Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1919, Qupperneq 11

Bjarmi - 01.12.1919, Qupperneq 11
BJARMI 187 Nýjar bœkur. Úr öllum áttum. Átta sögur eftir Guðmund Friðjónsson Iíostnaðar- maður Sigurður Krisljánsson. 1919. Sögur Guðmuudar Friðjónssonar eru orðnar margar, og flestar góðar, svo eigi þarf nú orðið að hvetja fólk til að lesa þær, nafn höfundaiins er orðið svo vel þekt vor á meðal. Það yrði oflangt mál að dvelja lengi við hverja sögu af þessum álta, sem nú birtast eftir þennan höfund. Skal þvi aðeins bent á silt af hverju í þeim af handahófi. Fyrsta sagan, Sigurveig í Hlíð, er saga af sjúkling, berldaveikri stúlku, sem liggur i rúminu árum saman og biður dauðans. Foreldrarnir, fremur fátæk hóndahjón í sveit, hlúa að þessu veika blómi sínu með vinnu- lúnum höndum, en ylur hjarlna þeirra vermir síðustu stundirnar hennar. Föð- urhöndin er nálega gróin við reku og orf og heykrók. En hann breslur ekki þolinmæði til að silja bjá Sig- urveigu, henni til dægradvalar. Sigurveig rifjar upp fyi ir sjer horfna viðburði, og er náttúrulýsingum hag- anlega ofið saman við hugsanir lienn- ar. Hún minnist námsáranna, þegar hún, eins og svo margir aðrir, fór til Reykjavíkur til þess að mentast. Á blaðsiðu 12—13 lý sir höfundur skóla- vist hennar. Saga þessi er að mörgu leyti holl bugvekja; hún sýnir það meðal ann- ars, að »smámunirnir« fara ekki fram bjá höfundinum, »og blessuð rjúpan hvíla« finnur náð fyrir augum hans, er>gu síður en þær verur jarðarinnar, sem meira lála yfir sjer. »Kveldroöinn verpur endurskini á Austurhlíð, þegar kvelda tekur og á daginn líður, Sigurlaug liggur inni í Þeim roða og brosir, — liggur fyrir dauðanum og brosir«. I>að er i sjálfu sjer fágætt. Dauð- inn er liið mikla lirygðarefni lífsins, og hvort sem bros býr á vörum mannanna eða ekki, mun það þó öllu helst vera hrygðin, sem í hjarta þeirra býr, andspænis hinum volduga óvini lífsins. Sá einn, sem að fullu og öllu hefir falið sjálfan sig eilífri gæsku og geymslu Drottins, og hefir með auðmjúkri barnshind leit- að sjer skjóls hjá bjargi aldanna, hann segir við dauðann í Krisls krafti: »Kom þú sæll, þegar þú vilt«. Hann hefir tileinkað sjer sigurafl Krists og getur því sagt með bros á brá: »Dauði, hvar er broddur þinn? Hel, hvar er sigur þinn?« Þelta er gleðiefnið, sem gefið fær þrótt til þess að mæta dauðanum sjálfum með bros á vörum, en þelta gleðiefni kemur því miður alls ekki fram í sögu Sig- urveigar í Hlíð og þess gætir yfirhöf- uð altof lítið í ritsmiðum nútíðar- innar hjá þeim, er rita islenskt mál. í fjórðu sögunni, Bóndadagskvöld, kennir margra grasa; er þar vikið að stjórnmálum, trúmálum, kirkju- málum o. fl., og margt vel athugað, þótt Þrándur bóndi fái eigi sjeð mik- inn árangur af 1800 ára starfi, klerka og kennimanna hjer á landi, og sjái þessvegna enga áslæðu til að reyna að halda lííinu í þjóðkirkjunni, sem að hans áliti er einskonar ruslakista, þar sem öllu er gjört jafn hált und- ir liöfði. Meðal annars kemst hann þannig að orði (bls. 88): »Kenning- arnar eru úr öllum áltum, eða orðnar úr öllurn áttum í sjálfri þjóðkirkjunni. Við höfum gamla guðfræði og nýja. Og þær hafa í faðmi sínum stjöruu- speki og guðspeki. Svo eru menn, sem kalla sig endurfædda*, laugar- * Hvort bóndi á hjer við sendurfæðing- ar« guðspekinga, sem rnargir hafa heyrt talað um, eða pá endurfæðingu, sem Krist- ur kennir sjálfur, sbr. samtal hans við

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.