Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 10
58
B J A R MI
þurfum við að vera okkur þess fylli-
lega meðvitandi, að syndabyrði okk-
ar er svo þung, að ekkert okkar get-
ur risið undir henni. Sú játning er
fyrsta skilyrðið til ]>ess að hjá okk-
ur vakni brennandi þrá eftir honum,
sem einn getur og er fús til að frelsa
okkur og gefa okkur nýtt líf, sem
varir að eilífu.
En jafnvel ]>ó við höfum stigið
hið stóra og þýðingarmikla spor að
koma til Krists eins og við erum og
fela honum líf okkar að fullu og öllu,
]>á fer því fjarri að við höfum náð
ákvörðunartakmarki okkar, því ait
líf }>arf að nærast til þess að það
geti borið ávöxt, og því æðra sem líf.
ið er, ]>ví lengri tíma ]>arf það til
þess að ná fullum þroska. Þess
vegna er ]>að, að hið nýja líf, sem
Jesús vekur í brjósti hvers þess
manns, sem í lifandi trú snýr sjer til
hans, reynir meira á ]>rek og stað-
festu mannanna en nokkuð annað,
því að engin getur lifað því og haldið
áfram að þroskast af eigin mætti.
En Jesús hefir opnað okkur fjór-
ar lindir, sem við eigum öll frjálsan
aðgang að, ef við höfum löngun til
að lifa í samfjelagi við hann. — Þær
lindir verða aldrei tæmdar, en veita
svölun og aukinn ]>roska hverjum,
sem af vakandi þörf og í sannri trú
leitar sál sinni næringar þar.
Við köllum ]>essar lindir einu
nafni náðarmeðul Guðs. — Hefir þú
teygað ]>á næringu og þann mátt,
sem þar er geymdur handa þjer? —
Hefir ]>ú af alúð og kappi lesið Guðs
orð til ]>ess að auka þekkingu þína á
Guði, og til þess að læra af því
hvernig líf ]>itt á að vera? Hefir
bænin verið hinn stöðugi, reglu-
bundni andardráttur sálar þinnar í
gleði og sorg, við þín daglegu störf
og í hvíldartímum þínum? — Er
skírnin þjer í raun og veru ,,laug
endurfæðingarinnar", sem daglega
minnir þig á, að þú hefir verið bor-
inn til frelsara þíns til þess að þú
fengir að vera lærisveinn hans alt
]>itt líf? Og hefir þú notið hinar
heilögu kvöldmáltíðar til þess að
styrkja samfjelag þitt við Jesúm
Krist og söfnuð hans?
Jeg þekki ]>ig ekki, bróðir minn
eða systir, og veit ekki hvernig þú
mundir svara þessum spurningum,
enda krefst jeg þess alls ekki að ]>ú
opnir hjarta þitt fyrir mjer. En jeg
bið þig: opnaðu það í fullri hrein-
skilni fyrir Guði þínum, og bið þú
hann að hjálpa þjer til að leggja
meiri alúð við að lauga sál þína við
náðaruppsprettur hans; því öll hljót-
um við að viðurkenna, að við höfum
vanrækt að færa okkur þessar bless-
unarlindir fyllilega í nyt.
Hugleiðum ]>ví nánar orð textans,
sem beina huga okkar sjerstaklega
að hinni heilögu kvöldmáltíð. Megum
við vera án þeirrar blessunar, sem
hún getur veitt okkur?
Vera má að einhver hugsi á þá
leið, að Guð geti veitt honum bless-
un, án þess að hann fari til altaris,
og því verður ekki mótmælt, að við
njótum stöðugt blessunar Guðs, þó
við látum ]>að ógjört, en gætum þess
}>ó að blessun Guðs veitist okkur á
marga og mjög ólíka vegu. Það get-
ur t. d. að þjer í dag eða einhvern
annan dag hafi fundist ])ú eiga sjer-
staklega mikið erindi í kirkjuna
]>annig að ]>jer finst eins og hvert orð
hafa verið talað sjerstaklega til þín
svo að ]>ú getir sagt: Þar rjetti Guð
mjer vissulega bikar blessunar sinn-
ar! — En það getur líka verið að
]>ú í annað skifti hafir gengið inn í
herbergi þitt með sorg þína eða á-
hyggjur til ]>ess í bæn að leita hugg-
unar og styrks hjá Guði, og að ]>ú
hafir þannig háð baráttu bænarinn-