Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.1971, Qupperneq 19

Bjarmi - 01.10.1971, Qupperneq 19
Synir eyðimerkurinnar vekja sífellt á sér athy^li, þegar þeir eru á ferð, einnig nú, er ferðum þeirra fylgja niest hernaðartíðindi. — hrátt fyrir allt leitar samt hugtirinn frástigunnar uni vitringana frá Austurlönduni, þegar slíkar myndir sjást um jólaleytið. Á kristilegu þingi í Þrándheimi Frh. af bls. 10: innan heimatrúboðsins nokkur hreyfanleiki varðandi þau at- riði, sem ekki snerta hjálpræðið sjálft, og þannig mun sennilega áfram verða. En rétt er að und- irstrika, að við þurfum áfram að berjast fyrir því af trú- mennsku, að Guðs orð fái að hljóma hreint og ómengað, eins og forgöngumenn okkar hafa ávallt gert innan hinna trúboð- anna. Sú varðstaða er ekki úr- elt, en vandasamari en nokkru sinni fyrr. Trúmennskan varðar ennfremur starf hreyfingarinn- ar að trúarvakningu. Sjálf er hún barn iífsstrauma vakning- anna í norskri kirkju og óskar að stuðla að áframhaldi þeirra. Eigi þetta að verða annað og meira en óskhyggja og áróðurs- slagorð, verðum við að gera okkur fulla grein fyrir, hvað í trúarvakningu felst. 1 vakningu felst að ryðja burt öllum mannlegum undirstöðum, hvað guðrækilegar sem þær virðast vera. Sjálfir verðum við að lifa í afturhvarfi og hjálpa öðrum til að vera reiðubúnir til að byggja allt á klettinum eina, sem haggast ekki, en það er Kristur. Fastmótaða afstöðu til kirkj- unnar hefur hreyfingin aldrei haft, en leiðtogar hennar hafa greinilega gefið til kynna, að þeir óska þess, að hún standi sem óháðust fyrirmælum og íhlutun kirkjunnar i bróðurlegu samfélagi við hana. Þessi afstaða veldur vaxandi vanda vegna síaukins starfs og starfsskipulagningar innan hinna almennu safnaða. Engir eru fúsari til starfs og fómar en þeir, sem við það hafa vanizt í frjálsa kristilega starf- inu, en þeirra vandi verður sá að reynast fyrra samfélaginu trúir, þegar nýjar skyldur eru á þá lagðar. Ræðumaður taldi, að þessi vandamál og ótal önnur, sem or- sökuðu neyð nægtaþjóðfélags nútímans, krefðust mikilla hygg- inda af kristnum mönnum á komandi árum, og að þeir yrðu að vera vakandi varðandi end- urskoðun á starfi og starfshátt- um. Kæmi þá einnig til álita meira samstarf eða jafnvel samruni skyldra hreyfinga í frjálsa kristilega starfinu. Ræða framkvæmdastjórans og fjölmargt annað, sem þingið fjallaði um, vakti miklar um- ræður, sem allar báru vott um gleði, djörfung og trú á þann Drottin, sem hingað til hefur hjálpað og áfram hefur allt vald á himni og jörðu. Auk þeirra funda, sem snertu sjálft þinghaldið, voru tvær al- mennar samkomur í Vor frues kirke og tvær í íþróttahöll Þrándheims, og efa ég ekki, að á annað þúsund manns hafi sótt hverja þeirra. Meðal ræðu- manna voru þeir Fredrik Wis- löff, Evan Fougner, John Olav Larsen, Káre Fuglestrand og Lars Eritsland. Þar komu einn- ig fram fjölbreyttir hljómlistar- kraftar. Mest bar þar á æsku- iýðskórnum, sem söng i iþrótta- höllinni, enda mun hann hafa verið skipaður á annað hundr- að manns. Ótal margt fleira væri til frá- sagnar af þessu þingi, en þetta hef ég dregið fram, ef verða mætti til að færa ykkur eitt- hvað af þeim yl, sem ég finn enn um mig streyma, til upp- örvunar og hvatningar í starf- inu fyrir þann Drottin, sem aldrei lítur smáum augum á þann, sem heilshugar felur hon- um vegu sína og ljær honum þjónustu sina, heldur „er þess megnugur að láta alla náð hlotn- ast yður ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt, sem þér þarfnizt og hafið gnægð til sérhvers góðs verks.“ (II. Kor. 9,8). MmrcmG SIEmGRÍMS Höfundur greinar þessarar ritaði hana siðla sumai's, er hann lá á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík. Hann hafði mætt á aðalfundi Norska lútherska heimatrúboðsfélagsins sem full- trúi Sambands ísl. kristniboðs- félaga. Er grein þessi sem eins konar skýrsla hans um þá ferð. Steingrímur var mörgum kunn- ur fyrir starf sitt innan kristni- boðshreyfingarinnar og KFUM. Hann fluttist til Vestmannaeyja skömmu eftir 1920 til þess að leggja starfinu þar lið, og bjó þar æ síðan. Hafði hann bi'enn- andi áhuga á starfi félaganna svo og öllu því, sem varðaði hag og stai’f safnaðarins. Steingi’ímur lézt 23. nóv. s.l. Hans verður e.t.v. nánar getið í næsta blaði. II .1 A 1( M I ÍO

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.