Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 14
svip á mótið. Húsnæðið, sem not- að var til mótshaldsins, var sér- lega skemmtilegt og stuðlaði að því, að manni liði vel á staðnum. Bókaborð var stórt og veglegt á mótinu, og var áberandi, hve fólk var eindregið hvatt til að kynna sér það lestrarefni, sem þar var á boðstólunum. Áberandi var í allri ferðinni til Noregs, hve mikið er lagt upp úr gildi hins ritaða orðs. Virðist eins og menn séu almennt að vakna til sterkrar vitundar um, hve ritað orð geti verið miklu sterkara tæki í höndum Guðs en mörg okkar höfum gert okkur grein fyrir. •- Ástæða er til að biðja fyrir og styðja við útgáfu kristilegs lesefnis hér heima, má í þessu sambandi minna á bóka- og bæklingaútgáfu Kristilegs stúd- entafélags. Á þessu móti var gaman að vera íslendingur. Flestir höfðu í huga að koma til íslands næsta ár, þ.e. á norræna kristilega stúdentamót- ið í Reykjavík, sem haldið verður næsta sumar. Margir sögðu, að nú væri beðið sérstaklega fyrir ís- landi, og megum við því vænta mikilla hluta. Gunnar Sigurjónsson var ræðu- maður af fslands hálfu á þessu móti. Hann og Vilborg kona hans höfðu verið með í allri ferðinni og verið okkur sem foreldrar (stór barnahópur það!) Þessi pistill verður væntanlega ekki lengri, en þó get ég ekki sett síðasta punktinn fyrr en ég hef minnzt á eina setningu, sem sögð var á mótinu, ég held það hafi verið síðasta kvöldið. Setningin hljómaði svona: Þér eruð brauðið og fiskarnir. Ég brosti ósjálfrátt, er ég heyrði setninguna. Ég hafði aldrei hugsað um þetta þannig fyrr. Þessi setning hefur komið í hug minn oftar en einu sinni, síðan þetta var, og merking hennar hef- ur dýpkað í huga mínum. Er ég í höndum Drottins eins og brauðið og smáfiskarnir? Guð gefi, að við fengjum að minnka, til þess að hann fái að stækka. Málfríöur Finribogadóttir. AUGUN UÍTA AKRA HYÍTA AÖdragandi 20 ára starfs i Konsó í upphafi frásögunnar var greint frá því, er tveir ungir Reykvíkingar hefja nám í kristniboSaskóla í Osló árið 1946, með starf í Kína fyrir augum. En fyrr en varir er Kína lokað land. Beinist athyglin þá að Eþíópíu. Og er allar dyr þangað austur virðast opnar upp á gátt, samþykkir kristniboðsþing ein- róma árið 1952, að íslendingar hefji kristniboðsstarf meðal Konsó-þjóðflokksins i Suður-Eþíópíu. Lofsöngur Erfitt var um gjaldeyri á þessum árum. Fjárhagsráð réð því, verður til. hvernig takmörkuðum gjaldeyri þjóðarinnar skyldi skipt. Bjarni Eyjólfsson segir svo frá: „Við höfum í tvö ár reynt að fá yfirfærslu til þess að geta sent Jóhanni Hannessyni peninga, þegar hann var í Hong Kong. Það var eftir stríð. Við höfð- um alltaf fengið nei. Af hálfu nefndarinnar var alltaf neitað í trausti þess, að Norðmenn myndi ekki láta hann deyja úr hungri. Svo sækjum við um að fá að byggja kristniboðsstöðina í Konsó. Upphæðin, sem til þurfti, var 37,000 kr. eins og gengi íslenzku' krónunnar var þá. Um- sókninni var illa tekið. Þá var formaður í fjárhagsráði séra Magnús Jónsson, prófessor. Og hann tók málið upp á sína arma, reyndi að sýna þeim hinum fram á, að þeir gætu ekki verið þekktir fyrir að neita því fólki, sem vildi leggja slíkar fórnir á sig, um yfirfærslu á 37 þúsundum. Og hann fékk þá til að samþykkja. Þó var það ekki gert nema með því skilyrði, að upphæðin yrði yfirfærð á tveim árum. Ég fór siðan niður í Amarhvol að sækja svarið. Ég fæ bréf í hendur og tek það upp, og þar stendur, að hér með sé veitt leyfi til að yfirfæra til bygg- ingar Islenzkrar kristniboðsstöðvar 37.600 íslenzkar krónur, enda yfirfærist upphæðin á tveim árum.“ ,,Ég held, að ég hafi aldrei orðið eins upplyftur í andanum, því að ég man það, að ég hljóp syngjandi með tárvot augu fram hjá Þjóðleikhúsinu, og það sem ég söng þá, skrifaði ég strax niður, þegar ég kom heim: ,,Upp, sál mín, nú og hátt lát hljóma til himins lof og þakkargjörð." — Ég var svo gágntekinn, að ég söng þennan sálm, orti hann á leiðinni heim, ólgandi af fögnuði. Ég hef oft orðið ákaflega glaður og gripinn vegna kristniboðsins, en ég man aldrei til þess, ef ég má orða það svo, að ég hafi orðið eins frá- vita af gleði og þegar ég hélt á þessu leyfi í höndunum." (Kirkjuritið, I des- ember 1971). Sálmurinn birtist hér á næstu blaðslðu. Fréttin vekur líka mikinn fögnuð meðal kristniboðsvina. „Gleði og þakk- læti kristniboðsvina er einlægt," heldur Bjarni áfram. „Þess sáust ljós dæmi á kristniboðssamkomunni I Betaníu 12. nóvember. Þann dag barst bréfið frá fjárhagsráði og var lesið upp á samkomunni. Ég held, að ég geti fullyrt, að ég hafl aldrei séð fagnaðar- og þakkartár brjótast eins skýrt fram I margra augum og það kvöld." Felix Ólafsson kvæntist Kristinu Guðleifsdóttur úr Reykjavík hinn 1. nóv- ember þetta ár. Kristín hafði m.a. stundað nám á Biblíuskólanum á Fjellhaug í Osló. Er nú ákveðið, að þau hjónin haldi til Englands til málanáms snemma árið eftir. Vegna velvildar fjárhagsráðs er nú séð, að hægt verður að hefja byggingu kristniboðsstöðvar I Konsó og greiða byggingarkostnað með jöfn- um afborgunum næstu tvö árin. Einnig var gefið fyrirheit um yfirfærslu á launum kristniboðanna. BJARMI Kemur út annan hvern mánuð, 2 tbl. I senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B, Reykja- vík. Pósthólf 651. Simar 17536 og 13437. Árgjald kr. 200.00. Gjalddagi 1. mai. Prentað í Prentsm. Leiftri hf. Vígsla og brottför. Fyrsta vígsla íslenzkra kristnihoða til starfa á islenzkri kristniboðsstöð fór fram I Hallgrímskirkju I Reykjavík 28. desember 1952. Þá voru Kristin Guðleifsdóttir og Felix Ólafsson vigð kristniboðavígslu, og var athöfninni útvarpað. Séra Sigurjón Þ. Árnason fram- kvæmdi vígsluna. Vígsluvottar voru þeir Gunnar Sigurjónsson, séra Magnús Runólfsson, Ólafur Ólafsson og séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Auk séra Sigur- jóns Þ. Árnasonar töluðu Ólafur Ólafsson og Felix Ólafsson. Ræður þeirra birtast í Bjarma árið 1953 og bera allar vott um gleði, eftirvæntingu og þakk- 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.