Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 5
máttur og vald, fyrir allar aldir og nú um allar aldirnar". Biblíu- lestrarefnið var einmitt Júdasar- bréfið. Sá, sem útskýringar ann- aðist, var dr. Paul R. Van Gorder, sem er þekktur kennimaður og prédikari. Auðfundið var, að marg- ir voru djúpt snortnir af málflutn- ingi hans. Eitt af því, sem einkennir mót- in, er kröftugur lofgjörðarsöngur. Honum stjómaði Norman Curtis, sem einnig söng einsöng, auk þess sem þau hjónin sungu saman. Kim-systur frá Koreu léku andleg lög og klassísk á píanó, fiðlu og hnéfiðlu. Þótt ungar séu, 13, 11 og 9 ára, hafa þær víða komið fram opinberlega. Fjölskyldan öll hefur gefizt Kristi, og flutti heim- ilisfaðirinn vitnisburð á einni sam- komunni. Margir frábærir ræðumenn komu fram á mótinu, og á það ekki sízt við um marga starfsmenn alþjóða- stjórnarinnar, sem í senn fluttu fróðlegar og uppbyggilegar frá- sagnir. Einn af þeim er M. A. Henderson, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, sem öðrum fremur stjórnar 36 manna starfsliði og því fjölþætta starfi, sem fram fer í aðalbækistöðvunum í Nashville, Tennessee. Hann hefur reynzt frá- bærlega ötull og mikilhæfur leið- togi. Það er því gleðiefni, að horf- ur eru á því, að hann heimsæki íslenzka Gídeonfélaga í september næsta ár, þegar minnzt verður 30 ára starfs félagsins hér á landi. GJAFIR 300.000 DALIR Föstudagskvöld mótsins er ávallt hátíðarsamvera, og er þá venja að bjóða prestum, forstöðumönnum safnaða og öðrum þeim, sem Gídeonfélagar hafa náin samskipti við. Þátttakendur voru um 2800 manns. Auk þess, sem á allan hátt er mjög vandað til dagskrárinnar, eru þátttakendum fengin sérstök verkefni í hendur, það er fjársöfn- un til kaupa á Nýjatestamentum í ákveðnu augnamiði. Að þessu sinni var það mark sett að safna 200.000 dölum til kaupa á 235.000 Nýjatestamentum með samsíða prentun á japönsku og ensku til nemenda í framhaldsskólum í Japan. Söfnunin þetta kvöld reynd- ist vera 278.438 dalir, og að því viðbættu, sem gefið var næsta kvöld, urðu það rúmlega 300.000 dalir. Nægðu þeir til kaupa á 353.704 eintökum af Nýjatesta- mentum. Einn af ræðumönnum þessa kvölds var George Chandy, Ind- verji, framkvæmdastjóri samtak- anna þar í landi. Var honum sér- staklega fagnað. Fyrir rúmu ári lenti hann í alvarlegu bílslysi, en gat nú tekið þátt í mótinu, þótt hann yrði að styðjast við stafi. Hann er einn í hópi margra, sem bera mikla umhyggju fyrir starf- inu hér heima. Laugardagurinn fór að mestu í aðalfundarstörf, með skýrslum og kosningu í embætti. Kjósa skyldi sjö menn í stjórn. Það var þvi vel viðeigandi texti, sem kapelláninn F. C. Aldridge las áður úr Post. 6, 3—4: „Komið því, bræður, auga á sjö vel kynnta menn í yðar hóp, sem fullir eru af anda og vizku og munurri vér setja þá yfir þetta starf, en vér munum halda oss stöðugt að bæninni og þjónustu Orðsins“. Síðan var kropið til bæna og beðið um handleiðslu og bless- un Drottins yfir þá, sem valdir voru. Mótinu lauk með frábærri ræðu R. J. Holzwarth, sem nú lætur af störfum fyrir aldurs sakir, eftir 32 ára starf. Hann hefur um langt skeið verið búsettur í Þýzkalandi og haft meginland Evrópu og Afríku sem starfssvæði sitt. Mun hann hafa stofnað fleiri Gídeon- félög og aflað meiri fjár til starfs- ins en nokkur annar. Ræða Holz- warths var verðugur endapunktur þessa stórkostlega móts. Ýmsir muna komu hans hingað fyrir 10 árum og hans eldlega áhuga. STARFIÐ BER ÁRANGUR Um það er stundum spurt, hvort starf þetta beri árangur. Þýðir nokkuð að dreifa Guðsorði eins víða og Gídeonfélagar gera? Hér skal vikið að einni frásögn um það. Duglegur sölumað.ur og kunnur baseball-leikmaður segir þannig frá: ,,Ég var svo ólánssamur að vera haldinn óstjórnlegri drykkjufýsn. Það varð til þess, að ég fór að heiman frá yndislegri eiginkonu og nýfæddri dóttur. Ég var týnd- ur í þrjá sólarhringa. Konan mín og faðir minn leituðu mín árang- urslaust. Ég man lítið af því, sem gerðist þennan tíma, fyrr en ég vaknaði á hótelherbergi nokkru, Mér var illt í höfðinu og fálmaði eftir vatnsglasi á náttborðinu. Kom ég þá við bók, sem þar lá, og féll hún á gólfið. Tók ég hana upp og sá, að þetta var Biblía, sem Gídeon- félagar höfðu lagt inn á hótelið. Lagði ég hana aftur á náttborðið. Datt mér þá í hug, að það væri ómaksins vert að fletta í bókinni og lesa eitthvað í henni. Það, sem ég las, tók mig sterkum tökum. Ég fann, að þessi bók átti erindi til mín. Jesús vildi taka á sig syndir mínar, — ég, sem var svona spilltur og djúpt sokkinn syndari. Ég bað Guð um fyrirgefningu, og djúpur friður færðist yfir sál mína. Ég eignaðist nýtt lif í samfélag- inu við Drottinn. Nú fékk ég hug- rekki til þess að hringja til konu minnar og segja hvernig komið væri fyrir mér, hvar ég væri nið- ur kominn og að mig langaði til þess að snúa aftur heim. Síðan kom faðir minn og sótti mig.“ Sá, sem þessa sögðu sagði, heitir John T. Leeson og hefur í mörg ár verið einn ötulasti starfsmað- ur alþjóða-Gídeonsamtakanna, og bæði hann og fjölskylda hans hafa orðið til ómetanlegrar blessunar í starfinu. I mánaðarriti útgefnu af alþjóðastjóminni og Gídeonblöðum annarra landa eru ótal frásagnir af því, hvernig Orðið, sem Gídeon- félagar hafa sáð, hefur borið ríku- lega ávexti. Það er og bæn okkar Gídeon- félaga, að svo megi einnig verða í ríkum mæli hér á landi, og að við megum stöðugir standa í þess- ari þjónustu, minnugir orðanna í Jes. 55, 10—11: „Því eins og regn og snjór fellur af himni ofan og hverfur eigi þangað aftur fyrr en það hefur vökvað jörðina, gjört hana frjósama og gróandi, og gefið sáðmanninum sæði og brauð, þeim er eta, eins er því farið með mitt Orð, það er útgengur af munni mínum: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefur framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma." Friörik Vigfússon. Hallgrímur Pétursson Höfundar Passíusálmanna, Hallgríms Péturssonar, hefur víða verið minnzt nú undanfarið, vegna 300. ártíðar hans. Bjarmi mun á næsta ári birta nokkra þætti um Hallgrím Pétursson, sem Bjarni Eyjólfsson tók saman. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.