Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1924, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.10.1924, Blaðsíða 13
B J ARMI 169 sem varð fyrstur til að hvetja Dani í þeim efnum. Hann var formaður »bókmentulegu Grænlandsfararinnar« 1902 — ’04, og dvaldi þá hjá þeim heilan vetur. Hann var talinn heima fyrir lítill vinur kristindóms, eins og sögur hans sýna, og var í fararbyrj- un sannfærður um, að kristniboðið ætti ekkert erindi til wnáttúrubarn- anna« í ókristnum löndum, en við- kynningin við heiðna Eskimóa breytti þeirri skoðun. Urðu danskir vantrú- armenn forviða, er Mylíus Erichsen skömmu eftir heimkomu sína flutti erindi í aðal heimatrúboðshúsi Kaup- mannaliafnar og skoraði á trúboðs- vini að boða þessum skrælingjum kristna trú. Danir söfnuðu þegar í stað þó nokkru fje í þessu augnamiði, en menn vantaði til starfsins uns trúar- vakningin kom í Grænlandi 1907. Þá komu sjálfboðaliðar úr syðri bygðum á Vesturströndinni. Hófst kristniboð- ið 1909 og er styrkt bæði frá Dan- mörku og Grænlandi. Miðar því vel áfram, þótt ýmsir örðugleikar hafi auðvitað orðið á leiðinni. Bjarmi hefir áður getið um trúar- vakninguna á Grænlandi, en vegna nýrra lesenda blaðsins síðan skal farið nokkrum orðum um hana að nýu. Árið 1907 settist grænlenskur list- málari að f Góðvon, Slephen Möller að nafni. Hann hafði verið áður um hríð í Danmörku og var endurfædd- ur maður. Fór hann að halda vakn- ingasamkomur, sem urðu mjög áhrifa- rikar, einkum tóku margir kennara- skólapiltar sinnaskifti. Forstöðumaður skólans var sra Fr. Balle, sannkrist- inn maður, sem þegar í stað studdi trúarvakninguna. St. Möller dó tveim síðar 27 ára gamall, en trúarvakn- ingin barst um flestar bygðir, aðal- lega með kennaraskólapiltunum. Prest- arnir voru flestallir svo kunnugir trúarvakningum i Danmörku að þeir samglöddust vaknaða fólkinu, enda þótt hún væri leikmannaverk mann- lega talað. — Vitaskuid snerust ekki allir Grænlendingar tii Drottins, þótt vakning kæmi. Sögðu sumir að kenn- araefnin væru nú orðnir »Habakuks- menn«, og kom unnusta eins þeirra grátandi til prestsins síns út af því, og bjóst við að verða að segja upp unnusla sínum af þeim sökum. Alt það sem Grænlendingar halda að sje trúarvingl eða oftrú, kenna þeir við »Habakuk!« — Það er samt ekki spámaðurinn, sem þeir hafa þá í huga, heldur Grænlendingur, Habakuk að nafni, er uppi var seint á 18. öld og vakti töluverða vingltrúarhreyfingu. Kona hans, Maria Magdalena, var engu betri i þessu efni, en ekki kenna þeir samt vingltrú við hana. Vakningin kom af stað safnaðar- lífi, sem áður var alveg ókunnugt í Grænlandi. »Áður sáurn við engan mun á vanakristindómi og lifandi trú«, segja Grænlendingar nú, og vana- kristindómur kemur ekki neinu safn- aðarlífi af stað hvorki þar nje ann- arstaðar. Bibliusamlestur og bæna- samkomur, barnaguðsþjónustur og sjúkravitjun sjálf boðaliða hófust í fiestum bygðum. Á sumrin halda trú- aðir menn fjölmenna ársfundi og koma í bátum sínum 10 til 20 danskar mílur til að sækja þá. Kirkjuræknin óx stórum. Komu víða 80—90 af hverjum 100 fullorðnum til kirkju. Kvöldmáltíðargestum fjölg- aði svo að t. d. i Jakobsbafnarpresta- kalli, sem þá taldi 1700 rnanns, voru altarisgestirnir 2917 árið 1913. Áður var fólk ekki til altaris nema haust og vor, nú eru altarisgestir við nær- felt hverja guðsþjónustu. — Þrátt fyr- ir peningaleysið sem þar er almennt enn, kom vaknaða fólkið upp sam- komuhúsum, gaf fje til kristniboðs

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.