Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1971, Side 6

Bjarmi - 01.10.1971, Side 6
ERFIÐI OG ÞUNGAR BYRÐAR Konsó, 10. sept. 1971. Kæru vinir. Vegna orðróms um fjölda dauðsfalla af völdum kóleru keyrðum við, Inga, Gísli og ég, auk eins starfsmanna sjúkra- skýlisins, til Saba Meda sléttu, sem byrjar hinum megin Seg- gen-árinnar. Við komum að Boranaþorpinu þar sem 13 höfðu látizt á rúmri viku, sá síð- asti rétt fyrir komu okkar, og var verið að undirbúa greftrun hans í útjaðri þorpsins. Á þess- um stað höfðu Boranar (hirð- ingjar) búið fast í 4 ár, sögðu þeir, og er við gengum um og gægðumst inn í nokkra kofa, var eftirtektarvert, hve snyrti- legt var inni. Þarna var saman- komið fólk frá 6 þorpum, og gáf- um við öllum bólusetningu, og Inga veitti iíka aðra læknishjálp. Áður en við héldum ferðinni áfram, settist hópurinn niður, og Gísli bar fram stuttan vitn- isburð: „Þekkið þið Jesúm?“ Sumir höfðu heyrt um hann, aðrir ekki. „En þekkið þið Sat- an?“ Hann þekktu allir. „Satan getur refsað og deytt. Jesús fyr- irgefur og lífgar, — hann veitir líf, sem byrjar hér á jörð og heldur áfram eftir dauðann." Hvell óp berast til okkar úr fjarlægð, konuraddir, sem gráta látinn ástvin. Meðan boðskapur- inn um eilíft hjálpræði nær eyr- um fólksins undir trénu, nálgast syngjandi konurnar hratt. Þær baða út höndunum og rífa í klæði sin, en varla nokkur snýr sér eða lætur truflast af athöfn- um þeirra. Allan tímann ganga ungir menn fi’amhjá berandi stóra steina til grafarinnar. Svitinn bogar af áhyggjufullum andlitunum og engan undrar, þótt þeir spyrji kviðandi sin á milli: Hver skyldi verða næst- ur? En heldur ekki ganga þess- ara burðarmanna fram og til baka virðist draga að sér at- hygli áheyrenda. Hugur þeirra er opinn fyrir fagnaðarerindinu. Gamll maður situr og grúfir andlitið í höndum sér. Af og til lyftir hann höfðinu og kinkar kolli samþykkjandi. Hrjúf hönd- in grípur um göngustafinn og samanbitið andlitið mildast. „Komið til mín allir, þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, 6 B J A n M ■

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.