Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 4
FRÁ STARFINU Fagnaðarsamkoma Kristniboðarnir Ingibjörg Ingvars■ dóttir og Jónas Þ. Þórisson komu ásamt börnum sínum til 'lslands 18. júní siðastliðinn. Almenn fagnaðar- samkoma var haldin 28. ágúst i húsi KFUM við Amtmannsstíg i Reykjavík, þar sem fjölskyldan var boðin velkomin heim. Gisli Arnkels- son, formaður Kristniboðssam- bandsins, stjórnaði samkomunni. Þau hjónin töluðu bæði og sögðu frá ástandi og horfum í Eþíópíu. Þökkuðu þau kristniboðsvinum tryggð þeirra í fyrirbæn og fórn og hvöttu þá til, að láta ekki af að biðja fyrir Eþíópíu. Þau gátu þess m. a., að vegna hjálparstarfsins, sem unnið var, þegar hungursneyð- in geysaði í Konsó á dögunum, hefði afstaða margra Konsómanna til kristniboðsins og kirkjunnar breytzt til hins betra. Kristnum mönnum fer fjölgandi í Konsó. Sr. Berisha Húnde hetur nú tekið við stjórn kristniboðsstöðvarinnar. — Á samkomunni var tvisöngur, og Benedikt Arnkelsson flutti hugleið- ingu i lokin. Tekið var við gjöfum til kristniboðsins, og námu þær um 120 þús. kr. — Jónas og fjölskylda verða búsett í Reykjavík i vetur, og mun Jónas taka þátt í ferðastarti SIK ásamt heimastarfsmönnum. M KSS og KSF Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúdentafélag fengu góða heimsókn frá Noregi í byrjun september. Var þar á ferðinni starfsmaður norsku kristilegu stúdenta- og skólahreyf- ingarinnar, síra Jens-Petter John- sen. Hélt hann m.a. námskeið fyrir stjórnir félaganna, stjórnendur biblíuleshópanna í skólum o.fl., en námskeiðinu var einkum ætlað að verða þessu fólki til hjálpar í því starfi, sem það stendur i. Kristileg skólasamtök héldu haust- mót sitt í Vatnaskógi dagana 9.-11. september. Sóttu það alls um 190 manns, og er þetta fjölmennasta mót, sem haldið hefur verið á veg- um samtakanna. Yfirskrift mótsins var: ,,Höndlaður af Kristi Jesú". Meðal þeirra, sem töluðu á mótinu, var síra Jens-Petter Johnsen. Aðalfundur KSS var haldinn 1. októ- ber. Kosin var ný stjórn, og skiptir hún þannig með sér verkum: Þröst- ur Eiríksson, formaður; Ólafur Jó- hannsson, ritari; Þórarinn Björns- son, gjaldkeri; Ragnheiður Sigurðar- dóttir og Sigrún Huld Jónasdóttir, meðstjórnendur. — Skólasamtökin halda fundi sína á vetrum á laugar- dögum í húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg i Reykjavík. Þá starfa bibliulestrarhópar á vegum samtak- anna í mörgum framhaldsskólum. Kristilegt stúdentamót var haldið í Vindáshlíð dagana 7.—9. október. Yfirskrift mótsins var: ,,Vakið". Voru þátttakendur um 65. FlóasfiaarkaS&ss' KFUK í Reykjavík hélt svonefndan flóamarkað í félagshúsinu við Holta- veg 24. september. Á flóamarkaði eru seldir nýir og notaðir munir af ýmsu tagi, allt eftir örlæti og hug- myndaflugi þeirra, sem styðja vilja slikt fyrirtæki. Hjá KFUK kenndi margra grasa, og gaf markaðurinn af sér um 250 þúsund krónur. Kem- ur ágóðinn sér vel í umfangsmiklu starfi félagsins í höfuðborginni. Ferðasftarfið Benedikt Arnkelsson og Skúli Svav- arsson störfuðu saman norðanlands i rúman hállan mánuð í lok septem- ber og byrjun október. Lögðu þeir lið í starfi félaganna á Akureyri, en heimsóttu auk þess elliheimilin á Akureyri og i Skjaldarvík. Þá héldu þeir samkomur á Ólafsfirði og Dalvík. Á Sauðárkróki heimsóttu þeir sjúkrahúsið og barnaskólann og héldu almennar samkomur i kirkjunni. Þeir kynntu krstniboðið i skólunum á Hjalteyri og Laugalandi á Þelamörk. — Loks fóru þeir til Húsavikur, sýndu myndir frá Eþí- ópíu i gagnfræðaskólanum þar og héldu tvær samkomur í kirkjunni. — Gjafir til kristniboðsins námu rúm- lega 34 þús. kr. Gunnar Sigurjónsson og Jónas Þ. Þórisson héldu kristniboðssamkomu i Selfosskirkju miðvikudaginn 21. september kl. 8,30 e.h. og í Hvera- gerðiskirkju daginn eftir fyrir vist- menn elliheimilisins >4s kl. 5 síð- degis og kvöldvöku kl. 8,30 e.h. á heilsuhæli Náttúrulækningafélags- ins. Á öllum stöðunum var kristni- boðið kynnt i máli og myndum og tagnaðarerindið boðað. Einnig fóru þeir félagar til Vest- mannaeyja miðvikudaginn 28. sept. og dvöldust þar til 10. október. Tóku þeir þátt i barnastartinu i KFUM og K, sem hjónin Gísli Frið- geirsson og Lilja Sigurðardóttir hafa með höndum. Hafa nýlega flutzt önnur ung hjón frá Reykja- vík til Vestmannaeyja, þeim til að- stoðar i starfinu. Það eru Stein- grimur Á. Jónsson og Þóranna Sig- urbergsdóttir. Búa þau í íbúðinni í húsi KFUM og K. Auk barnafundanna voru haldnir bibliulestrar og almennar samkom- ur. Var samkomusókn góð, enda hefur stækkað hópur trúaðra, sem vill leggja hönd á plóginn í starf- inu að því að ávinna aðra fyrir Jesúm Krist. Guðs andi hefur á undanförnum mánuðum verið að verki í hjörtum margra og kallað þá til afturhvarts og lífs í Guði. Er það mikið gleði- og þakkarefni, ekki sizt vegna þess, að i þessum hópi eru nokkur ung hjón, sem voru samtaka í að ganga Drottni Jesú á hönd. — Guðs andi er enn að verki, og ástæða er til þess að hvetja alla trúaða menn til að biðja þess, að Drottinn haldi áfram verki sínu í hjörtum manna og margir fleiri hlýði kalli hans. Biðjum einn- ig um vizku og handleiðslu Drott- ins til handa þeim, sem veita starf- inu forstöðu. Það, sem nú er að gerast, er áreiðanlega svar Drott- ins við bænum margra, sem hata hatt Vestmannaeyjar sérstaklega á bænalista sínum. Biðjum þvi með djörfung þess, að Drottinn vitji fleiri staða á landi okkar með endur- lífgunartímum frá augliti sínu (Post. 3,19). Ráðstefna Fimm kristileg leikmannasamtök innan íslenzku kirkjunnar, þ.e. KFUM og KFUK i Reykjavík, Sam- band ísl. kristniboðsfélaga, Kristi- legt stúdentafélag og Kristileg skólasamtök, héldu ráðstefnu í Reykjavík um nokkur grundvallar- atriði kristinnar trúar, eins og boð- að hafði verið, dagana 14.—16. október. Erindi voru flutt i félags- húsi KFUM og K við Amtmanns- stig, en kvöldsamkomur í dómkirkj- unni. Fastir þátttakendur ráðstefn- unnar voru rúmlega tvö hundruð, og almennu samkomurnar i dóm- kirkjunni voru mjög vel sóttar. Sr. Jónas Gíslason, dósent, stjórn- iaði samverustundum. Hann setti ráðstefnuna á fyrstu kvöldsamkom- unni föstudaginn 14. október. Gunn- ar Sigurjónsson, guðfræðingur, predikaði þá um efnið: Grundvöll- 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.