Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 6
Farsælt hjálparstarf. Vitjunartímar. Aukin fjárþrof Gísli Arnkelsson segir frá Eins og kunnugt er fór Gísli Arnkelsson kristniboði til Eþíópíu í byrjun júní þ. á. og dvaldist þar í tæpa tvo mánuði. Eþíópíu hefur mikið verið getið í almennum frétt- um síðustu mánuði vegna ástands- ins í landinu, en jafnframt leikur fjölmörgum hugur á að vita um aðstöðu kristniboðsins í landinu, hvort hún hafi breytzt frá því sem áður var, — og hvað helzt sé frétt- næmt frá íslenzku kristniboðsstöð- inni í Konsó. Spurningum af þessu tagi hefur rignt yfir Gísla eftir heimkomuna, og fara hér á eftir svör hans við nokkrum þeirra: Hvernig leizt þér á stjórnmála- ástandið í Eþíópíu, þegar þú varst þar? Ég kom til Addis Abeba þann 3. júní. Er ég ferðaðist örlítið um borgina, fannst mér lögregluþjón- ar ekki vera fleiri á götunum en ég átti áður að venjast. Að vísu sá ég fleiri vopnaða hermenn við opinberar byggingar, en lífið virt- ist að öðru leyti ganga sinn vana gang. Hið raunverulega stjórn- málaástand var óljóst. Menn gátu ekki gert sér grein fyrir, að hverju stefndi. Ýmsir embættismenn voru harðlega gagnrýndir fyrir embætt- isafglöp, og mannaskipti voru tíð í hinni nýju ríkisstjórn. Eins og kunnugt er tók herinn öll völd í sínar hendur. Ennþá virðist óljóst, hverjir og hvaða öfl innan hers- ins ráða mestu. Fljótlega komu fram háværar kröfur m. a. um nýja stjórnarskrá og að jarðarmál yrðu tekin til rækilegrar endur- skoðunar. Upphaflega átti hin nýja stjórnarskrá að liggja fyrir í sept- embermánuði, en eftir því sem ég bezt veit hefur ,hún ekki ennþá verið lögð fram. Rétt er að undir- strika, að hin nýju stjórnvöld hafa á engan hátt látið í ljós, að störf hinna ýmsu kristniboðsfélaga og lúthersku kirkjunnar yfirleitt væru óæskileg. Við vonum, að hér verði ekki á neinar breytingar, þannig að kristniboðsstarfið fái í fram- tíðinni að halda áfram. Hvenær lauk hjálparstarfi vegna hungursneyðarinnar í Konsó? Því lauk um miðjan júlímánuð. Mér fannst ákaflega hrífandi að sjá, hve vel hjálparstarfið var skipulagt. Starfsmenn kristniboðs- ins og safnaðarmanna höfðu skráð allar f jölskyldur, sem búa í Konsó. Miðstöð hjálparstarfseminnar var á sjálfri kristniboðsstöðinni. Þar FARIÐ VESTUR Benedikt Arnkelsson og Gunnar Sigurjónsson, starísmenn Kristni- boSssambandsins, fóru til Vest- fjarða 25. september síðastliðinn og voru tœplega hálfan mánuð i ferðinni. Þeir dvöldust fyrst á fsa- firði og héldu þrjár samkomur í fsafjarðarkirkju, svo og tvœr barnasamkomur. Þeir kynntu kristniboðið meðal nokkurra nem- enda menntaskólans og heimsóttu sjúkrahúsið og elliheimilið. Ein samkoma var haldin í Hólskirkju i Bolungarvík. Þá var haldin barna- samkoma og tvœr almennar sam- komur i lcirkjunni á Þingeyri i Dýrafirði og gagnfrœðaskólinn á Núpi var heimsóttur. Loks var efnt til samkomu í Flaeyrarkirkju, og barnaskólinn í þorpinu var heim- sóttur. Gjafir til kristniboðsins námu samtals um 46.500 kr. NÁMSKEIÐ Frœðslunámskeið, fyrir starfs- fólk KFUM og K í Reykjavik og nágrenni, var haldið í húsi félag- anna við Amtmannsstíg, seinni hluta september. Námskeiðið hóíst fimmtudaginn 19. september, og þá flutti Jó- hannes Ingibjartsson erindi, sem nefndist: Mikilvœgi kristilegs unglingastarfs. Áður hafði Kristín Pálsdóttir flutt stutt ávarp frá stjórn KFUK. Kvöldið eftir var eínið: Mikilvœgi kristilegs barna- starfs, og var það í umsjá Guð- mundar Inga Leifssonar. Eftir að þáttakendur höfðu notið veitinga var orðið gefið laust til vitnisburð- ar, og loks flutti formaður KFUM, Árni Sigurjónsson, ávarp. Sunnudaginn 22. september var sérstök guðsþjónusta með altaris- göngu í Neskirkju fyrir starfsfólk félaganna. Önnuðust sóknarprest- arnir hana. Um kvöldið var síðan samkoma að Amtmannsstíg 2B í umsjá undirbúningsnefndar nám- skeiðsins og bar hún yfirskriftina: Þjónið Drottni með gleði. Þar tóku til máls Helga Guðmundsdóttir og Gunnar Finnbogason. Æskulýðs- KFUM og K söng undir stjóm Sig- urðar Pálssonar. Rœðumaður á samkomunni var Sigursteinn Her- sveinsson. Framhaldsnámskeið í Siblíu- og trúfrœði hófst síðan íöstudaginn 4. október. Þar heldur Astráður Sigursteindórsson áfram yfirferð á bók eftir David Hedegaard: Kynn- ist bók bókanna, en hann fór yfir fyrrihluta þeirrar bókar s.l. vetur. Einnig kennir sr. Jónas Gíslason trúfrœði og styðst við bók eftir Bo Giertz: Troens ABC. — Nám- skeiðið er á hverju föstudagskvöldi og stendur fram í desember. G.J.G. HLÍÐARKAFFI Sumarstarf KFUK haíði hina ár- legu kaffisölu sunnudaginn 6. okt. s.l. að Amtmannsstíg 2B. Veittu þœr Hlíðarmeyjar af sínum krœs- ingum fram eftir degi og helltu svo aftur upp á könnuna að lok- inni samkomu um kvöldið. Aðsókn var ágœt, og áskotnaðist sumar- starfinu kr. 130.883,20 þennan dag.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.