Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1919, Page 6

Bjarmi - 01.12.1919, Page 6
182 BJ ARMl mest í næði, á meðan heilsa hennar kæmist í samt lag aftur«. »Ekki veitti svo sem af því að fá læknisfróðann mann hjerna í nágrenn- ið«, sagði Þórunn. »Sá spölur er nú til læknis hjer vfða, og ekki skil jeg að þeir yrðu mjög margir sem legðu á Kúlufjall eftir lækni, ef annars væri úrkosta. Guðríður hlýddi þegjandi á tal þeirra hjónanna. Um kveldið þegar Guðríður hjelt að Ella væri sofnuð, tók hún mynd- ina upp úr vasa sinum og, fór að skoða hana. Hún veitti því eigi eftir- tekt að Ella lá með opin augun og starði á hana, og hún hrökk saman þegar barnið reis upp í rúminu og sagði: »Má jeg ekki hafa myndina hjá mjer. Þú ert búin að skoða hana svo Iengi«. Guðríður rjelli henni myndina slein- þegjandi. Barnið lagðist útaf með myndina í hendinni. Gnðríður fór að hálta. »Mamma, hvað á jeg að segja næst, þegar jeg verð spurð hvað hann pabbi minn heiti?« spurði hún alt í einu. »Því spyrðu að því núna?« »Af því — af þvf, öll hörn eiga pabba nema jeg — því á jeg engan pabba?« »Jeg skal segja þjer það þegar þú ert orðin stór« svaraði móðir hennar. »En ef jeg verð nú aldrei stór, mamma, ef ieg dey eins og hún Stella, þá fæ jeg aldrei að vita neilt um pabba minn. Á jeg engan pabba, mamma?« Hún var risin upp við olnboga og horfði með angistarfullu augnaráði á mömmu sína. »Jú, þú ált pabba, barn«, svaraði Guðríður hægt og með áherslu. »En pabbi þinn hefir aldrei liirt neitt um þig, veit varla að þú ert til, og þess- vegna nefni jeg hann aldrei, hvorki við þig nje aðra. En þegar þú stækk- ar, þá skal jeg segja þjer þetta allt, þá skilurðu það líka betur. Nú ertu barn, sem átt að leika þjer og hugsa sem minst um andstreymi lífsins«. »Andstreymi! Hvað er það?« spurði Ella og hallaði sjer aftur útaf. (Frh.) Nokkur orð um gleði og skemtanir. Einu sinni las jeg æfintýri eitt. (Mig minnir að það væri í Bjarma). Er- indi gleðinnar hjet það. Aðaldrættirn- ir í æfinlýri þessu, voru eitthvað á þá leið, að gleði Drottins, syslir elsk- unnar og friðarins, fór til mannlieima í þeim erindagjörðum að leita þar uppi mynd sína. Og þegar för þeirri var lokið, sveif hún til áttliaga sinna, himinsins, og tjáði erindislok sín er voru þau, að liún hafði fundið mjög lílið á jörðu niðri er sjer væri sam- kynja. Aftur var hin himneska vera send á stað og nú átti hún að auka og efla hina guðdómlegu gleði. Og um liinar grýttu götur jarðarinnar reikaði hún, og hvar sem hún kom, urðu allir svo innilega glaðir; hvergi var sú hrygð, að ekki skyldi hún þar eftir bros og birtu. Þetla er nú bara æfiulýri, en þau hafa oft inni að halda hin dýpstu og fegurstu lífssannindi. Og oft dettur mjer æfinlýri þetta i hug, þegar jeg meðal annars les skemti-auglýsingar þær, er nú tíðkast svo mjög. Og oft flýgur sú spurning mjer í hug: Skyldi nú gleðin finna mynd sína í hinum margháltuðu skemtanalækjuin, er höfð eru á boðstólum til að svala skemt- analöngun manna?' Mig uggir að hún yrði að játa, að hún fyndi þar oft

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.