Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1930, Síða 9

Bjarmi - 01.04.1930, Síða 9
B J A R M I 57 Á pálmasunnudag\ Erindi eftir STEINGRÍM BENEDIKTSSON. í Vestmannaeyjum. Jefí tiilii til yðar sem skynsamra manna. Dœmið þjer um það, sem jeg' segi. Sá bikar blessunarinnar, sem við blessum, er hann ekki samfjelag *um blóð Krists? Og brauðið, sém við brjótum, er það ekki samfjelag am blóð Krists? I. Kor. 10., 15. 10. Þessi orð, sem fyrir mörgum öld- um voru skrifuð til safnaðarins í Korintuborg, hafa ekki og munu aldrei úr gildi ganga.. Þess vegna hljóma ]>au í dag með eins mikilli alvöru og mætti og þau höfðu í huga Postulans, sem bar ]>au fram. En til ]>ess að við verðum ]>ess máttar vör, ]>urfum við fyrst og fremst að gera oss ]>að ljóst, að ]>au eiga persónulegt erindi til okkar allra. — Þau minna okkur á þýðingu hinnar heilögu kvöldmáltíðar. Páll segir: „Jeg tala til yðar sem skyn- samra manna!“ Hann talar þannig beint til skynsemi ]>innar, og býður þjer að dæma um það sem hann seg- ir um bikar blessunarinnar. Vera má að einhverjum kunni að virðast ]>au orð harla óviðeigandi í |>essu sambandi, því að af mörgum er því haldið fram, að fátt geti verið í meiri andstöðu við mannlega skynsemi en það að ímynda sjer að nokkur andleg blessun geti verið ]>ví samfara, að neyta örlítils af brauði og víni með- an nokkur gömul orð eru endurtekin. En einmitt slík skoðun hlýtur að vera trúuðum mönnum heimskuleg ímyndun, bæði vegna |>ess, að þeir finna ]>að eðlilegt að taka fult til- ht til postula Krists og annara mikil- roenna kristninnar, sem á liðnum öldum hafa borið vitni um þá bless- un, sem þeir mættu við náðarborð Drottins, og einnig vegna þess, að öll njótum við stöðugt blessunar Guðs á ótal vegu, sem við hvoi'ki get- um skilið eða skýrt, af þeirri ein- földu ástæðu, að Guðs ráð er öllum mannlegum skilningi æðra, og að okkur ber þess vegna sem sönnum börnum hans að „framganga í trú en ekki í skoðun“. En til þess að við getum það, ]>ui'fum við að viðui-kenna takmark- aða skynsemi okkar, en það getum við með því einu móti, að við í auð- mýkt leggjum hana undir vilja og stjórn Guðs. Það er að vísu erfitt, en því ei'fiðara sem það er, því nauð- synlegra er það, því Guð tekur aldrei frá okkur í'jettinn eða möguleikana til ]>ess að fullnota skynsemi okkar heldur veitir hann okkur hjálp til ]>ess að nota hana á rjettan hátt. — En gæturn þess umfram allt að vera sönn í viðleitni okkar, hversu ófull- komin sem hún annars kann að vera, ]>ví að: „sá sem iðkar sannleikann, kemur til ljóssins', segir Jesús, og' i ljósi hans sjáum við hvei'nig sam- bandi okkar við Guð er varið. — Vafalaust sjáum við ]>á ekkert fyr eða greinilegar en ]>að, hve ]>ví fer fjarri að líf okkar sje í samræmi við vilja Guðs, og hvað langt við erum fi'á því að við leggjum alt kapp á að breyta eftir boði hans og dæmi og kenningu Jesú Krists. Syndir okkar umkringja okkur á a)la vegu, ef við ekki lokum augun- um fyrir þeim, því synd er ekki það eitt að gjöi'a sjálfum sjer eða öðr- um rnein með hugsunum, orðum eða gjörðum, heldur engu síður hitt að vanrækja að gjöra það sem okkur ber að gjöra öðrum til blessunar og Guði til dýrðar. — Myi'kur synd- arinnar er alltof ægilegt til þess að við lokum augunum fyrir því, heldur

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.