Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1924, Síða 5

Bjarmi - 01.10.1924, Síða 5
B JARM I 161 að gera það besta sem maður getur, hvert sem viðfangsefnið er, er það eina sem rjett er, og með minna get- ur maður aldrei verið ánægður. Æf sjál/an þig til guðhrœðslu, skrif- ar Páll postuli vini sfnum og sam- verkamanni, Tímóteusi (I. tím. 4, 7). Á hann þar sjálfsagt við, að nota rækilega Guðs orð, bænina og hina heilögu kvöldmáltíð Drotlins, eða þau náðarmeðul er heilagur andi vinnur með verk sitt í sálum vorum. Sú á- minning þarf að koma til allra og á öllum tímum og þá einnig til vor. Góðir söfnuðir, trúir kennimenn, góð heimili, kristileg umhverfi eða bygð- arlög, sem maður býr í, alt þetta getur verið mikil hjálp fyrir mann að ná sannri þroskun í sannri guð- rækni, en það verður þó langmest komið undir vilja vor sjálfra, hversu heill hann er, og áhuga vorum, hin- um persónulega, hversu heitur hann er, ef þessu á verulega að verða framgengt. Siður var það úti á íslandi í fyrri daga, og er ef til vill sumstaðar þar enn, að sjómenn höfðu bæn, hver persónulega út af fyrir sig, um leið og ýtt var úr vör. í*á er skipinu hafði verið snúið við til hafs og var vel komið til gangs, undir árum eða segl- um, tók formaðurinn ofan hattinn og sagði: »Drengir, við skulum lesa!« Tóku þá allir ofan hattana og var haldið áfram góða stund i þögulli bæn, eða þar til að formaðurinn sagði: »Guð gefi oss öllum góðar stundir!« Setti hann þá um leið upp hattinn og svo gerðu allir skipverjar um leið og þeir höfðu tekið undir, eða svar- að með venjulegum orðum, kveðju formannsins. Ekki var þetta formið eitt, um það þykist jeg viss vera. Sjómennirnir höfðu þarna guðræknis- stund um leið og lagt var út á djúp- ið. Svipaður siður var upp til sveita, að bæn var höfð, er lagt var af stað í ferð, eða að farið væri til kirkju. Bænaraðferðin var hin sama og hjá sjómönnunum, að hver og einn hafði sína persónulegu bæn út af fyrir sig. Þetta var heldur ekki formið eitt. Fólkið var í guðrækilegum hugleið- ingum og bað. Og bænarefnið, sem jeg þó aldrei forvitnaðist um hjá öör- um, tel jeg víst að verið hafi í alla staði kristilegt og rjettmætt. í bæninni sem öðru er frelsarinn sjálfur hin stærsta fyrirmynd og feg- ursta. Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera. Svo hafði eng- inn áður beðið. Drottinn lát þá ekki gjalda þessarar syndar. (Post. 7, 60). Þannig bað píslarvotturinn fyrsti um leið og hann var grýttur til bana. Bæn hans hin fagra er endurhljómur eða bergmál af óviðjafnanlegu bæn- inni meistarans sjálfs. Einhver hefir sagt að bæn Stefáns hafi gefið kristn- inni Pál postula. Páll, er þá var ung- ur rnaður og nefndist Sál, var sem sje viðstaddur og geymdi yfirhafnir þeirra er ódáðaverkið frömdu (Post. 7, 58). Hann var því heyrnarvottur að bæn Stefáns. Er það fyllilega senni- legt, að postulanum er síðar varð, hafi þótt bænin stórkostlega merkileg og að frá því augnabliki hafi hann ekki verið samur maður og hann áð- ur var. Og vitanlega er leyndardómur guð- hrœðslunnar mikill: Hann sem opin- beraðist i holdi, var rjetllátur i anda, birtist englum, boðaðar með þjóðum-, var trúað á i heimi, var hafinn upp i dýrð. (I Tím. 3, 16). Parna er post- ulinn, kristilega þroskaður og mitt í starfinu og stríðinu fyrir Guðsríki í guðrækilegum hugleiðingum. Bæði hann og aðrir minna oss á, að Krist- ur, í dýrðinni og við hásæti föðurs- ins, biður fyrir oss. Bænin sú er ekki til þess, ef maður má svo segja, að

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.