Vorið - 01.06.1973, Side 22

Vorið - 01.06.1973, Side 22
Á járnbraufarstöðinni Leikþáttur í einum þætti. __________________________-.......................> Persónur: Gamall, heyrnarsljór maður (M) Kona hans (K) Stöðvarstjórinn (S) Leikþátturinn gerist á járnbrautarstöð. Þar er stöðvarhús, en járn- brautarteinarnir liggja framan við það. Stöðvarstjórinn er að spóka sig í góða vegrinu. Þá koma þar gömlu hjónin. M: Góðan daginn. S: Góðan daginn. M: Ha! S: Góðan daginn (hærra). M: Já, góðan daginn. Getið þér sagt mér hvenær næsta lest fer til Akureyrar? S: Hún fer ekki fyrr en kl. 1. M: Ha! S: Klukkan eitt. M: Nú, klukkan eitt. Og hvað er klukkan núna? S: Hún er tólf. M: Er hún hvað? S: Hún er tólf. M: Já, einmitt. Hún er tólf. S: Já. M: En lestin til ísafjarðar? S: (Hátt). Ekki fyrr en fjögur. M: Nú, klukkan fjögur. En til Borgarness? S: (Óþolinmóður). Klukkan fimm. M: Er þá næsta lest, sem fer hér framhjá lestin til Akureyrar kl. 1? S: Já. (Skilur ekkert í þessu). M: Og nú er klukkan 12. S: Já. M: Ha! S: Já. M: (Snýr sér að konu sinni). Þá held ég að okkur sé alveg óhætt að ganga yfir brautarteinana, Marta mín. (Hún jánkar, og síðan ganga þau ósköp varlega yfir teinana, um leið og tjaldið fellur). VORl P j

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.