Bjarmi - 01.10.1971, Síða 21
fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að
eilífu.“ Þú segir, að þú munir ekki hafa neina
gleði af því að fara í kirkju, lesa Biblíuna og lifa
sem kristinn maður. En gleði öðlast þú, ef þú
þekkir Jesúm.
1 öðru lagi leitar unga fólkið að markmiði.
Hipparnir kalla það sjálfsundirgefni eða hug-
leiðslu. Þekktur sálfræðingur komst svo að orði
fyrir nokkru: „Unga fólkið finnur ekkert svar
í þeim heimi, sem það lifir og hrærist í. Án svars
virðist það draga sig inn i skel eða rísa upp til
andmæla.“ Vér sjáum nú á tímum, að tómarúm
er í heiminum, en mannkynssagan segir, að það
muni fyllast einhverju. Það er markmið Guðs,
að það fyllist kraftmiklum kristindómi, og slík-
an kristindóm vill hann einnig gefa þér. Hann
hefur fyrirætlun í hyggju með þig. Hvaðan kem
ég? Ég er skapaður eftir mynd Guðs. En ég hef
risið upp gegn honum og er kominn á vald synd-
arinnar. En Jesús Kristur kom og tók refsingu
mína á sig, er hann bar hana upp á krossinn.
Nú hef ég veitt honum viðtöku, og ég lifi hon-
um til dýrðar. Drottinn gefur mér innra afl til
þess að horfast í augu við lífið. ,Ég veit, að þeg-
ar ég dey, liggur leið mín til himins.
í þriðja lagi hef ég komizt að því, að ungir
menn leita að von og öryggi. Það er engin furða,
þótt æskan neyti örvunarlyfja, úr því að kenn-
arar vorir, rithöfundar og menntamenn eru svart-
sýnir um framtíð heimsins. Æskufólkið segir:
„Vér kærum oss ekki um auð og efnisgæði. Vér
viljum eitthvað meira, eitthvað sem krefst krafta
vorra og veitir oss von.“ Biblían boðar spjald-
anna á milli, að til sé von. Fyrir nokkru átti ég
tal við stúdent í New York. Hann er einn rót-
tækasti stúdentinn i Bandaríkjunum. Við emm
nánir vinir. Þegar við höfðum ræðzt við í marg-
ar klukkustundir, horfði hann á stórhýsin og
sagði: „Vér ætlum að brenna þessi hús. Vér ætl-
um að fara herskildi um landið. Vér erum ekki
enn komnir svo langt, að vér vitum, hvað vér
komum með í staðinn, en vér vitum, að vér ætl-
um að brenna þetta allt til ösku.“
Þeir eru margir á meðal vor, sem eygja þann-
ig enga von. En Biblían segir, að til sé von. Páll
segir í Kólossubréfinu: „Kristur meðal yðar, von
dýrðarinnar.“ Biblían talar einnig um þá, sem
eru án Guðs og án vonar í heiminum. Líf er að
loknu þessu lífi. Þá munu þeir, sem trúa á Krist,
fá að lifa með honum. Þú þarft að eiga einhvern
að, sem þú sýnir undirgefni. Hví viltu þá ekki
gefa þig á vald persónunni Jesú Kristi?
Æskan vill í fimmta lagi eiga reynslu. Forseti
háskólans í New York sagði fyrir nokkru: „Flest
vandamálin, sem hrjá stúdentana, snerta tilfinn-
ingarnar, ekki skynsemina.“ Ég hef komizt að
raun um, að þetta er rétt, hvar sem er í heim-
inum. Þar sem æskunni er stefnt saman, ríkir
gauragangur, öskur, framiköll og grófyrði, en
það er erfitt að fá hana til að ræða málin. Þetta
er ástæðan til þess, að hún leitar lyfja, sem æsa
tilfinningarnar. En reynsluna, sem þeir sækjast
eftir, geta þeir öðlazt hjá Jesú Kristi.
Þrjií Einkunnarorð hippanna í Bandaríkj-
M'ígord unum eru þrjú vígorð: „Finndu bylgju-
lengdina“, „settu í samband" og „að-
greindu þig“. Þetta er einmitt það, sem Jesús
sagði: „Finnið bylgjulengdina, látið sættast við
Guð!“ Vér höfum orðið viðskila við Guð vegna
syndarinnar. Það verður að tengja oss við Guð
að nýju. Orðið afturhvarf er notað í allri Biblí-
unni. Jesús sagði, að tveir vegir lægju gegnum
lífið: Breiði vegurinn, sem liggur til glötunar, og
mjói vegurinn, sem liggur til eilifs lífs. Þegar
Jesús segir, að þér beri að snúa við, á hann við,
að þú eigir að breyta um stefnu og fara inn á
mjóa veginn. Snú þér til Guðs og „settu í sam-
band“! Heilagur andi vill taka sér bústað í þér
og hjálpa þér til að lifa lífinu með Jesú Kristi.
Hann vill „setja í samband“ og veita þér hinn
yfirnáttúrlega kraft.
Þegar Drottinn er kominn inn í tilveru þína,
áttu að „aðgreina þig“, eins og þriðja einkunnar-
orð hippanna hljóðar. Ritningin kennir, að krist-
inn maður fari ekki eftir því, sem gengur og ger-
ist. „Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur
takið háttaskipti með endurnýjungu hugarfars-
ins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs.“
Syndin hefur truflað huga vorn, og því þarfnast
hann upplýsingaír heilags anda. Þá mun Drottinn
setja sitt mark á hugsanir þínar og hvatir. Bibl-
ían segir: „Verið með sama hugarfari sem Jesús
Kristur var.“
Börn Guðs greina sig frá heiminum einnig í
hinu ytra. Líkaminn verður musteri heilags anda.
Drottinn hefur keypt þig, og þú ert hans eign.
Þess vegna ber þér að vera hreinn, agaður og
undii’gefinn Guði. Þegar þú helgar þig honum
á ný, hjálpar hann þér til þess að standast allar
freistingar, sem eyðileggja líkama þinn.
Ekki eigum vér heldur að líkjast heiminum í
trúarlegum efnum. Að vera Irúhneigður getur
táknað það eitt að vera skírður, fermdur og lifa
í samræmi við viðurkennda háttsemi. En Biblían
segir, að þér komizt ekki inn í himininn, ef rétt-
læti yðar tekur ekki langt fram réttlæti faríse-
anna og hinna skriftlærðu. Drottinn segir fyrir
munn spámannsins: „Komið ekki með fleiri slík
trúartákn til mín. Þau geta ekki frelsað yður.“
Jú, það er nauðsynlegt að sækja kirkju, og þú
skalt þakka Di’otlni fyrir, að þú ert skírður og
fermdur. En eigi þetta að vera þér einhvers virði,
verður þú að gefa þig honum á vald og láta hann
vera Drottin þinn. Þú verður að afneita sjálfum
þér og taka upp kross þinn og fylgja honum.
Frh. í næsta blaði.
UJAKMl 21