áfangastaðnum, var það orðið að einni klessu milli sápunnar og leikfiinisskóna, ]>ví hann hafði pakkað brauðinu í bréfaumbúðir og skellt því ein- hvers staðar innan um farangurinn í pok- anum. Við skulum vera skynsamari og eignast blikköskju, eins og húsmæðurnai' nota til að geyma í kökur. í þessa blikk- öskju látum við brauðið, eggin, kjötbitann og önnur matföng. Sumir hafa þann slæma sið, að pakka öllu mögulegu í bréi'aumbúðir. Það ættu allir ferðamenn að varast, því að bréíin taka mikið rúm í pokanum og valda sóða- skap á áfangastöðum. Tökum hönduin saman um það, að útrýma öllum bréfaum- búðum í ferðalögum. Látuin heldur saunia nolckra litla léreftspoka. Fyrsti pokinn a að vera hóflega stór til að geyma í: sáp- una, tannburstann (þetta hvorttveggja a þar að auki að vera í þar til gerðum liylkj- um), handklæðið og greiðuna. Annan poka notum við utan um: matskeiðina, gaffal- inn og hnífiun. Þriðja pokann utan uin leikfimiskóna. Fjórða polcann utan urn: tvinna, saumnál, tölur og fleira smádót. Fleiri poka fáum við okkur og reynum að VORlÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.