Bjarmi - 01.04.1930, Síða 16
BJABMI
04
iseinkunnum mann og sömuleiðis af
atvikum og kringumstæðum. Vjer
víkjum að þessu seinna.
Dýrðlegasta og þýðingarmesta
staðreyndin í mannkynssögunni er
Jesús Kristur. Þessi staðhæfing mín
mun standast alla rannsókn, hvort
sem maður á við hinn sögulega Krist
Nýja Testamentisins, hinn persónu-
lega Krist reynslunnar, eða mátt hans
og veldi í gegn um aldirnar. Hann
hefir staðið upp úr í mannlífshafinu
í nítján aldir. Stormarnir hafa blás-
ið, freyðandi öldurnar hafa ætt. —
Bárurnar hafa brotnað á bjarginu;
en það — þetta guðlega bjarg —
hefir staðið óbifað og óbifanlegt, og
aldrei hefir það verið dýrðlegra en
nú. Svæsnustu óvinir hans hafa stund
um tekið undir með hjartfólgnustu
vinunum, og kveðið upp sama dóm-
inn: „Vjer finnum enga sök hjá hon-
um“.
Kristur er óskeikull! Á því bjargi
er öllum óhætt að byggja!
En Jesús er lílca mesti vísindamað-
urinn, sem uppi hefir verið. I samtal-
inu ógleymanlega við Nikódemus
mælti hann ]>essi eftirtektarverðu
orð: „Vjer tölum það sem vjer vit-
um og berum vitni um það, sem vjer
höfum sjeð“. Er mögulegt að tala
vísindalegar en ]>etta? Líf hans alt og
lcenningar eru svo dásamlega raun-
verulegar. — Það sem enskan kallar
„sense of reality“ blasir við manni al-
staðar, ]>egar um Jesú er að ræða.
Postular Jesú, gátu líka tekið orð
meistara síns sjer í munn og sagt af
öllu hjarta og í mestu hreinskilni:
„Vjer tölum ]>að sem vjer vitum og
berum vitni um það, sem vjer höfum
sjeð“. Þeir höfðu verið honum hand-
gengnir í nærri þrjú ár. Þeir voru
sterklega snortnir af anda hans —
gagnteknir af honum. Þeir elskuðu
hann meira en lífið sjálft. Hann var
þeim alt. Þeir sáu hann píndann og
kvalinn — negldan á grimmúðlegan
og blóðugan krossinn. Þeir sáu opnu
og tómu gröfina fyrir utan múr-
veggi borgarinnar. Þeir mættu sín-
um upprisna drottni hvað eftir ann-
að — þeir áttu tal við hann, snæddu
með honum, snertu hann og gengu
með honum. Þeir sáu hann stíga upp
til himins. Tíu dögum seinna urðu
þeir allir fullir af heilögum anda, og
eftir ]>að fóru þeir út um allan heim
og með hjörtun í báli kunngjörðu
þeir öllu fólki |jað sem ]>eir höfðu
heyrt, sjeð og reynt. — Boðskapur
þeirra var enginn heilaspuni, ekkert
hugmyndaflug, enginn vanskapnaður
ímyndunaraflsins, heldur heilagur
raunveruleiki.
Allir frömuðir kristninnar á öllum
öldum síðan hafa einnig getað sagt:
„Vjer tölum það sem vjer vitum, og
berum vitni um það sem vjer höfum
sjeð“. Undantekningarlaust hafa þeir
]>ekt djúpa, innilega og verulega trú-
arreynslu, og út úr þeirri reynslu
hafa þeir talað með krafti.
Ágústínus hjet stórgáfaður ungl-
ingur í Alexandríuborg.. Hann átti
trúaða og guðelskandi móður — Mo-
níku að nafni. Hann fór til Róma-
borgar til að „læra“. Þar lenti hann,
])ví miður, í hina verstu spillingu.
Hann varð seinna kennari í mælsku-
fræði í þessari miklu heimsborg. Lík-
lega hefir enginn kannað hyldýpi
syndarinnar betur en hann. En drott-
inn Jesús, frelsarinn góði, sem móðir
þessa spilta, unga manns tignaði, til-
bað og elskaði, mætti honum á þess-
ari voðalegu braut. Ágústínus iðrað-
ist synda sinna, meðtók Krist sem
frelsara sinn og drottinn, gekk hon-
um algjörlega á hönd og helgaði hon-
um líf sitt, fyrir alla eilífð. Syndin
hvarf eins og ]>okan og myrkrið hverf
ur fyrir sólaruppkomunni, — Hann