Vorið - 01.06.1973, Blaðsíða 26

Vorið - 01.06.1973, Blaðsíða 26
JULES VERNE Grant skipstjóri og börn hans TUTTU'GASTI OG NÍUNDI KAPlTULI Meðál mannæta. Karlmennirnir voru allir orönir svo uppgefnir af undanfarandi erfiði, að þeir þörfnuðust hvíld- ar sem fyrst. 3>eir fundu hellisskúta skammt fríi ströndinni, og þar ákváöu þeir að láta fvrir ber- ast um nóttina. Á meðan Paganel athugaði landa. bréfið og gerði á því ýmsar mælingar, var fram- reiddur fátæklegpir kvöldverður, og neyttu allir hans með góðri lyst. Paganel lagði til, að farið yrði oftir ströndinni, en forðazt að loggja loið sína lengra inn í landið. Næsta morgun var svo lagt af stað, og þegar komið var fram lijá klettunum við landgöngu- svæðið, varð vegurinn greiðfærari. Þarna bar margt nýstárlegt fyrir auga, meðal annars alls konar fáséð dýr, svo sem strútstegund eina, er nefnist „Kivi“ og mjög torvelt er að fá flutta lifandi til Evrópu. Þotta er afar skringilegur fugl, bæði vængjalaus og stélaus. Paganel lang- aði mjög til að geta tekið þá með sér, og náði hann loks tveimur fuglum, batt þá samau og kvaðst ætla að gefa þá dýragarðinum í París. „Gjöf frá prófessor Paganel." Ilann sá þegar í anda þessa áletrun yfir búrum þeirra í dýra- garðinum. Um kvöldið var numið staðar hjá runnum nokkrum, en af ótta við mannætur þorðu ferða- mennirnir ekki að kveikja eld. Nóttin var niðdimm. Svartaþoka lá yfir land- inu, og’nú voru allir í fastasvefni, nema Wilson og majórinn, sem voru á verði. Það kom í þeirra hlut að vaka fyrstu varðtíðina. Þeir lágu hvor sínum megin við runnann og urðu lengi vel ekki neins varir. En skyndilega heyrði Lindsay óljóst HANNES J. MAGNÚSSON þýddi þrusk á bak við sig, eins og eitthvað dýr væri að nálgast þá í hægðum sínum. „Gætið yðar, Wilson. Það er eitthvað á ferii þarna,‘ ‘ hvíslaði hann. Ilann var varla búinn að sleppa orðinu, þegar skerandi blístur barst að eyrum þeirra. Á svip- stundu hafði þeim félögum verið komið í bönd og kefli stungið í munn þeirra. Áður en hinir höfðu liaft tækifæri til að skjóta úr byssum síu- um, höfðu þeir hlotið sömu meðferðina. Svo óheppilega liafði viljað til, að ferðafólkið liafði tekið sér náttstað fast við bækistöð villi- mannanna, en vegna myrkursins höfðu Jieir ekki orðið jieirra varir. Koma ferðafólksins Iiafði þó ekki farið framhjá mannætunum, en þcir voru svo forsjálir að bæra elcki á sér fyrr en hinir voru sofnaðir. Þessi árás átti sér stað nálægt lítilli á, og þeg- ar dagur rann næsta morgun, lögðu Maoríarnir báti sínum að árbakkanum og sigldu með lierfang sitt lengra inn til landsins. Bátnum var róið með átta árum, en einn maður stóð í afturstafni og stýrði. Pöngunum var komið fyrir í miðjum bátnum, og voru þeir bundnir á fótum, en fengu að hafa lausar hendurnar. Kon- urnar voru þó látnar ganga alveg lausar. Maður sá, sem virtist liafa þarna forystuna, var þreklegur Maoríi með dýrslegt augnaráð. Hann bar það með sér, að liann var* vanur að liafn mannaforráð, einnig bar líkamsskreyting lians vott um, að liann væri meira on óbroyttur Maoríi- Eigi alllangt frá honum sat liópur hermanna af lægri stigum, allir með alvæpni, og sumir báru ógróin sár. Ilöfðinginn liét Kai.Kumu, sem á nýsjálenzku þýðir „sá, sem etur óvini sína.“ Hann var kempu- legur, en með grimmdarlegt yfirbragð, enda liafði hann aflað sér mikillar frægðar sem hermaður. Úrslitabaráttan tim yfirráð landsins milli Eng- 26 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.