Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 11
JÓHANNEB DLAFBBDN - ELBA JACDBBEN - VALDÍS MAGNÚBDÚTTIR ** Jf****************************************************** Kirkjan rís margir vilja lœra Skúli Svavarsson skrifar 23. september: „Byggingu kirkjunnar miðar vel áfram. Búið er að mestu að ganga frá biblíuskólaálmunni, lokið við að pússa kirkjuskipið að innan og verið að pússa aftari salinn. Þak er komið á allt húsið, nema hvað kjöljárnin vantar á kirkjuskipið, ég hafði ekki nógu mörg og varð að panta frá Addis. Reikna ég með að fá þau í næstu viku, og er þá allt undirbúið til að negla plöt- urnar neðan í þakið. Eftir sex vik- ur ætti kirkjan að vera langt kom- in. Það kemur til með að standa á bekkjunum og stóru hurðunum. Þeir lofuðu að smiða þetta fyrir mig í Arba Minch, en eru víst ekki byrjaðir á neinu. Ríkið annast nú hjálparstarf hér í Konsó. (Þeir vildu halda áfram komdreifingu, sennilega vegna þess hve mikið gjafakorn er fyrir hendi í landinu). Við áttum í svolitlum erjum við yfirmennina hér til að byrja með. Þeir ætluðust til að við héldum áfram, en okkur fannst ekki þörf á því. Þá vildu þeir fá að nota geymslurnar okkar og lóð- ina fyrir korngeymslur, en það tók ég ekki í mál, því að við þurfum að nota þær til annars. Það var handleiðsla Guðs, að við skildum byggja þessar geymslur fyrir kristniboðspeninga. Nú gengur allt vel, þeir vinna að sínu og við að okkar starfi, og allir virðast ánægð- ir. Það er friður og ró, — hugsaðu þér, ekkert þras og engar ákær- ur! Allir okkar starfsmenn fá að vinna í friði. Þetta eru undarlegir tímar hér í Eþíópíu. Öll byltingin virðist ætla að ganga friðsamlega fyrir sig. Að vísu eru allir mjög spenntir að sjá, hvernig tekst til. Flestir, sem ég hef samband við, eru mjög bjartsýnir og sjá sýnir. Sýnódufundurinn er nýafstaðinn og var hann að þessu sinni hald- inn í Gidole. Ato Leggese Wolde var endurkjörinn forseti og Negash Lemma varaforseti. í dag höfðum við fund í stöðvar- stjórn. 10 nemendur, sem lokið hafa 3—6 bekkjum í barnaskóla, vei’ða fyrstu nemendumir á biblíu- skólanum í Konsó. Hér verður mjög þröngt á þingi. Allar kenn- araíbúðirnar eru fullsetnar. Biblíu- skólinn hefur eina íbúð fyrir kennslustofu til að byrja með. Skrifstofa skólans verður flutt það- an í skólahúsið, — ég er búinn að hólfa hana af. Skilrúmið er þó ekki enn komið milli kennslustof- anna í námskeiðshúsinu. Við verð- um að hafa opið, þangað til kirkj- an er fullgerð. Tvær bekkjadeildir verða þó að vera þar til húsa, eða þá önnur undir berum himni. Byrjendabekkurinn verður í gamla sjúkraskýlinu. Vandræði verða vegna plássleysis fyrir heimavist- irnar. Enn er vika þangað til skól- inn byrjar, og 105 drengir hafa þegar sótt um pláss og 21 stúlka. Fyrir drengina höfum við 5 her- bergi, — hið sjötta fær biblíuskól- inn. Stúlkurnar hafa aðeins eitt, því Adjúnna er í hinum enda húss- ins. Ég veit ekki, hvað við eigum að gera, það er erfitt að gera upp á milli umsækjendanna. Við sjá- um nú til, — kannski verður ekki heldur pláss fyrir alla í skólan- um. Nú stendur yfir námskeið fyrir ------------------------ FltÍMERKI Aðalskrifstofan veitir móttöku notuðum, inlenzhum trimerhjum og selur þau til ágóða fyrir kristniboðið. — Frimerkin séu ógölluð og ekki losuð af um- slögunum, heldur klippt af með nokkurri spássiu í kring. Sendið þau þannig til Sam- bands íslenzkra kristniboðs- félaga, Amtmannsstíg 2B, Rvík. ------------------------- öldunga, djákna og starfsmenn. Síðastliðna viku voru 48 öldungar, 36 djáknar og 67 prédikarar á nám- skeiðinu. Það er góður andi og vel hlustað í tímunum. Margir koma með góðar spumingar og gefa góð svör. Þó eru því miður allmargir á meðal prédikaranna, sem ekki hafa mikinn andlegan skilning og hafa lítið fram að bera. Þessir þarfnast mikillar fyrirbænar. Jónas og fjölskylda hafa verið í fríi. Ég býst við þeim aftur um miðja vikuna, og þá fer Elsa í frí. Það hefur verið gríðar mikið að gera hjá henni. Yfirleitt fullt í öllum rúmum og alltaf einhverjir sjúklingar, sem liggja á gólfinu. Nú er Gallabo, fyrrum kennari, kominn aftur. Hann byrjar að vinna fljótlega sem hjúkrunar- maður og ætti það að verða til hjálpar. Ég held ég slái botninn í þetta spjall. Við biðjum að heilsa öllum vinum og kunningjum.“ Friður á yfirborðinu Jóhannes Ólafsson skrifar frá Arba Minch 29. september: „í stórum dráttum er þróunin hér í landi sú sama og þegar þú varst hér úti. Þeir ganga bara skref fyrir skref lengra í átt að einhverju nýju stjórnarfari, sem enginn veit ennþá hvert verður. Herstjórnin segist taka málin í sínar hendur um tíma, einungis til þess að steypa frá völdum þeim spilltu mönnum, sem réðu land- inu. Keisarinn er sá svarti sauð- ur, sem allir skella skuldinni á, meira að segja meðlimir gömlu stjórnarinnar. Rannsóknarnefnd er að yfirheyra þá, einkum um Wollo- hneykslið (hungursneyðin). Fyrr- verandi forsætisráðherra sagði þar, að hann hefði bara verið ráðherra 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.