Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 10
BREF Kaflar úr einkabréfum Hlakka til kvennastarfsins Kjellrún Svavarsson skrifar frá Konsó í lok ágúst: „Nú er Gísli sjálfsagt búinn að segja þér flest það, sem fréttnæmt gæti talizt, — en þú forsmáir ekki fátækiegt rabb. Hér sit ég eftir í tómu húsi, að mér finnst. Skúli fór til Addis með Kristínu, sem nú fer í 2. bekk. Vegna annríkis hér heima við komst ég ekki með. Mér fannst ennþá erfiðara að senda hana frá mér núna en í fyrra. Þess vegna finnst mér húsið tómt, eftir að hún er farin. En sjálf er hún alltaf jafn glöð og ánægð. Með Skúla fóru einnig Jónas og Ingibjörg, í frí, — KJELLRÚN SVAVARSSDN - SKÚLI SVAVARSSDN h)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f>f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f)f og Skúli verður svo á fræðslunám- skeiði í Awasa. Örnulf fór héðan um miðjan mánuð, og brátt eru verksummerki eftir hjálparstarfið að hverfa. í næstu viku hefjum við kvenna- starfið að nýju hér á stöðinni, og ég hlakka til. Vona bara innilega að konurnar láti ekki sitt eftir liggja, heldur fjölmenni. Sóknin lá mikið niðrí á síðasta ári; við urð- um meira að segja að leggja nið- ur föstudagsfundina. Við reyndum um tíma að hafa aðeins biblíu- lestra með þeim, — en ætlum nú heldur að hafa gamla lagið. Ég ætla að reyna að fá þær til að borga upp í helming af handavinn- unni um leið og þær byrja á nýju plaggi, í von um að þær ljúki því frekar. Mikil þörf er einnig á, að vel verði unnið að safnaðarhanda- vinnunni. Einhver hækkun verður á launum safnaðarstarfsmanna, — en þeir sem gefa í safnaðarsjóð- inn, flest venjulegir bændur, hafa sannarlega ekki úr meiru að spila nú en áður. Þyrftum við því helzt að fá drjúgar tekjur af handa- vinnusölunni í ár. Viljið þið biðja mikið fyrir kvennastarfinu. Ég veit reyndar að þið gerið það — biðjið sérstaklega fyrir konunum, að þær komi á fundina og hljóti bless- un af. Ég geri ráð fyrir að Guji haldi áfram að hjálpa í kvennastarfinu eins og í fyrra. Hún er búin að eignast annað barn, dreng, sem nú er þriggja mánaða, feitlaginn og frísklegur lítill kútur. Adjúnna horfir með eftirvænt- ingu fram til þess, er Berrisja kem- ur heim. „Þegar komið hefur kom- ið upp einu sinni enn — og þornað á ný — þá kemur pabbi,“ segja börnin. Adjúnna er alltaf jafn fús og hjálpleg. Dibebú er henni erfið- ur, hann er svo mikill fyrir sér, strákurinn sá. Rétt í þessu var læknirinn frá Gidole að koma með Bórana-mann, svo kannski ætti ég að láta hér staðar numið og koma þessu bréfi áleiðis með honum. Það hefur fækkað bílferðunum hér á milli núna. Svolítið hefur rignt, það rigndi mikið í þrjá daga. Kornið spírar og fólk hamast á ökrunum. Það álítur, að „litli regntíminn" sé að byrja. Vonandi heldur bara áfram að rigna, svo að það kom, sem upp er komið, sviðni ekki áður en það er fullþroskað. Við höfum það gott, erum öll frísk og hress. Elsa biður innilega að heilsa. Skilið kveðju til barn- anna og einnig til annarra, sem við þekkjum.“ Kristniboðssambandinu hafa borizt eftirtaldar gjafir í september 1974: Frá einstaklingum: ÖE 10.000; NN 3000; SD (áheit) 3000; BJ (til sjúkra- starfs) 3000; ÞHG 1000; JT 5000; EE 5000; ÁJ 5000; MJ 500; AG 350; BS 1200; ÞS 1000; Áheit frá Akran. 1000; BÓ 500; ÁG (áheit) 1000; NN 100; GAÞ 500; NN 700; í 5000; SK 3000; ÁH 5000; MG 80; Kona Hafnf. 500; GB 5000; GG 3025; EI 500; Afh. í Betaníu 1000; EM 5000; GA 28.700. Frá félögum og samkomum: Viðbót við samkomuviku í Betaníu 1500; Ljósm.klúbbur KFUM og K 7.933,10. Baukar: Þ 1545,80; Baukur Stein- unnar 2727,70; GJG 1331,50; Konsó- kirkjan Hafn. 2000; Baukur Hafn.fj.- kirkju 1800; TH 807,40; NN 942,50; NN 719,40; AM 1499,60. Minningargjafir: Til minn. um GSÓ frá IT 5000; Til minn. um Elínu Jó- hannesdóttur frá SS 3000; Aðrar minn- ingargjafir 27.660. Gjafir alis í sept.: 157.122,00. Kristniboðssambandinu hafa borizt eftirtaldar gjafir í október 1974: Frá einstaklingum: ÓE 10.000; NN 100; Þrír aldraðir á Isaf. 1700; GÁ 2000; Z 7000; GG Akran. 96.533; SFSV 5000; NN 1750; NN 1600; NN 5000; MG 5000; TH 458; NN 10.000; GGM 6879,70; JV 1000; Þrjár telpur Hafnarf. 400; Bréfalúga Betaníu 1000; Afhent í Betaníu 1000; E.M. 2000; Þakklátur 30.000. Frá félögum og samkomum: Samk. í Flateyrarkirkju 4700; Barnasamk. Þingeyri 1460; Samk. Þingeyrarkirkju 2515; Samk. Hólskirkju, Bolungarv. 1791; Samk. Hjálpræðisher ísaf. 1260; Samk. Isafj.kirkju 9493,40; Barna- samk. Isaf. 8150,60; Gesta- og sjó- mannaheimili Hjálpraeðishers Isafirði 14.540; MD KFUK Langagerði 865; YD stúlkur Akranesi (hiutavelta) 4004; Árgeisli og KSF 500. Baukar: SB 740,20; Baukur barna 252,90; X 3486,10; AJG og AG 1662,60; KFUK YD Iíafn. 691,30; NN 1904; Þ 1508,40; MÞ 941. Minningargjafir: Minningargjöf um Konráð Þorsteinsson frá fjölskyldu hans 50.000; Minningargjöf um Jónu Bjarnadóttur frá EB 10.000; Ýmsar minningargjafir 11.550. Gjafir alls i október: 320.576,20. Gjafir sem af er árinu 5.593.095.40. Gjafir sama tíma í fyrra 4.398.521.30. 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.