Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Síða 9

Bjarmi - 01.11.1974, Síða 9
M kom hann. Hann gekk rak- leiðis til mín. — Vitið þér að þér gáfuð mér sálm móður minnar í gær. Þekkið þér mig og fjölskyldu mína betur en þér viljið vera láta? Tortryggnin skein úr augum hans — en að baki hennar einnig vonin um að ég myndi svara ját- andi. — Nei. Ég þekki yður ekkert — veit ekki hvað þér heitið. Ekki heldur fjölskyldu yðar. Það hef- ur áreiðanlega verið Guð, sem gaf mér þennan sálm handa yður. Síðan sagði hann mér sögu sína. Hann hafði átt trúaða móður, sem hafði beðið fyrir honum og bróð- ur hans ár eftir ár. En hann hafði lent í óreglu. Sterkir drykkirnir eyðilögðu líf hans. Gömlu Biblí- una, sem móðir hans hafði átt, hafði hann opnað í gær, í fyrsta skipti eftir að hann fékk hana, og lesið 62. sálm Davíðs. Utan um hann var strikað með rauðu og með rithendi móður hans, sem hann þekkti vel, stóð skrifað: „Sálmurinn minn. Aðeins í von til Guðs veit ég að drengirnir mínir verða hans börn.“ Já — frá meiru er eiginlega ekki að segja. Ef til vill hljómar þessi stutta frásögn mín eins og ævin- týri, skrifað í tilefni jólanna. En nei. Ef svo er, þá er það Drottinn sjálfur, sem kom þessu ævintýri af stað. Ég segi aðeins frá stað- reyndum. Litli maðurinn sagði: „Hittumst heil aftur“, þegar hann fór frá matsölustaðnum þennan dag með Guðs orð — og móður orð — í hjarta, og peninga í vasanum til að halda jólin hátíðleg með. Við sáum hann ekki aftur og veltum því fyrir okkur hvað væri orðið af honum. Ég var óttasleg- in, því ég var svo vantrúuð: Ef hann hefði nú samt framið sjálfsmorð? En dag einn fengum við fréttir. Hann hafði farið til heimkynna sinna, þar sem bróðir hans rak búgarðinn, og þar hafði hann ver- ið síðan. — Hann er víst orðinn „heilagur", flissaði sá sem flutti fréttina. En ég vissi hvað það þýddi, og þakkaði Guði. (Úr bókinni Livsskjebner, eftir Kamma Norstedt). María va£6i bamið rei£um og lagði það í jötu. ÞaB voru jól, blessuð jól. Jólahuglei bing MYRKIR OG ENGIN JÓL J ólahugleiðing! Hver getur skrifað frumlega jólahugleiðingu? Enginn! Efnið hefur verið þrautunnið þúsund sinnum. Enda hlaupum vér oftast yfir skrif af því tagi á fyrstu síðum jólablaðanna, en leit- um heldur að einhverju lesefni, sem vakið gæti áhuga vorn, — eins og til dæmis, ef fyrirsögnin væri: Jólin komu, þrátt fyrir allt. En jólin komu samt ekki til allra. Og það ætti að vekja oss til umhugsunar, því að engillinn sagði forðum, að hinn mikli fögnuður mundi veitast öllum lýðnum. María vafði barnið reifum og lagði það í jötu. Það voru jól, blessuð jól. Nærri tvö þúsund árum síðar vafði önnur móðir barnið sitt í skinnklæði, lagði það á brjóst sér og gaf því að siúga eins og það lysti. Síðan hélt hún af stað með bafnið út á sléttuna, en þar hugð- ist hún skilja það eftir. Nóttin var dimm. Hýenurnar vældu, og hlébarðarnir læddust meðfram götuslóðunum. Umhverf- ið gat varla verið óhugnanlegra. En takmarkalaus skelfing móður- innar og ótti við illu andana rak hana áfram. Reyndar voru það öld- ungarnir, sem höfðu þröngvað henni til þess að fremia þennan verknað. Þeir voru nefnilega jafn- hræddir og hún við illu andana. Þeir urðu að gæta þess, nauðugir — viljugir, að hinum miskunnar- lausu lögum ættflokksins væri hlýtt. Móðirin nam staðar undir stöku tré, sem hún gat naumlega greint, þar sem það bar við stjörnubjart- an himin. Full örvæntingar þrýsti hún litla barninu þétt að barmi sér, aftur og aftur. Loks þreif hún skinnklæði af herðum sér, varpaði því á grundina og lagði barnið var- lega ofan á það. Þung stuna leið frá brjósti hennar, eins og frá særðu dýri. Þegar barnið naut ekki lengur hlýjunnar í faðmi móðuf sinnar, tók það að fálma og kveina. í ráðaleysi þrýsti móðirin höndun- um þétt að eyrum sér og hljóp burt, burt, eins hratt og fætur tog- uðu. Hún vildi komast hjá því að heyra, er hýenurnar kæmu og rifu barnið á hol með beittum tönn- unum. Nei, það komu engin jól. Eftir nær tvö þúsund ár eru þau ekki komin enn á þennan stað. Sagði engillinn ekki, að fögnuðurinn mundi veitast öllum lýðnum? Jú, og einmitt þess vegna hafa jólin væntanlega borizt til vor, svo að þjóðin hefur öldum saman getað haldið þau hátíðleg. En samt eru jólin ekki komin til allra. Hafa þau ef til vill frosið föst í draumkenndri miðsvetrarhrifn- ingu yfir jólasnjó, gulli og glingri? Magnar Mageröy, kristniboöi. Kristniboðið: Póstgíró-númer 65100 Athygli kristniboðsvina skal vak- in á því, að Samband íslenzkra kristniboðsfélaga hefur tekið í notkun póstgíróreikning nr. 65100. Geta þeir, sem vilja notfæra sér hið þægilega gírókerfi, afhent gjaf- ir sínar til kristniboðsins í næsta pósthúsi, banka eða sparisjóði, en þaðan munu þær svo ber- ast til Kristniboðssambandsins. Það skal þó tekið fram, að „gamla aðferðin", að koma sjálfur með gjafirnar eða senda þær á annan hátt, er að sjálfsögðu í fullu gildi. 9

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.