Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 2
Minnisstæd jól Frásaga frá Kína eftir Astrid S. Hannesson, kristniboða Árið 1941 stóð stríðið milli Jap- ans og Kína enn í fullum gangi. Herir Japana voru langt inni í meginlandi Kína, og stórir lands- hlutar voru einangraðir frá um- heiminum og hver frá öðrum. Japanir héldu uppi sprengjuárás- um á borgir langt inni í landinu. Þetta átti einnig við um Sinhwa, þar sem við hjónin vorum kristni- boðar á þessum árum, upp úr 1940. Kirkjuklukkurnar voru ekki not- aðar til helgra athafna, heldur að- eins til að láta fólk vita, að hætta væri á loftárás Japana á kínversk- ar borgir. Jólin voru ekki hringd inn í Sinhwa á þessum á þessum árum og ekki heldur í nágranna- borgum. En menn héldu samt jól. Lantien var mikil skólaborg á þessum árum, því að stórir, kín- verskir skólar voru „á ferð“ til Vestur-Kína frá borgum á austur- ströndinni. Ferðin gat tekið hálft eða heilt ár; stundum stöldruðu skólarnir við eitt eða tvö ár á leið- inni, því að enginn vissi hve lengi stríðið gæti staðið, né hve lengi menn gætu verið í friði fyrir sprengjum og hermönnum. Enda fór svo, áður en stríðinu lauk, að bæði Sinhwa og Lantien voru her- setnar af japönskum hermönnum. En þessi árin fengum við að vera í friði. Menn gátu stundað nám í friði í Lantien, og margir gerðu það árum saman. Þetta árið var fremur friðsamlegt um jóla- leytið, og þarna voru þá margir gagnfræðaskólar, menntaskólar og einn kennaraháskóli. Kristnir ungl- ingar úr mörgum kirkjudeildum voru í þessum skólum. Kirkja okk- ar hafði í borginni litla kristni- boðsstöð og kirkju, og þar safn- aðist fólk saman til guðsþjónustu. Menn úr okkar eigin söfnuði höfðu orð á því við okkur, nokkru fyrir jól, hvort við gætum heimsótt þá á jólunum. Annars var venja að vera á heimastöðinni á hátíðum, enda er veður yfirleitt kalt og rysj- ótt um jólaleytið á þessum tíma í Mið-Kína. Þá fellur stundum snjór, þó ekki mikill, og hann tekur fljótt upp aftur. En þá blæs kaldur vindur. Við hjónin lögðum af stað á Þor- láksmessu og fórum þann dag til Lienki. Þar er lítil kristniboðsstöð og hægt að gista um nóttina. Þang- að eru 35 li, og yfir stpra á að fara. Næsta dag var ætlunin að fara það sem eftir var leiðarinnar, 65 li, alls 110 li, til Lantienj eða um 55 km, og er landið mjög mis- hæðótt, gangstígar upp og niður fjöll og hæðir. Þá var enginn ak- vegur kominn. Þegar til Lantien kom, var okk- ur vel fagnað. Kristna fólkið í Lantien notaði tímann vel til að undirbúa hátíðina um kvöldið. Unga fólkið ætlaði sér að flytja jólaguðspjallið í leikrænum bún- ingi. Um kvöldið, þegar hátíðin hófst, sáum við, hvernig þeim tókst. Það var skipað í hlutverk engilsins Gabríels, Maríu guðs- móður, einnig i hlutverk Sak- aría, föður Jóhannesar skírara, Jósefs, og síðast en ekki sízt, fjárhirðanna og sauðkindanna. Svo vel tókst flutningurinn hjá unga fólkinu, að allt þetta jóla- efni komst til skila. Líka voru sungnir jólasöngvar og sálmar, sem til voru á kínversku, þýddir úr ensku og öðrum Evrópumálum. Stutt jólaávörp voru flutt, sögur sagðar, og fleira efni var til skemmtunar, og var jólakvöldið ólíkt þeirri kyrrlátu fjölskyldu- hátíð, sem við erum vön að jólin séu. En kvöldið var mjög ánægju- Fréttir eru strjálar aí lcristnum mönnum í Kína, eftir að kommúnistar náöu þar völdum. Þœr bera með sér, að hinir trúuöu búi viC ofsóknir og þrengingar. En heimildir skýra einnig frá sterkri einingu meðal þeirra, þeir brenni af kœr- leika tii Krists og séu fúsir til að fóma öllu fyrir hann. — Vér skulum minnast þessara þjáðu meðbrœðra vorra og biðja Guð að opna land þeirra á ný fyrir fagnaðarboðskap friðarins. 2

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.