Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.11.1974, Blaðsíða 15
 læti til Drottins, þegar þessum merka áfanga er náð og nýtt skeið er að hefjast í sögu islenzks kristniboðsstarfs. Ungu hjónunum var ekki til setunnar boðið. Þau voru kvödd á samkomu í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg í Reykjavík 14. janúar 1953. Þegar komið var inn í samkomusalinn, blöstu við fánar íslands og Eþíópiu, og allur var salurinn blómum skrýddur og ljósum. Öiafur Ólafsson flutti ávarp. Einnig fluttu fulltrúar nokkurra kristniboðsfélaga stuttar kveðjur. Felix Ólafsson og kona hans mæltu kveðjuorð, og séra Friðrik Friðriltsson lauk samkomunni með stuttri hugvekju, bæn og drottinlegri blessun. Kvennakór KFUK söng. Samskot til kristniboðsins urðu 7.750.00. Þau hjónin leggja síðan af stað og fara fyrst til Englands. Þau skrifuðu oft til Islands og byrjuðu snemma að skrifa. Fyrsta bréfið, sem Bjarmi birtir frá þeim, er dagsett 14. febrúar 1953, aðeins mánuði eftir að þau eru kvödd. Þá eru þau í Lundúnum við enskunám og láta vel yfir sér í hópi norskra kristni- boða, sem einnig eru á leið til Eþíópíu. Þrettánda þing SÍK er svo haldið 22.—24. ágúst 1953. Þangað berast kveðjur frá kristniboðunum, þar sem þau tjá þakklæti sitt og samstöðu með kristni- boðsvinunum heima. Á þessu þingi er samþykktur viðauki við lög SÍK, vegna hinna breyttu aðstæðna í starfinu, er Sambandið hefur sent kristniboða til starfa á eigin starfsakri. Þar segir meðal annars, að kristniboðarnir skuli ávallt líta á sig sem fulltrúa evangelisk-lútherskrar kirkju og að tilgangur kristniboðsins sé að stofna söfnuði, er verði fjárhagslega og andlega sjálf- stæðir og vinni að innri vexti og útbreiðslu fagnaðarerindisins meðal þjóðar sinnar. (FRAMHALD) mín, nu Upp, sál mln, nú og hátt lát hljóma til himins lof og þakkargjörö. Og vegsemd, Guðs og gœzku róma með gleði, ásamt Drottins hjörö. Ö, lát af munni Ijúft fram streyma þaö lof, sem dýpstu æöar geyma. Sín fyrirheit ei Herrann svikur, en halda mun þau alla tíö. Og víst er enginn annar slíkur aö alúö gagnvart sínum lýö. Hví undrast þú, er orö lians rætist, er ákall þitt og tryggö hans mœtist? Á ný hyern dag hann náö þér gefur af nægtabrunni’, er cddrei þraut. Og hverja nótt liann vernd þig vefur, svo vœran svefn hinn þreytti hlaut, gaf nýjan kraft meö nýjum degi, sem nœgöi æ á þínum vegi. Frá gröf og Hel hann líf þitt leysir, í Ijóma breytir skuggadal. Og ásamt Kristi upp þig reisir til eilifs lífs í himnasál. Þar Ijóma séröu’ af lífsins sveigi, sem laun þú fœrö á efsta degi. Ö, syngdu þvi, mín sál, og þakka, aö sjálfur Guö þitt hlutskipti’ er, og fögnuö hans þú féklcst aö smakka, er frelsi Drottins veittist þér. Þótt erfitt sé þér orö aö finna, þá aldrei má samt þökk þín linna. Sálm þennan orti Bjarni Eyjólfsson 12. nóvember 1952, daginn sem veitt var gjaldeyrisleyfi til byggingar ís- lenzkar kristniboðsstöðvar í Konsó í Eþíópíu. Liðin eru 25 ár síðan vakningaprédikarinn Billy Graham hóf sína fyrstu „kross- ferð". Það var í Los Angeles árið 1949, er hann hélt samkomur í 6000 manna tjaldi (sjá mynd). Síðan hefur hann farið víða um lönd og boðaö fagnaöar- erindið milljónum manna. Fjölmennasta samkoman mun hafa farið fram í Suður-Kóreu á síðasta ári, er meira en 500 þús. manns söfnuöust saman til að hlýða á þennan einarða þjón Drottins. Vandaðir norskir barnaskór Ávallt fyrirliggjandi á hagstæðu verði í stærðum 18-23. Einnig sjúkrasokkar, sjúkrabuxur, mannbroddar, falleg skóhorn af ýmsum gerðum, kuldaskór í úrvali ! I I i I 4 4 4 Y 4. o.fl. o.fl. Allt hentugar jólagjafir skóvcrsliin Domus Medica, Egilsg. 3, sími 18519 '♦**«,,***»,*«*****«H«HX****,X**«”«,*X***0*M***«**»**»**« 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.