Bjarmi - 01.10.1971, Page 10
H®| FRÆGUR TEXTI —
Zlfl BTDRKDSTLEGUR BGÐSKAPUR
♦ l| ♦
Á þeim tima tók Jesús til máls og sagSi: Eg vegsama
þig. fa'ðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið
þetta fyrir spekingum og hyggindamönnum, og opinber-
að það smœlingjum. Já, faðir, þanrág var það, sem þér
er þóknanlegt. Allt er mér falið af föður minum og
enginn gjörþekkir soninn nema fáðirinn, og eigi heldur
gjörþekkir nokkur föðurinn nema sonurinn, og sá er son-
urinn vill opinbera hann. Komið til mín, allir þér, sem
erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður
hvíld. Talcið á yður mitt ok og lœrið af mér, þvi cuó eg
er hógvœr og af hjarta litillátur, og þá skuluð þér finna
sálum yðar hvíld, þvi að mitt ok er indœlt og byrði mín
létt. — Matt. 11,25—30.
Hefur þú nokkurn tíma reynt að hjálpa
einhverjum, sem var þess fullviss, að hann
þurfti ekkert á hjálp að halda? Það er vafa-
laust eitt allra erfiðasta verk, að lenda í því.
Kristur stendur gagnvart því verki með okk-
ur mennina. Textinn sýnir það. Og fyrsti lær-
dómur, sem við getum af honum dregið, er
þessi: Viljir þú láta Krist hjálpa þér, verður
þú að niðurlægja þig nægilega. Þú verður að
finna það, að þú þarft á hjálp að halda og
getur ekki í eigin mætti náð því marki, sem
hér er um að ræða.
Þú þarft á hjálp hans að halda til þess að
eignast sanna þekkingu á Guði. Ef þú at-
hugar málið, sér þú, að Kristur kom ekki til
þessarar jarðar til þess að hjálpa okkur í leit
okkar að Guði. Hann kom til þess að opin-
bera Guð þeim mönnum, sem gefizt höfðu
upp í leit sinni og fundu til þess, að þeir voru
það, sem í textanum er kallað smælingjar.
Meðan þú heldur, að þú getir fundið Guð með
eigin kröftum, eða framleitt sannleikann fyr-
ir þig, tekur þú engum framförum. Þú verð-
ur að læra hógværð — verða smælingi, þ. e.
a. s. barn, sem er aigerlega upp á annan kom-
ið. Annars tekst þér þetta aldrei.
í þessu felst alls ekki það, að litilsmeta
góða og mikla menntun, heldur að þú sért
fús til þess að leggja nýjan grundvöll að lífs-
skoðun þinni og láta Guðs orð þá komast að
og nota það óspart til þess að gefa þér rétta
mynd af Guði — opinbera hann fyrir þér.
Þú þarft hjálpar Krists við til þess að geta
orðið lærisveinn, sem lifir í eftirfylgd hans.
Ó, hve samtíð okkar þarf á slíkum að halda.
Og hér í þessum texta er bent á yndislega
leið, sem Kristur hefur lagt í sambandi við
það að fylgja honum eftir og líkjast honum.
Tuttugasta og áttunda og þrítugasta versið
eru meðal unaðslegustu orða í Biblíunni.
Hvílíkt tilboð að mega koma — koma alveg
eins og maður er. Mega koma með það, sem
á okkur hvílir, hvort sem það eru syndir,
erfiðleikar, efasemdir, kvíði. Hvað sem það
er, þá er okkur boðið að koma með það til
hans.
Það geta aldrei legið á þér ofmargar byrð-
ar, svo að þú getir af þeim sökum ekki kom-
ið með byrðar þinar til hans. Hins vegar
getur þú orðið svo upptekinn af byrðum þín-
um, horft svo á þær, að þú kemur alls ekki
með þær til hans. Taktu því þessu yndislega
tilboði og minnstu þess, að Kristur byrjar
að vinna verkið fyrir þig, þar sem þú gefst
upp, eða sleppir af því hendi sjálfur.
Reyndu þessa leið: Að þiggja hjálp Krists
til þess að finna Guð og til þess að fara rétta
leið eftirfylgdar lærisveinsins. Gerðu þér
Ijóst, að þú sért éinn smælingjanna, í þeirri
merkingu, sem talað er um i textanum. Þá
hefur þú auðmýkt þig svo, að hann tekur
þig í arma sér pg lyftir þér til samfélags
við sig.
til grundvallar erindi sinu þrjár
meginhugsanir úr sögu Jesú um
talenturnar, trúmennsku, hygg-
indi og reikningsskil.
Hann taldi, að heimatrúboðið
norska hefði lítið gert til þess
að skipuleggja starf sitt vegna
framtíðarinnar, en lagt mikla
rækt við sögu hins liðna og að
varðveita arfinn á líðandi
stundu, án þess að gera sér svo
glögga grein fyrir þörfum fram-
tíðarinnar eða afleiðingum
þeirra ákvarðana, sem teknar
væru fyrir næstu áratugi, æmar
breytingar á búsetu og lifnaðar-
háttum og á starfsháttum hinn-
ar almennu kirkju, gerðu fram-
sýni nauðsynlegri nú en áður.
Trúmennskan verður fyrst og
fremst að vera augljós gagnvart
þeim kristindómi, sem grund-
vallaður er á Guðs orði, en hún
verður einnig að vera skýr gagn-
vart sérkennum hreyfingar okk-
ar í kirkjunni og í samfélagi við
aðrar kristnar hreyfingar.
Að því er varðar afstöðuna
til Biblíunnar hefur alltaf ríkt
Frh. á bls. 19
10 BJARMI