Bjarmi - 01.04.1930, Síða 6
54
B J1 ARM I
ung, er voru þar með honum, en
annars var lítill tími til að tefja,
margt ógert hjá okkur öllum þann
daginn. Jeg hafði ekki skap til að
sýna langferðakonu Víðimýrar-
kirkju; finst sú kirkja lítið prýða
Skagafjörð, þótt í þjóðbraut sje, því
miður.
Var því haldið viðstöðulaust úr
Skagafirði vestur áð Bólstaðarhlíð
í Svartárdal í' Húnavatnssýslu. Var
veður ágætt og vegir þurrir og sæmi-
legur akvegur yfir Vatnsskarð.
Þröngur er Svartárdalur, en þó
býst jeg við, að flestum þyki ein-
staklega viðkunnanlegt í Bólstaðar-
hlíð. Þar er prýðilega hýst, sljett
tún og stórt, og grösugt á allar hlið-
ar hátt í fjall upp, og djúpt árgil
með hvömmum og klettum og
brekkum fyrir ofan túnið. Væri
ekki fjölfarin akbraut um hlaðið,
væri þar alveg ákjósanlegur hvíld-
arstáður fyrir þá, er þreyttir leita
dalafriðar úr borgarhávaðanum.
Klemens Guðmundsson býr þar
myndarbúi. Hafði jeg símað honum
um morguninn, svo að hann yrði
heima við, og tók hann okkur opn-
um örmum. Hafði hann, dregið fána
að húni á húsi sínu, en mjer gleymd-
ist að spyrja um, hvort það væri
okkar vegna; við höfðum nóg ann-
áö um að tala.
Fyrir allmörgum árum frjetti jeg
á norðurleið, að bóndinn í Bólstað-
arhlíð væri óvenjulega trúrækinn
maður. Mjer var hann alveg ókunn-
ugur, en á leiðinni suður fór jeg
Vatnsskarð, og kom síðari hluta
laugardags í brakandi þerri að Ból-
staðarhlíð. Heimilisfólkið var við
heyþurk neðan til á túninu. Gjörði
jeg boð fyrir húsbóndann, og þegar
hann kom heim á hlaðið til mín,
sagði jeg nafn mitt, og bætti svo við
alveg formálalaust: „Jeg frjetti á
leiðinni norður, að þjer væruð trú-
aður maður, og jeg á eiginlega ekk-
ert annað erindi hingað en að sam-
gleðjast ýður, ef það er satt“. —
Honum þótti erindið óvenjulegt, en
tók því vel, og )kkur varð svo skraf-
drjúgt, að mjer gleymdist í 2 stund-
ir, að jeg ætlaði að ná háttum að
Auðkúlu, og honum heyþurkunin.
Hann hafði dvalið við nám bæði í
Askov í Danmörku og Voss í Nor-
egi, og átti fleiri góðar kristindóms-
bækur erlendar, en títt er um bænd-
ur vora.
Síðan hafði ekki fundum okkar
borið saman nema einu sinni, fyr en
í þetta sinn, þótt brjef hafi farið á
milli okkar við og við.
Fyrir eitthvað 3 árum íor Klem-
ens til Englands til að kynnast trú-
mönnum, og naut til þess leiðbein-
ingar Gooks trúboða á Akureyri.
Var hann 8 mánuði í förinni og
lengst af í skóla hjá kvekurum. —
Gekk hann í flokk þeirra áður en
hann fór heimleiðis, og hefir, sjer-
staklega í vetur, gjört sjer far um
að kynna fólki þá trúarstefnu,
enda mun hann vera eini kvekarinn
á íslandi.
Stofnandi Kvekaraí'lokksins var enskur
maðui', George Fox að iiái'ni (d. 1091),
merkur trúmaður iá ýmsa lund, en varð
fyrir ófsóknum, af því að hann reis svo
einarðlega gegn dauðuin vanasiðum ensku
kirkjunnar á þeirri tíð. Lærisveinar hans
kölluðu sig „Vinafjetagið' ‘ eða „Ljóssins
börn“, en „Quakers“ eða kvekarar var
upþnefni, J'rá því sprottið, segja sumir, að
G-. Fox hafði ráðlagt einum dómaranum,
sem dæmdi hann í fangelsi árlangt, að
skjálfa (á ensku ,,to quake“) gagnvart
Guði; en aðrir segja, að „vinirnir“ hafi
skolfið eða titrað svo á samkomum sínum,
að þaðan sje nafnið komið.
Kvekarar höfnuðu skírn og kvöldmáltíð
og flestum helgisiðum og töldu hljóða liæn
og langa þögn áhrifameiri á samkonmm