Bjarmi - 01.10.1971, Síða 3
GÓÐIR ATBURÐIR
Margt merkilegt, hefur gerzt í starfinu fyrstu tvo mánuOi
vetrarstarfsins. Þar sem oflangt yrði að segja frá þvi eins og
skyldi, verður hið helzta dregið hér saman í stuttar frétta-
klausur.
Helmsókn
norrænna stndenta.
Kristilegt stúdentafélag
fékk ágætis heimsókn í byrj-
un oktöber. Komu sex finnsk-
ir stúdentar og auk þess
framkvœmdastjóri sænsku
kristilegu stúdentáhreyfing-
arinnar á biblíúlegum grund-
velli. Sérstaka athygli vákti
fágaður og góður söngur
Finnanna, sem m. a. höfðu
kirkjuhljómleika í Neskirkju,
auk þess sem þeir sungu á
samkomum. Samkomumar
voru vel sóttar. T. d. var Dóm-
kirkjan full, er síðasta sam-
koman var háldin þar. Þeir
félagar héldu sérstakar sam-
komur fyrir stúdenta og
heimsóttu marga æðri skóla
borgarinnar. Þá tóku þeir og
þátt í stúdentamóti, sem háld-
ið var í Vindáshlíð í tilefni
35 ára afmælis Kristilegs
stúdentaféiags. Var mikil
uppörvun og blessun að komu
þessara gesta.
Prófessor
Carl Fr. Wislöff og frú.
Þann 19. október kom dr.
theol. Carl Fr. Wislöff, pró-
fessor við Safnaðarpresta-
skólann í Osló, hingað til
lands ásamt konu sinni. Héldu
þau samkomur í húsi KFUM
og K við Amtmannsstíg frá
þriðjudegi til sunnudags.
Voru þær vel sóttar, einkan-
lega þó tvær þær síðustu.
Boðskapurinn sem þau fluttu
var sannevangeliskur og mjög
ánægjulegt og uppörvandi að
hlusta á hann. Var það sam-
róma álit þeirra, sem spurð-
ir voru, að þeim hefði fund-
izt sérstáklega góður andi
hvíla yfir samkomunum. Það
er mikill fengur að því að fá
heimsókn til kristilega starfs-
ins eins og þá, sem hlotnað-
ist við komu þeirra hjóna
hingað.
Kristnilioðsdaguriim.
Kristniboðsdagurinn var
haldinn annan sunnudag í
nóvember, og er þetta í þriðja
sinn sem svo er gert. Hefur
breytingin gefið góða raun og
tékjur kristniboðsins farið
vaxandi þennan dag. Annars
staðar í blaðinu eru kvittanir
fyrir því, sem gefið var við
guðsþjónustur og samkomur
og skál það því ekki endur-
tékið hér. Hins vegar eru öll-
um færðar þakkir, sem
studdu kristniboðið svo
drengilega þennan dag.
Eins og tvö undanfarin ár
var öllum prestum landsins
sent bréf í tilefni dagsins og
fylgdi með því meðmœli frá
biskupi. Fer það bersýnilega
í vöxt, að kristniboðsins sé
minnzt við guðsþjónustwr
dagsins, þar sem unnt er að
koma því við, og gjöfum til
þess veitt viðtáka.
Aðrar fjúraflanlr.
Kristniboðsfélag kvenna
hafði árlega fjáröflunarsam-
komu fyrsta laugardag í nóv-
ember. Simonetta Bruvik
sýndi myndir og sagði frá
hjúkrunarstarfinu í Gidole
og Konsó. Dregið var um
muni, sem gefnir höfðu verið
til fjáröflunar, og gáfust
kristniboðinu kr. 22.200,00.
— Bjarni Eyjólfsson hafði
hugleiðingu í lok samkom-
unnar.
Kristniboðsfélag karla i
Reykjavík hafði kaffisölu
sunnudaginn 21.nóv. í kristni-
boðshúsinu Betaníu. Kristni-
boðinu gáfust um ýO þúsund
krónur í sambandi við það.
Starfsmcnn
krlstnlboðslns.
Skúli Svavarsson, kristni-
boði, og Gunnar Sigurjóns-
son, guðfræðingur, ferðuðust
um Snœfellsnes i byrjun októ-
ber. Síðustu hélgi i mánuð-
inum hófst svo œskúlýðs- og
krist7iiboðsvika á Akureyri,
sem þeir tóku þátt í. Síðan
ferðuðust þeir um Norður-
land og héldu samkomur.
Hafa þeir farið eins viða og
veður og færð hefur leyft.
Jónas Þórisson hefur unnið
á skrifstofu félaganna og auk
þess talað á mörgum fundum
og samkomum i Reykjavík
og nágrannabæjum.
I4AR1II 9