Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1971, Síða 5

Bjarmi - 01.10.1971, Síða 5
„Engin hætta. Mér er mæta- vel ljóst, hvað í húfi er .. Öskar Karlsson hafði hjólað nokkuð hundruð metra, þegar han staðnæmdist skyndilega og sneri við. Hann var eitthvað órór vegna sonarins. Bertil kunni að vísu vel til verka sinna, en menn gátu aldrei verið ör- uggir. ... Nokkrum sekúndum síðar var hann á leiðinni aftur til malar- námunnar. Hann gat ekki skil- ið drenginn sinn þar einan eftir. Það var eitthvað innra með honum, sem reis gegn því. Þegar hann kom aftur að norðurhlið malamámunnar, sá hann Bertil niðri í gryfjubotn- inum, þar sem hann var að at- huga og þreifa á þessum feikn- armiklu malarveggjum. Óskar Karlson setti hjólhestinn sinn upp við vinnuskálana og gekk því næst út að norðurhlið mal- argryfjunnar. Hann var ekki kominn alla leið, þegar hann sá malarvegg- inn skyndilega klofna frá jarð- veginum og velta með ofsahraða og afli þangað sem Bertil stóð. Hann hrópaði aðvörunarorð, en það var of seint. Bertil tókst að vísu að hörfa skref frá mal- arveggnum, en þetta mikla mal- armagn náði honum og gróf hann undir ótölulegum grúa litlu hættulegu agnanna sinna. Óskar Karlsson þaut til slys- staðarins. Hann hrópaði af öll- um þeim mætti, sem lungu hans megnuðu: „Bertil! Bertil!“ Ekkert svar kom. Hann vissi svona nokkurn veginn, hvar sonur hans væri undir malai'hrúgunni. Hann fleygði sér á kné og tók að grafa með berum höndum. Hann gróf eins og vitfirringur. Hann fann alls ekki, hvernig hörund hans og skinn tættist sundur. Hann tók ekki heldur eftir því, hve erfiði hans kom raunveru- lega litlu til leiðar. Hann gróf áfram með berum höndum. Hann vissi, hvað í húfi var. Hann vissi, að það valt á mín- útum eða jafnvel sekúndum. Hann hrópaði út á veginn, sem lá framhjá malamámunni: „Halló! Komið hingað og hjálpið mér!“ Innra með sjálfum sér hróp- aði hann til Guðs: „Drottinn Jesús! Bjargaðu okkur! Bertil er þarna undir — og hann er ófrelsaður ... !“ • Stutta mínútan, áður en hann fann hönd sína snerta eitthvað, var eins og stærðar eining af eilífðinni. Þegar hann fann eitt- hvað fastara verða fyrir fingr- um sínum, vonaði hann, að það væri ekki steinn eða einhver annar hlutur úr mölinni. Hann varð að ná til sonar síns á þeim fáu mínútum, sem honum voru afmældar til lífs. Þegar hann svo skynjaði höf- uð Bertils með fingrum sínum, fór hann að ræða um það við Guð himnanna, að hann þyrfti á meiri aðstoð og ki'öftum að halda. Hann gróf áfram í krafti ör- væntingarinnar með höndum sínum. Hann í’eyndi að í'óta burtu allri möl og mylsnu um- hverfis höfuð sonai’ins, svo að hann gæti dregið andann, ef hann væri enn lifandi. Hann kallaði nafn Bei'tils og vænti svars. Loks kom það — en svo óskaplega veiklulegt og dauft. „Andaðu, Bertil,“ sagði hann gætilega, en samt með skipun- arhreim í röddinni. „Reyndu að anda, Bertil, þá er þér bráð- um borgið." ... Hann hélt áfi'am að í'óta með höndunum, til þess að í’eyna að losa um bi’jóstkassann. Annars myndi malarhrúgan fljótlega kæfa þann, sem orðið hafði fyr- ir slysinu. Þá komu fyrstu mennii'nir utan af veginum. Áður en á löngu leið, hafði hann fengið hjálp, og bráðlega sá hann, að andardrætti sonarins var hald- ið við. Áður en á löngu leið, var bú- ið að losa Bertil. Honum var bjargað, en það var á síðasta andai'taki. # Sjúkrabifreið flutti hann á sjúkrahúsið. Daginn eftir komu foreldrar hans í heimsókn. Bros- ið á vöi’um hans stirðnaði, er hann sá, að hendur föður hans voru margvafðar sárabindum. „Hvað hefur komið fyrir þig, pabbi?“ spurði hann, alls óvit- andi um það, sem gerzt hafði daginn áður. „Það er ekkert hættulegt,“ sagði faðir hans til skýringar. „Skinnið á höndunum tættist sundur, þegar ég var að reyna að grafa þig út úr mölinni. En þetta jafnar sig fljótlega..“ Bertil sagði ekkert góða stund. Hann horfði á föður sinn og síðan á móður sína. Honum svelgdist á aftur og aftur. Það var eins og hann roðnaði um augun og síðan tóku tárin að renna. „Pabbi,“ sagði hann að lok- um. „Grófstu mig upp úr möl- inni með bei’um höndum?“ Óskar Karlsson kinkaði þegj- andi kolli. Þögnin ríkti ekki lengi. Allt í einu hóf Bertil máls: „Fyrirgefðu mér, pabbi, fyr- irgefðu mér,“ sagði hann klemmdri röddu. „Hvað á ég að fyrirgefa þér?“ spui’ði faðir hans. „Það er ekk- ert að fyrirgefa.“ „Jú, víst,“ svai’aði sonurinn með mótmælahreim í röddinni. „Þú hlýtur að muna eftir því, sem ég sagði um hendurnar á þér. Ég sagði að þú hefðir hend- ur eins og heimasæta og væri eingöngu hægt að nota þær til bænar. Og svo hefur þú bjarg- að lífi mínu með höndum þín- um. Ég er svo innilega leiður vegna þessara orða minna. Fyr- irgefðu mér, pabbi, mér hefur skjátlazt stórlega." Faðir hans gekk að rúminu og vafði reifuðum höndum sín- um um háls sonar síns og grét. Frh. á bls. 18. n j a n m i s

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.