Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 12
að nafni til, — gamli maðurinn réði öllu. Svo nú eru allir sak- lausir og keisarinn einn ábyrgur. Sem betur fer virðist vera til fólk, sem sér betur. Ég hef lesið skyn- samlegar greinar í Ethiopian Her- ald, þar sem rætt er um hvernig breyta verði til á öllum skrifstof- um og stofnunum hins opinbera. Þar voru menn hnýttir saman í harðvítugt kerfi, þar sem tilgang- urinn var að krafsa til sín eins mikið og hægt var, bæði af opin- beru fé og í mútum frá einstakling- um. Þennan hring verði að brjóta. Segja mætti mér, að það verði erfiðara en að steypa gamla mann- inum. Það gengu sögur um, að hann svelti sig. Ekkert heyrðist um það núna. — Átök eiga sér stað á bak við tjöldin. Einingin á bak við slagorðin „Eþíópía fyrst“ er ekki einhlít. Nú hafa stúdent- arnir reynt að efna til mótmæla- aðgerða. Þeim tókst það ekki. Kröfugöngur og verkföll eru bönn- uð. Enginn veit hvað stúdentarnir vilja núna. Þeir hafa heimtað að fá að vita, hvenær þjóðstjórn verð- ur sett á laggirnar. Alllangt er síð- an sagt var, að stúdentarnir ættu að fara út um landið til þess að kenna fólki. — Á þriðjudag á að opna skólana, og ennþá er ekki vitað hvað stjórnin hyggst fyrir. Hvað eiga þeir að reyna? Hvað er „Eþíópía fyrst“-áætlunin? Síðustu sögur segja, að ekki verði kennt í 10., 11. og 12. bekk i ár. Ég held að menn séu að búast við tilkynn- ingu í útvarpinu núna. Negash fékk að láni útvarp hér í morgun og gat þess, að hann mætti ekki missa af fréttunum í dag. Hér í Arba Minch og í fylkinu öllu er fremur rólegt. Stóreignamennirnir eru hræddir um sig og eignir sinar. Detsasmats (heiðurstitill) Taddese (gamli hér- aðsstjórinn í Konsó) er kominn hingað og felur sig á bóndabýli sonar síns. Sennilega þorði hann ekki að búa í Addis. Það er sagt, að hann og aðrir stóreignamenn við Elgo (á milli Arba Minch og Gidole) hafi safnað saman ætt- ingjum frá Gomaide til að vernda sig. Það er sem sagt spenna og ótryggt ástand, — en engar fram- farir enn og engar breytingar nema þær, sem búið var að gera þegar þú varst hérna. Vegagerð ríkisins er að reisa vinnuskála við kaþólsku stöðina. Þeir ætla að leggja veg til Gidole og Konsó. Má telja öruggt, að úr verði.“ Starfsmaður á sjúkrabeði í nýkomnu bréfi frá Elsu Jacob- sen skýrir hún frá því, að prédik- arinn við sjúkraskýlið, Kússía, liggi dauðvona. Kússía var áður starfsmaður safnaðarins úti í hér- aði. Hann sýndi mikinn áhuga og fórnfýsi í starfi, en var heilsu- tæpur. Mörgum sinnum var hann til læknisskoðunar, en aldrei fannst verulegt mein að honum. Síðustu árin hefur hann starfað við sjúkra- skýlið og verið óþreytandi við að vitna fyrir hinum sjúku og ræða við aðstandendur þeirra. Brenn- andi löngun hans til að ávinna aðra lýsti sér hvað bezt í því, að hann taldi ekki vinnustundimar, en fór óbeðinn til að sinna hverjum þeim, sem hann áleit þurfandi, á hvaða tíma sólarhringsins sem var. Ekki alls fyrir löngu ákvað læknirinn í Gidole, að Kússía gengist undir uppskurð, í von um að takast mætti að finna meinsemdina og hjálpa honum til betri heilsu. Því miður leiddi þetta í ljós, að prédikarinn trúfasti þjáðist af krabbameini á háu stigi. Kússía er kvæntur, og eiga þau hjónin þriggja ára dreng, auk annars barns í vændum. Við vitum, að dagamir eru nú erfiðir hjá þessum ungu hjónum. Biðjum fyrir Kússía, að hann fái varðveitt trúna, hvort sem hann lifir eða deyr, og friður Guðs megi fylla hjarta hans. Minnumst jafn- framt eiginkonunnar og annarra aðstandenda. Stundar nám í Noregi Valdís Magnúsdóttir skrifar frá Fjellhaug 27. september: „Þið hafið áreiðanlega séð mynd af bekknum í „Utsyn“ nr. 27. Þetta er stór hópur, en það kemur bet- ur og betur í ljós, hve góður hann er. Ég var mjög spennt að hitta bekkjarsystur mínar, og þó sér- staklega þær, sem ég kæmi til með að búa í herbergi með. Við erum fjórar í sömu íbúð á „aldersbo- ligen“ (heimili fyrir aldraða, sem að hluta til hefur verið tekið fyrir námsfólk). Þær heita Björg Mæ- stad, sem er með mér í herbergi, kennari; Liv Ekeland og Kirsten Foldöy, hjúkrunarkonur og ljós- mæður. Ég kann sérstaklega vel við þær. Björg er systir Annlaug- ar Almelid, en hún og maður henn- ar hafa verið bæði í Gidole og Konsó. Það er sennilega úr kristni- boðsfréttum, sem ég kannaðist strax við nafnið Almelid. Björg er afar viðkunnanleg, traust og skemmtileg. Það er gaman að hlusta á al- menna sönginn hér og kannski sérstaklega í bekknum. Margar syngja mjög vel. En lagavalið finnst mér öllu betra heima, fyrir minn smekk, heldur þungt hér. Annars er reglulega gaman í söng hjá Ledang. Hann nær sannarlega athyglinni. Stundum minnir hann mig á seiðmann, þegar hann hef- ur sem mestan leikaraskap í frammi til að tjá sig. Er þá erfitt að hafa munnstillinguna eins og hún á að vera. Stofnaður hefur verið kristniboðsskólakór, 72 manns. Fjórir piltar á fjórða ári syngja líka saman í kvartett. Ledang er svo hrifinn, að hann áformar söng- og vitnisburðaferð í vor. Það er lærdómsríkt að sjá öy- vind Andersen kenna Rómverja- bréfið bóka- og blaðalaust, — kunna ritningarstaðina utan að og vera blindur. Hann „lýkur upp“ ritningunni. Ruth Roberstad hefur verið mörg ár í Japan og upphaf- lega í Kína. Hún biður að heilsa prófessor Jóhanni og Astrid. Aad- land biður að heilsa, hann kennir ensku. Við Stefanía Sörheller og Kjart- an Jónsson (þau stunda nám í biblíuskólanum) höfum haft bæna- stundir tvisvar til þrisvar í viku. Ég er svo þakklát fyrir þau og þessar stundir. Alveg sérstök ánægja er líka að hitta Kristínu Sverrisdóttur. Við íslendingarnir hér í Osló höfum ekki ennþá hitzt síðan ég kom. Guð blessi ykkur, kæru vinir.“ í FR ÉTT af vígslu sr. Jóns D. Hróbjartssonar í síðasta tbl. Bjarma, féll niður nafn séra Jónasar Gíslasonar, lektors, þegar getið var vígsluvotta. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.