Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 13
FEltÐ TIL NORRÆMA FRÆADA OG VIAA Danmerkur- og Noregsferð nokk- urra meðlima Kristilegra skólasam- taka (K.S.S.) og Kristilegs stúd- entafélags (K.S.F.) síðastliðið sum- ar er kveikjan að þessum skrifum. Ætlunin er að rifja upp það helzta, sem á dagana dreif, og leyfa þér að taka þátt í því að einhverju leyti. Það var strax um miðjan vetur, að okkur í K.S.S. og K.S.F. bárust í hendur bænabréf frá Danmörku. Var mönnum þar lagt á hjarta að biðja fyrir norræna kristilega skólamótinu, sem að þessu sinni skyldi haldið á Borgundarhólmi, dagana 31.7.—5.8. ’74. Mót af þessu tagi eru ekki að öllu leyti ókunn hér heima, þar sem tvö undanfarin ár hafa farið íslenzkir hópar á slík mót. Um likt leyti og bænabréfin bárust, var farið að kanna hverja fýsti að takast á hendur Danmerk- urferð. Rek ég ekki frekar þessa hlið málsins. Segir næst af hópn- um á leið í ferju frá kóngsins Kaupmannahöfn til Svíþjóðar. Hópurinn hafði þá nokkrum vik- um áður fengið á sig endanlega tölu, þ.e.a.s. rúmlega 50 voru með. Stína Gísladóttir kennari hafði með höndum fararstjóraembættið. Þar sem við stóðum á hafnarbakkan- um eldsnemma morguns, grútsyfj- uð og dösuð, rif juðust upp atburðir síðast liðinna þriggja daga. Kaup- mannahöfn, þ.e. miðbik hennar, og N.-Sjáland höfðu verið skoðuð eftir beztu samvizku, farið í messu hjá kvenpresti, komið við í kökubúð- um og á ávaxtamörkuðum, Tivoli og dýragarðurinn ásamt með verzl- unum borgarinnar höfðu verið vandlega yfirfarin, að ógleymdum höllum og görðum. Ekki var þó hægt að sofna þarna yfir þessum hugsunum, því hver og einn skyldi sjá um að koma sér og öllu sínu með í ferjuna, en hún átti að leggja af stað stundvíslega. — Stundvíslega er orð, sem hver utanfari verður að læra að taka alvarlega, svo fremi sem hann hyggst komast alla leið! — Dag- urinn, sem þama fór i hönd, ein- kenndist mest af tösku- og poka- burði, úr ferjunni í lest, sem átti að flytja okkur yfir Svíþjóð, úr lestinni í ferju, sem skyldi ferja okkur yfir til Borgundarhólms. Alltaf urðum við að halda á öllu okkar hafurtaski. Við vorum hreint að gefast upp! Upp úr miðjum degi litum við svo sjálfan Borgundar- hólm, perlu Eystrasalts. Svolítið sauðaustur af hafnarbænum Rönne er Ákirkeby, elzti kaupstaður eyjarinnar, en þar var mótið haldið. Sofið var í skólum bæj- arins, en aðalmótsstaðurinn var íþróttahús staðarins. Þar voru haldnir biblíulestrarnir og kvöld- samkomurnar. Mótsgestir voru rúmlega 500 frá öllum Norður- löndunum, þar af 3 frá Færeyjum. Til gamans má geta þess, að dag- urinn var vel nýttur, ef svo má að orði komast. Á fætur var farið kl. 7 og í rúmið kl. 23:30. Morg- uninn og eftirmiðdaginn fram á kvöld voru þétt skipaðir tímar, not- aðir til umræðna, biblíulestra, bænastunda, kvöldsamkoma og vitnisburðarstunda. Fólkið úr bænum sjálfum var boðið sérstaklega á kvöldsamkom- urnar og voru þær því oft fjölsótt- ar. íslenzki ræðumaðurinn á mót- inu var Jón Dalbú Hróbjartsson, nú nývígður skólaprestur, og tal- aði hann út frá yfirskrift mótsins, sem var: Jesús frelsari þinn. Þú sem lest þessar línur og hef- ur fengið að dvelja á mótum hér heima veizt, hve gott það er. Ég á ekki önnur orð til að lýsa dvöl- inni á mótunum ytra, þar var gott að vera, Þú veizt hvers vegna Guðs andi fékk að starfa þar og ljúka upp fyrir okkur orðinu. Á fyrstu kvöldsamkomu mótsins tal- aði Svíinn Ingemar Rádberg, og var yfirskrift orða hans: Enginn fær dulizt fyrir Guði. Lokaorðin voru svo frá Norðmanninúm Odd- var Sövik, og voru þau: Verið í Jesú. Margar góðar stundir voru einnig þarna á milli, en í stuttri grein er ókleift að telja þær allar upp. Einnar vil ég þó geta sérstak- lega, það er hámessan, sem við sóttum til Rönne. Hans Erik Nis- sen, skólastjóri á dönskum biblíu- skóla, prédikaði í messunni. Söng- urinn vakti athygli mína og e.t.v. sérstaklega það, að trúarjátningin var sungin. í guðsþjónustunni var altarisganga og gerði það stundina sérstaklega indæla. En mót sem þetta tekur enda, hjá því verður ekki komizt. Á leið- inni til Kaupmannahafnar sá ég bezt hve mótið hafði í raun verið stutt, og gladdi það mig því ósegj- lega að vita, að fyrir höndum var annað mót, þ.e. stúdentamótið. Er til Kaupmannahafnar kom, skildu leiðir. Við vorum 9, sem fengum að fara á bæði mótin, og héldum við fljótlega yfir til Osló, en hin fóru annað hvort strax heim eða urðu eftir í Kaupmannahöfn. Er til Oslóar kom, hittum við megnið a| þeim íslendingum, sem á stúdentamótið ætluðu, en íslend- ingar á því móti voru um 30 tals- ins. Mótið var haldið í Halden, sem er bær suður af Osló. Húsnæði það, er notað var, var nýlegur mennta- og kennaraskóli. Yfirskrift þessa móts var: Jesús Kristur líf vort. í meginatriðum fór þetta mót líkt fram og hið fyrra. Eitt fannst mér sérstaklega gott, það, að okkur var skipt niður í smáhópa og á morgnana fyrir biblíulesturinn lás- um við saman og ræddum um það, sem síðan var farið yfir í biblíu- lestrinum. Þetta veitti manni miklu dýpri innsýn inn í textann. Því, sem við skildum ekki og gátum ekki leyst úr sjálf, var oft svarað og það gert einfalt. Á þessu móti var, eins og gefur að skilja, eldra fólk en á mótinu á Borgunarhólmi, og setti það sinn 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.