Vorið - 01.06.1973, Blaðsíða 22

Vorið - 01.06.1973, Blaðsíða 22
Á járnbraufarstöðinni Leikþáttur í einum þætti. __________________________-.......................> Persónur: Gamall, heyrnarsljór maður (M) Kona hans (K) Stöðvarstjórinn (S) Leikþátturinn gerist á járnbrautarstöð. Þar er stöðvarhús, en járn- brautarteinarnir liggja framan við það. Stöðvarstjórinn er að spóka sig í góða vegrinu. Þá koma þar gömlu hjónin. M: Góðan daginn. S: Góðan daginn. M: Ha! S: Góðan daginn (hærra). M: Já, góðan daginn. Getið þér sagt mér hvenær næsta lest fer til Akureyrar? S: Hún fer ekki fyrr en kl. 1. M: Ha! S: Klukkan eitt. M: Nú, klukkan eitt. Og hvað er klukkan núna? S: Hún er tólf. M: Er hún hvað? S: Hún er tólf. M: Já, einmitt. Hún er tólf. S: Já. M: En lestin til ísafjarðar? S: (Hátt). Ekki fyrr en fjögur. M: Nú, klukkan fjögur. En til Borgarness? S: (Óþolinmóður). Klukkan fimm. M: Er þá næsta lest, sem fer hér framhjá lestin til Akureyrar kl. 1? S: Já. (Skilur ekkert í þessu). M: Og nú er klukkan 12. S: Já. M: Ha! S: Já. M: (Snýr sér að konu sinni). Þá held ég að okkur sé alveg óhætt að ganga yfir brautarteinana, Marta mín. (Hún jánkar, og síðan ganga þau ósköp varlega yfir teinana, um leið og tjaldið fellur). VORl P j

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.