Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1919, Page 2

Bjarmi - 01.12.1919, Page 2
BJARMI 1?8 gleöi en dægradvöl misjafnra skemt- ana. Konungur jólanna ann þjer gleði- stunda, á því er enginn efi, en sum- ar skemtanir, sem tíðkaðar eru um jólin, eru svo nátengdar ljettúð og synd, að hygginn æskumaður gætir að sjer, og kristinn æskumaður spyr sjálfan sig: »Get jeg lekið þátt í þessu í Jesú nafni?« Margur æskumaður gætir þess o/ seint, vertu ekki líkur þeim. Láttu vinahópinn minna þig á að þú átt ósýnilegan vin, og þó nær- staddan, trúfastan, hollari og kær- leiksrikari en allra besti vinurinn þinn, sem þú sjerð. Taktu þjer tómstundir til að vera með honum einum við og við og rifjaðu þá upp fyrir þjer jólaversin þín, hálfgleymdu, og ann- að það sem þú hefir best lieyrt um hann. Konungurinn Kristur kallar á þig þegar jólaklukkurnar hljóma. Sanna framtíðargæfu finnurðu hvergi nema undir merkjum hans. Hlustaðu því með Samúel, syng lofsöngva með hjarðmönnunum, gakk af stað með Mattheusi, og starfaðu siðan með Páli, og þá verðurðu gæfu- maður, hvort sem leið þín kann að liggja um fjöll eða dali þessa jarð- lífs. III. í dag er þjer frelsari fæddur, þjer sem berð hita og þunga dagsins, og átt erfitt með að gleyma önnum og áhyggjum, þótt börnin leiki sjer og æskan skemti sjer. Jeg býst við að þjer muni ljúft að stuðla að gleði barnanna, sem þjer kann að vera trúað fyrir, en vertu þess fullviss að föður þínum á himn- um er enn annara um að veita þjer sjálfum helgan fögnuð nú um jólin. Endurminningarnar um löngu Iiðin jól í foreldrahúsum, um horfna ást- vini, sem voru yndi þitt um jólin, um vonir, sem dóu, og vonir, sem rættust, allar þær endurminningar erú nokkurs konar klukknaómar, sem kalla þig »til kirkju«, lcalla þig »í guðs hús«, kalla þig í einrúmi með Guði. Par getur þú heyrt englaboðskap um komu frelsarans, staðfestan af öllum vinum hans fyr og síðar. Marg- ur hefir koinið til frelsarans með sár- ari sorgir en þú hefir reynt, og hlot- ið huggun, margur komið með þyngri áhyggjur og losnað við þær, margur komið með svartari syndir og fengið fyrirgefningu, margur komið með erf- iðari efasemdir og fengið örugga trú. Flcstöllum er oss aldrei jafn auð- velt að koma til frelsarans eins og einmitt um jólin. Barnslundin er rík- ari þá en endranær og því auðveld- ara að lúta Drottni i fullri auðsveipni og trausti. Láttu þá ekki slíka blessunarstund líða ónotaða. »Beygið linje og fallið friðum foringja lífsins náðarblíðum«. IV. Ellin og jólin hvað eiga þau sain- an að sælda? Hvað finst þjer, sem sestur ert hjá ellinni? Koma ekki óvenjulega marg- ar endurminningar að heimsækja þig um jólin, og eru ekki jólaenglar i för með þeim, sem benda til hæða á Betlehemsstjörnuna? Flestir vinir æskuáranna eru löngu horfnir. Hann, sem »tók þig í faðm í fyrstu æsku«, hefir þó ekki farið frá þjer. Vonirn- ar þínar jarðnesku fórust og hurfu æðimargar; samt þarftu ekki að vera vonarsnauður, því að jólaljós tendrar frelsarinn enn í hverju biðjandi manns- hjarta, og þau tendra himneskar von- ir. Biðjandi hjarta, sagði jeg, því það

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.