Bjarmi - 01.04.1930, Page 18
B J A R'M I
<56
Annar ungur piltur á Englandi
þráði heitt og innilega fyrirgefningu
syndanna og heilagt líferni fyrir guðs
náð. Hann fór í allar kirkjurnar í
London og leitaði að þessu hnossi
fyrir sálu sína, en hlotnaðist það ekki
fyr en einn sunnudag ]>egar hann
hlustaði á prest í lítilli kapellu. Hann
lagði út af orðunum: ,,Sjá, og ])á
munt þú lifa“. — Þessi ungi maður
horfði, snortinn og hugfanginn, á
Jesú — á Jesú hangandi á blóðugum
krossinum — á Jesú líðandi, deyj-
andi, fórnandi og frelsandi. Við þessa
andlegu sýn endurfæddist hann. Líf-
straumur frá guði gagntók hann. —
Upp frá þessu flutti hann dauðlegum
og deyjandi mönnum boðskapinn urn
frelsara mannkynsins — og þann
mikla lífgandi og lífgefandi kraft,
sem hann hefir ætíð að bjóða. Hann
prjedikaði á sama blettinum í Lond-
on alla sína æfi. Stöðugt þurfti að
byggja stærra og stærra hús til að
taka á móti áheyrendum. Sagt er að
tíu þúsundir hafi að jafnaði hlustað
á hann á hverri helgi í mörg ár. Hann
varð sá mesti prjedikari, sem enski
heimurinn hefir eignast fyr eða síð-
ar. Þetta var Charles H. Spurgeon.
Skáldmæltur unglingur af íslensk-
um uppruna var, ]>ví miður, brotleg-
ur á ýmsan hátt. Eins og öllum er
kunnugt, varð aðalbrotið honum til
æfilangrar ógæfu. Seinni part æfinn-
ar kvaldist hann af hryllilegum og
ólæknandi sjúkdómi. í þrautum sín-
um varpaði hann sjer niður við fætur
krossins á Golgata. Þar fjekk hann
frið, fögnuð og andlegan styrk. Út
frá þessari dýrðlegu reynslu komu
Passíusálmarnir. Ódauðlegir munu
þeir reynast vegna þess, að þar tal-
ar frelsuð mannssál, sem hafði reynt
svo átakanlega það, sem hann orkti
um svo fagurlega. Enginn lífs eða
liðinn hefir skilið ]>ýðingu krossins
fyrir syndspilta og sjúka mannssál
betur en Hallgrímur Pjetursson. Og
hvaða sál er ekki syndspilt ög sjúk
áður en hún kemur til Jesú.
Líka mætti benda á John Bunyan,
Dwight L. Moody, Stanley Jones og
marga fleiri. Allir þessir menn hafa
reynt sjálfir sannindin, sem þeir
fluttu öðrum. Líf ]>eirra og starf hef-
ir verið sterkur vitnisburður um guðs
fórnandi og frelsandi kærleika í Jesú
Kristi. Ekkert hefir verið raunveru-
legra í lífi ]æirra en þessi helga
reynsla í samfjelaginu við guð. Eng-
inn maður á öðrum sviðum vísind-
anna hefir verið vissari í sinni sök en
þeir. í ]>ví guölega voru ]>eir allir o</
eru hinir sönnustu vísindamenn.
Kæru tilheyrendur! Lítum nú á
málið frá öðru sjónarmiði. Tökum
alla reynslu mannkynsins í ]>essum
efnum og látum hana í einn sam-
eiginlegan sjóð. — Auðvitað verður
lang besta innleggið biblían, kirkjan
og kristnu trúarjátningarnar. En
vjer skulum samt í mestu einlægni
og drenglyndi leitast við að vera í
fylsta máta sanngjarnir í garð allra
annara trúarbragða — bæði hinna
fornu og nýju. Því miður leyfir tím-
inn ekki neina ítarlega athugun eða
nákvæmann samanburð í þessum efn-
um, en það er ]>ó ekki ókleyft að
komast að ýmsum staðreyndum, þeg-
ar allur ])essi mikli sjóður er tekinn
til greina. Öll trúarbrögð, undantekn-
ingarlaust, fela í sjer margt gott, upp
byggilegt og nytsamlegt, og hafa mik-
ið af sannleika til brunns að bera.
Æðsta reynsla mannsandans er á
]>essu sviði.
1. Það er staðreynd að allar þjóðir
á öllum tímum hafa haft einhverja
meðvitund um æðri veru eða verur,
og sömuleiðis um líf eftir dauðann.
Á þessu er engin undantekning. Má
þess vegna segja með sanni, að þessi