Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 7
að auki var komið upp sex stöðv- um úti í héraði. Þegar korndreif- ing fór fram, var fólk kallað til þessara stöðva. Starfsmenn stafn- aðanna lásu þá upp nöfn fjöl- skyldnanna, og fengu þær afhent korn eftir fjölskyldustærð. Sjálf dreifingin tók tiltölulega stuttan tíma einmitt fyrir það, hve skipu- lega allt fór fram. Á rigninga- tímanum var miklum erfiðleikum bundið að koma kominu til kristni- boðsstöðvarinnar i Konsó og þaðan út í hérað. Tvær þyrlur voru leigð- ar í kornflutninga til þeirra staða, er lengst lágu undan og erfiðast var að ná til. Á stöðinni voru stað- settir tveir flutningabílar. Þeir fluttu korn til nálægari þorpa, svo og til fjarlægari staða eftir því sem vegir þomuðu. Kristniboðarn- ir báðu mig að skila þakklæti fyrir þá miklu aðstoð, sem barst frá ís- landi. Hvar sem ég fór um þorp- in, þökkuðu Konsómenn af heil- um hug fyrir hjálpina og undir- strikuðu hvað eftir annað, að án hennar hefði hið voðalegasta ástand skapast í Konsó. Þessa tæpa tvo mánuði, sem ég var þar suður frá, rigndi allmikið. Akrarnir litu vel út og horfur voru á að menn fengju meðaluppskeru. Sums stað- ar í héraðinu var útlitið jafnvel enn betra. Er mikið þakkarefni, að svo vænlega horfir eftir hörmung- ar síðustu mánaða. Við lok hjálpar- starfsins er gleðilegt að geta sagt með sanni, að hér hafi á allan hátt mjög vel tekizt til. Hvað er að segja um fram- kvæmdir á kristniboðsstöðinni? Sá draumur er nú að rætast, að kirkjan rísi af grunni. Skúli hafði fengið ágæta múrara frá Awasa. Þegar ég fór frá Konsó, voru þeir búnir að hlaða húsið, og samkvæmt síðustu fréttum er þakið komið á. Skipulag hússins er ákaflega hag- kvæmt. Sjálft kirkjuskipið tekur 340 manns í sæti, en hægt er að opna inn í tvær kennslustofur og með þeim rúmast þá tæplega 500 manns í sæti. Þessar kennslustof- ur verða notaðar fyrir biblíuskóla, en fyrir hann hefur verið knýjandi þörf mörg síðustu árin. Húsnæðis- aðstaðan hefur hins vegar ekki heimilað slíkt fyrr en nú. í kirkju- húsinu verða einnig skrifstofur prestanna, þar sem þeir fá m. a. aðstöðu til geymslu kirkjubóka og annars, er við kemur safnaðar- starfi. Hér er því á allan hátt merkum áfanga náð. Því miður hefur dýrtíð aukizt mjög í Eþíópíu sem annars staðar. Skúli skrifaði stjórn Kristniboðssambandsins og fór fram á viobótarfjárveitingu að upphæð 5 þúsund eþ. dollara til þess að geta farið eftir hinni upp- runalegu hönnun að öllu leyti. Stjórn sambandsins ákvað á fundi í septembermánuði að verða við þessari ósk. En það hefur aftur í för með sér um 250 þúsund króna viðbótarkostnað. Fjárhagsáætlun þessa árs var óvenjuhá, — en við trúum því að kristniboðsvinir bregðist vel við og mæti þessari auknu þörf með skilningi. Enginn vafi leikur á því, að kirkjan og biblíuskólinn verða starfinu mikil lyftistöng. Með tilkomu skólans þarf ekki lengur að senda fólk til biblíunáms í Gidole. Auk þess verð- ur auðvelt að hafa lengri og skemmri námskeið fyrir safnaðar- meðlimi. Brýnt verkefni verður á næsta ári að byggja heimavistir, bæði fyrir nemendur við biblíu- skólann og barnaskólann. Undan- farin ár hafa fjölmargir vonsvikn- ir þurft frá að hverfa vegna pláss- leysis á heimavistum. Er vöxtur sfarfsins mikill? Óhætt er að fullyrða, að með hverju árinu sem líður vex starfið hröðum skrefum. Aldrei fyrr hef- ur kristniboðið og söfnuðirnir haft eins marga starfsmenn, — en þeir munu nú vera milli 80 og 90 að tölu. Fyrstu 6 mánuði þessa árs höfðu tæplega 400 manns verið skírðir og fermdir. Þetta gefur ljóslega til kynna, að margir hafa sótt og sækja kristinfræðinámskeið. Þörfin fyrir prédikara er mikil og ennþá bíða margir staðir í hérað- inu eftir því að fá starfsmenn. Þetta ætti að vera kristniboðsvin- um mikil hvatning. Guð hefur ver- ið með frá byrjun og ennþá held- ur hann opnum dyrum. Innlendu prestarnir og safnaðaröldungarnir báðu mig að skila því til vinanna heima, að nú væru sérstakir vitj- unartímar í Konsó og að þeir þyrftu á mikilli hjálp og fyrirbæn að halda. Kristniboðarnir tóku í sama streng. Sameinumst því í bæn til Guðs um náð til þess að nota tækifærin á réttan hátt — á meðan enn heitir í dag. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á Afiurhvarf peninga- pyiigjimiiai* Eftirfarandi orð gat að lesa í erlendu blaði. Þau eiga sjálfsagt erindi til okkar — til þin: Afturhvarf peningapyngj- unnar er óhjákvæmilegur þátt- ur sinnaskiptanna. Venjulega er afturhvarf peningapyngj- unnar merki urn rækilega breytingu í hjartanu. Því að pyngjan er iðulega það varna- virki hjartans, sem síðast gef- ur sig anda Krists á vald. Þetta virki, sem þráast við, þegar öll önnur virki hafa fal- ið sig Guði. Því að djúpt í eðli okkar stendur skrifað, að peningar séu vald, lykill að lífsnautnum, og að sá, sem á peninga, eigi framtíð fyrir sér. Þeir eru fáir, sem trúa því, að þeir verði þeim mun ríkari sem þeir láta meira af hendi rakna í kærleika. Minnumst orða Drottins Jesú, er hann segir (Post. 20,30): SÆLLA ER AÐ GEFA EN ÞIGGJA. hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta er boðskapurinn, sem okkur hefur verið falið að flytja Konsómönnum. Að lokum: — Kristniboðarnir í. Konsó, auk hinna íslenzku kristni- boðanna, sem eru i Eþíópíu, báðu mig fyrir kærar kveðjur til kristni- boðsvina. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.