Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1919, Page 14

Bjarmi - 01.12.1919, Page 14
190 6 J A R M i Og eftir fóstra sinn kveður hann: Meðan mjer Guðs orðið góða um götur heims dimmar lýsir, sem leiðarsól fögur, til ljóssala hinnig: þess mun jeg þakklátur minnast í þreyjandi brjósti, fóstri, þú fýstir mig ætíð að fylgja þess birtu. Frágangur á bókinni er hinn vand- aðasti. Ný kynslöð, sveitasaga frá Jót- iandi eftir Joh. Skjoldborg. Þýlt hefir Björg Þ. Blöndal. Kostnaðarmaður Sigurður Kristjánsson. Sagan er vel skrifuð og vel þýdd, þótt orðin kames og kjaftfor sjeu óviðkunnanleg i vönduðu máli. En tvent teljum vjer galla á sög- unni. Höf. gerir enga verulega til- raun til að skýra hvernig söguhetjan Metta, sem mikið er í spunnið, fer að lúta svo lágt að eiga barn í lausa- leik með öðrum eins ræfli og barns- faðir hennar er látinn vera. Hitt er það, að hókin gefur ókunnugum al- yeg skakka liugmynd um trúarlíf meðal heimatrúboðsmanna í dönsk- um sveitum. Höfundurinn er auðsjá- anlega hlutdrægur í þeim efnum. Þokukend Guðs trú er látin vera áhrifabetri en ákveðinn kristindóm- ur, og vita allir, sem nokkurn skiln- ing hafa á kristindómi, hvað það er sanngjarnt — og hvort nokkuð ber á því annarsstaðar en í skáldsögum. En trúmálin eru svo samtvinnuð aðalefni sögunnar, að þessi hlutdrægni ririr gildi bókarinnar stórum í aug- um allra þeirra, sem vita hvað hugs- analitlu fólki hættir til að gleypa við slíku og þykjast svo »vaxið upp úr« kristinni trú. rr -------- -------------------^ Hvaðanæfa. Jólakveöjan frá dönskum sunnudaga- skólum 1919 er komin og farin út um land til barnanna. Verður hún börnum vafalaust kærkomin eins og fyrri. — En beðnir eru hlutaðeigendur að minnast þess að ckkert beíir verið sent hjeðan til danskra barna i 3 ár og þó ekki í Jólakveðjusjóði nema 171 kr. Myndarlcga af sjer vikið. í nafn- iausu brjefi — skrifuðu síðasta sumardag, undirskrifuðu G. I. — með Svaninum fengum vjer um daginn 200 kr. sem brjef- ritarinn bað að skifta svo: 100 kr. í kristniboðssjóð, 50 kr. til Hallgrímskirkju og 50 kr. til Bjarma. Vjer færum gefand- anura bestu þakkir allra hlutaðeigenda, og óskum honum gleðilegra jóla. Til Hallgrímskirkju er ennfr. komið 10 kr. frá Sveinbirni á Efstabæ í Skorradal og 5 kr. frá Margrjetu Sighvatsdótiur á Höfða í Dýrafirði. Titilblað þessa árgangs og efnisyfir- iit verður sent með janúarbl. n. á. Næsti árg. Bjarma veröur 3 kr. 50 a. bjer á landi og 4 kr. 50 a. erlendis, alveg óhjákvæmilegt að hækka það svo.mikið vegna sívaxandi hækkunar á pappír og prcntun. Pó geta fátæklingar sem óska þess, fengið blaðið fyrir 2 kr. eins og áður. Bjarmi kostaði 1. kr. 50 aura fyrir ófriðinn, siðan hefir pappírsverð hjer á landi íimmfaldast og prenlunarkostnað- ur ferfaldast, og eftir því þyrfti blaðið að kosta 5—6 kr., svo enginn kunnugur þarf að furða sig á þessari hækkun. Enn er ekki fullráðið hvort Bjarmi verður eftir i Reykjavík eða jeg fari með hann vestur um haf á komandi vori, svo að ritstjórn hans verður óbreytt í vetur, en óhætt er vinum hans að treysta því, að jeg skil hann ekki eftir nema í góð- um höndum. S. Á. Gíslason. SA.MEIIVIIN'GS-IIV, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. i Vesturheimi. Rit- stjóri: Björn B. Jónsson í Winnipcg. 24 arkir árg. Verð hér á landi 3 kr. Um- bóðsm. á íslandi S. Á. Gíslason, kand. theol. Box 62 Rvík. Simi 236. Frentamiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.